Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2001, Síða 37

Læknablaðið - 15.10.2001, Síða 37
FRÆÐIGREINAR / BARNALÆKNINGAR mæla hrotur og svefnstöðu barnsins (bak, magi, hægri/vinstri hlið). í þeim tilfellum þegar grunur var um bakflæðissjúkdóm til vélinda voru notaðir sérstakir sýrustigsnemar (pH probe) sem komið var fyrir í vélindanu. Um er að ræða einnota mæla sem eru jafnvægisstilltir í sérstökum sýrulausnum sem hafa pH gildin 4,0 og 7,0. Neminn er síðan þræddur um nef og staðsetning á neðri nema staðfest 2-3 cm fyrir ofan magaop (TH9) með röntgenmynd, en efri neminn 5 eða 10 cm ofar eftir stærð barnsins. í öllum tilvikum voru börnin mæld með sýrustigsnemum sem staðsettir voru bæði í efri og neðri hluta vélinda og skráðu sýrustigið samtímis. Hver svefnrannsókn var yfirfarin sérstaklega af sérfræðingi í öndunarfæra- sjúkdómum barna sem hefur margra ára reynslu í svefnrannsóknum barna. Svefnstig voru metin sér- staklega og hlutfallsskipting þeirra metin og flokkuð. Greint var á milli öndunarstopps vegna kæfisvefns og miðlægs öndunarstopps (central apnea). Sértækar ráðleggingar um meðferð voru veittar þegar niður- stöður rannsókna lágu fyrir og var haft símasamband við foreldra allra barna innan sex vikna frá rannsókn til að meta meðferðarsvörun. Ymsar skilgreiningar fylgja hér á eftir: Miðlœgt öndunarstopp (central apnea): Öndun (loftflæði um nef og munn) stöðvast lengur en 10 sek- úndur. Engar öndunarhreyfingar eru til staðar (7). Kœfisvefn (obstrucive apnea): Öndunarhreyfingar eru til staðar en loftflæði um nef og/eða munn stöðvast lengur en 10 sekúndur vegna lokunar á öndunarvegi. Öndunarhreyfingar eru oft auknar og samhæfing brjóst- og kviðaröndunar raskast á þann hátt að brjóst sogast inn við öndun þegar kviður þenst út og öfugt (paradoxical öndun). Obstructive apnea og obstruc- tive sleep apnea (OSA) eru notuð sem samheiti (7). Minnkuð öndunargeta (hypopnea): Loftflæði um nef og/eða munn minnkar um 70% eða meira lengur en 10 sekúndur annað hvort vegna minnkaðra önd- unarhreyfinga (central hypopnea) eða vegna lokunar á öndunarvegi að hluta til sem leiðir til röskunar á samhæfingu brjóst- og kviðaröndunar (obstructive hypopnea) (7). Stuðull öndunarstopps/minnkaðrar öndunargetu (apnea/hypopnea index, AHI): Stuðull öndunar- stopps/minnkaðrar öndunargetu er mæheining sem gefur til kynna fjölda öndunarstoppa og minnkaðrar öndunargetu á tímaeiningu og á við öndunarstuðul. Kæfisvefn hjá börnum er skilgreindur sem AHI yfir fimm þegar um er að ræða öndunarstopp vegna kæfi- svefns eða minnkaða öndunargetu sem tengjast súr- efnismettunarfalli (7). Stuðull súrefnismettunarfalls (oxygen-desaturation index, ODI): Stuðull súrefnismettunarfalls er mæli- eining yfir súrefnismettunarfall undir 95% á tímaein- ingu. ODI yfir fjórum er afbrigðilegur. ODI sem ná til súrefnismettunarfalls á bilinu 90-95% (vægur) og undir 90% (alvarlegur) eru gefnir upp sérstaklega (7). Súrefnismettunarfall (desaturation): Súrefnismett- un í blóði mæld með súrefnismettunarmæli fellur niður fyrir 95%. Eðlilegt er að súrefnismettun falli um allt að 3% í draumasvefni (7). Sjúklegt bakflœði til vélinda (gastroesophageal reflux, GERD); Sýrustig á pH mæli fellur um meira en tvö stig og stendur lengur en tvær mínútur og endurtekur sig mörgum sinnum yfir nóttina (heildar- tími bakflæðis er yfir 4% af heildarsvefntíma) og/eða fall á sýrustigi er samfara marktæku súrefnismettun- arfalli, hægum hjartslætti, minnkaðri öndunargetu, öndunarstoppi, skiptingu í léttari svefnstig eða upp- vöknun (13). Hrotusvefn: Barnið gefur frá sér hávær öndunar- hljóð við innöndun þegar það sefur. Ekki er um önd- unarstopp eða minnkaða öndun að ræða. Hrotusvefn án kæfisvefns er algengur og gengur undir enska heitinu primary snoring. Rannsóknin var samþykkt af tölvunefnd og siða- nefnd Sjúkrahúss Reykjavíkur. Niðurstöður Niðurstöður í töflu I sýna að hátt hlutfall barna með svefnröskun sem fóru í svefnrannsókn á barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur vefræna sjúkdóma. Hrotusvefn og grunur um kæfisvef var aðalábending fyrir svefnrannsókn hjá 61 barni en 46 af þeim börnum höfðu jákvæða rannsókn sem leiddi til breyttrar meðferðar, sent fólst í háls- og nefkirtlatöku (14 börn), meðferð með barksterum (til inntöku og/eða stað- bundið í nefgöng/öndunarveg) (22 börn), megrun (átta börn) og/eða vélarmeðferð (CPAP/BiPAP) að nóttu (fjögur börn). Rannsóknin var eðlileg hjá 19 bömum. Börnin í þessum síðarnefnda hópi höfðu öll sögu um hrotusvefn. Hjá börnum sem höfðu jákvæða rannsókn kom afbrigðileiki rannsóknarinnar fram í hækkuðum öndunarstoppsstuðli, lækkaðri súrefnis- mettun í blóði, uppvöknun, minnkuðum hvildarsvefni og bakflæði til vélinda (mynd 1). Pau börn sem reyndust hafa kæfisvefn samkvæmt svefnrannsóknar- mælingu (n = 46) höfðu öll sögu um hrotusvefn og öndunarstoppsstuðull þeirra var mikið hækkaður og var að meðaltali 27 (á bilinu 8-39). Eins og sjá má á mynd 1 var mun oftar um að ræða minnkaða öndun (meðaltal 174 skipti á átta klukkustundum þar sem öndun minnkaði um 70% eða meira, lengur en 10 sekúndur í senn) heldur en öndunarstopp sem átti sér stað 27 sinnum að meðaltali yfir nóttina (á bilinu 5-42) hjá þessum sjúklingahópi (mynd 1). Hjá fjórðungi þeirra barna sem reyndust hafa kæfisvefn var hrotu- svefninn vægur. Langflest barnanna (yfir 90%) svör- uðu meðferð vel að mati foreldra við sex vikna eftir- fylgd (tafla I). Hvað varðar vélindabakflæði, reyndust 69 af þeim 89 börnum sem fóru í sýrustigsmælingu vera með jákvæða rannsókn (mynd 1, tafla I). I öllum tilfellum reyndist bakflæði til vélinda orsaka eitt eða fleiri af Læknablaðið 2001/87 801
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.