Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2001, Side 31

Læknablaðið - 15.10.2001, Side 31
FRÆÐIGREINAR / HÓMÓCYSTEIN, FÓLAT, KÓBALAMÍN Hcy micromol/L um er innan við 3,5% og áreiðanleiki er innan settra marka samkvæmt ytra gæðamati. Tölfrœði: Par sem dreifing hvers efnis er skekkt (skewed) með hala til hægri, hafa ýmsir notað óstika- bundnar (non-parametric) aðferðir (10,12) við út- reikninga á viðmiðunarmörkum. Hér var stikabund- in (parametric) aðferð notuð við útreikninga á 95% viðmiðunarmörkum, það er 2,5% og 97,5% fraktíl- um á Hcy, fólati og kóbalamíni og eru umbreytt (transformed) mæligildi notuð við útreikninga. Töl- fræðiforrit Solbergs, RefVal, útgáfa 3.43 (13), var not- að til að reikna þessi viðmiðunarmörk og millifjórð- ungsbil (interquartile ranges), fyrir aðra útreikninga var SPSS tölfræðiforritið notað. Aðeins ein kóbal- amínmæling var óeðlilega há (outlier) og því ekki tekin með í útreikningum. Reiknuð var línuleg fylgni (Pearsons) milli mæligilda á fólati, kóbalamíni og Hcy fyrir bæði kynin. Við samanburð á meðaltölum var t-prófi beitt og munur metinn marktækur ef p<0,05. Til að sýna aldursháðu breytinguna á Hcy hjá hvoru kyni var notuð annars stigs aðhvarfsmargliða (quadratic regression model) sem lýsir breytingunni á spáðu meðalgildi (predicted mean) log(Hcy) gilda með aldri. Samkvæmt þessum margliðum voru 95% viðmiðunarmörk reiknuð (2,5% og 97,5% fraktíli) fyrir hvort kyn ásamt margfeldismeðaltali (geometric mean), en andhverfa logaritma tekin til að gefa nið- urstöður í upprunalegum einingum, sjá mynd 2. Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn Hjarta- verndar sem hlotið hefur tilskilin leyfi frá tölvunefnd og vísindasiðanefnd. Niðurstöður Rannsökuð voru 449 blóðsýni úr einstaklingum sem leituðu til Hjartavemdar kringum áramótin 1999- 2000, 291 karli og 158 konum. Meðalaldur karla í hópnum er 48,3 ár en kvenna 49,8 ár og eru konurnar því um einu og hálfu ári eldri að meðaltali, en munur- inn er ekki marktækur (p=0,2). Par sem nokkur mun- ur er á mæligildum kynjanna eru niðurstöður reikn- aðar og sýndar fyrir hvort kyn fyrir sig. Dreifing á niðurstöðum mælinga á Hcy, fólati og kóbalamíni er sýnd á mynd 1 en þar sem lögun dreifinganna er Hcy micromol/L Women Figure 2. Age relaled distribution ofhomo- cysteine values in men and women. The bold center graph shows the predicted geometric mean and the upper and lower graphs arethe 97.5% and 2.5% fractiles ofthe distribution respeclively. Table I. Reference intervals and interquartile ranges for Hcy, folate and cobalamin in lcelandic men and women. N Units Geometric mean Reference interval (95%) Median Interquartile range P-Hcy Men and women 407 pmol/L 9.2 5.3-16.5 9.1 7.6-11.0 Men 260 pmol/L 9.9 6.2-17.5 9.8 8.4-11.6 Women 147 pmol/L 7.9 4.8-14.1 8.1 6.5-9.5 S-Folate Men and women 391 nmol/L 16.7 6.9-39.0 17.0 11.9-23.7 Men 253 nmol/L 16.1 7.0-37.7 16.1 11.6-22.3 Women 138 nmol/L 18.0 6.5-41.6 18.6 12.7-26.1 S-Cobalamln Men and women 390 pmol/L 407 180-792 417 325-527 Men 252 pmol/L 417 190-781 426 341-528 Women 138 pmol/L 390 172-814 402 295-523 P: plasma S: serum Table II. Association between folate and Hcy as well as cobalamin and Hcy estimated by using Pearson correlation. The correlation coefficient is calculated for the group as a whole and for men and women separately. The correlation is significant in all cases except between cobalamin and Hcy when estimated in women alone. Subjects N Folate/Hcy Cobalamin/Hcy correlation coefficient p (2-tailed) correlation coefficient p (2-tailed) Men and women 349 -0.39 <0.01 -0.20 <0.01 Men 223 -0.35 <0.01 -0.27 <0.01 Women 126 -0.42 <0.01 -0.16 NS NS: non significant áþekk í körlum og konum, þótt nokkur munur sé á meðaltölum mæligilda (sjá töflu I) þótti ekki ástæða til að sýna dreifinguna kynjaskipta hér. Hcy er heldur lægra í konum en körlum og er munurinn á meðaltali hópanna 2 pmól/L og er þetta marktækur munur (p< 0,001). Á mynd 2 má sjá hvernig mæligildi Hcy breyt- ast með aldri og sést þar hvernig margfeldismeðaltal hækkar hjá körlum og konum yfir allt aldursskeiðið. Viðmiðunarmörk Hcy reiknuð fyrir hvort kyn, óháð aldri, sýna að 95% kvennanna eru innan 4,8-14,1 pmól/L marka meðan 95% karla eru á bilinu 6,2-17,5 pmól/L, eins og sést í töflu II. Séu kynin sett saman í hóp verða mörkin 5,3-16,5 pmól/L. Viðmiðunarmörk fyrir fólat og kóbalamín eru einnig sýnd í töflu II, bæði fyrir karla, konur og hóp- Læknablaðið 2001/87 795

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.