Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2001, Síða 38

Læknablaðið - 15.10.2001, Síða 38
FRÆÐIGREINAR / BARNALÆKNINGAR Table 1. Sleep studies in lcelandic children. The most common indications for sleep studies, mean age of each group, number of chiidren with an abnormal study, and mode of therapy. Number Mean age (yrs) Indications Results Thearapy 61 3.5 Snoring 46 with OSA Tonsillectomi/medical therapy BiPAP orCPAP 77 1.8 Irritable sleep ± hx vomiting 49 with GERD Anti-reflux therapy 28 2.8 Unstable asthma ± nocturnal cough 13 with GERD Anti-reflux therapy 6 0.1 Blue spells Six with GERD Anti-reflux therapy 5 6.2 Daytime fatigue normal study 9 7.3 ADHD/ two with OSA; one with GERD Anti-reflux therapy (one) learning disability six with negative study (tonsillectomy (two) 6 12.0 Myopathv: NMD five on BiPAP or CPAP BiPAP/CPAP therapv OSA: obstructive sleep apnea; GERD: gastroesophageal reflux disease BiPAP: Bi-level positive airway pressure; CPAP: continuous positive airway pressure eftirtöldum einkennum: uppvöknun, röskun á önd- unarmunstri ásamt minnkaðri öndun, lækkun á súr- efnismettun í blóði, röskun á svefnstigum með eða án uppvöknunar eða hreyfingar hjá barninu. Fjórðung- ur þeirra barna sem höfðu jákvæða pH mælingu reyndist einnig vera með vægan kæfisvefn sem stóð í nánum tengslum við vélindabakflæðið og kom ein- ungis fram þegar bakflæði átti sér stað. Langflest bamanna (yfir 90%) svöruðu meðferð vel að mati foreldra við sex vikna eftirlit (tafla I). Tuttugu og átta börn með óstöðugan astma (með eða án næturhósta) voru rannsökuð vegna gruns um vélindabakflæði og/eða kæfisvefn. Þrettán barnanna reyndist vera með sjúklegt vélindabakflæði. Öndun- arstoppsstuðull/súrefnismettunarfall voru í efri við- miðunarmörkum hjá fimm börnum. Svörun við með- ferð (tafla I) var góð í öllum tilvikum. Umræða Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar til að birta niðurstöður yfir kæfisvefn á íslandi og staðfestir orsakatengsl vélindabakflæðis og svefnröskunar hjá íslenskum börnum. Það er ljóst af ofangreindum nið- urstöðum að hækkaður öndunarstoppsstuðull ásamt súrefnismettunarfalli umfram 3-4%, eru áreiðanlegir mælikvarðar til að meta kæfisvefn (mynd 1). Jafn- framt veitir sýrumæling í vélinda, sem er samtvinnuð við mælingu á öndunarmunstri og svefnmunstri, áreiðanlegastar upplýsingar um mikilvægi bakflæðis sem orsakaþáttar í svefnröskun. Rannsóknin sýnir að bæði kæfisvefn og bakflæðissjúkdómur til vélinda eru algengir hjá börnum sem þjást af svefnröskun. Hægt er að greina þessi vandamál með svefnrannsókn með eða án sýrumælinga eftir ábendingum. Eins og fram kemur hér að ofan er kæfisvefn al- gengur sjúkdómur hjá fullorðnu fólki og einkennist af háværum hrotum, endurteknum öndunarhléum og óværum svefni (1,2), en algengi, orsakir og alvarleiki kæfisvefns hjá fullorðnum einstaklingum hafa verið vel rannsökuð bæði hérlendis og erlendis (3-6). Ólíkt fullorðnum, þar sem einkenni kæfisvefns er fyrst og fremst dagsyfja og dagþreyta og yfir 70% einstakling- anna hafa þyngdarstuðul yfir 28 (3-6), þá er dagsyfja og offita mun sjaldgæfari hjá börnum sem hafa kæfi- svefn (7,8). Samkvæmt fyrri rannsóknum eru of stórir háls- og/eða nefkirtlar til staðar í yfir 60% tilvika hjá börnum með kæfisvefn en hrotur eru yfirleitt taldar slakur mælikvarði á kæfisvefn hjá börnum (8,9). Rannsókn okkar sýnir að börn með væg einkenni um kæfisvefn svara oft meðferð með nefúðasterum, að minnsta kosti tímabundið. Eins og fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar eru einkenni kæfi- svefns hjá börnum oftar þau að öndunin hjá barninu minnkar. Þar sem börn hafa hlutfallslega minna loft- magn eftir í lungunum heldur en fullorðnir einstak- lingar þegar útöndun líkur (minnkað functional resi- dual capacity, FRC), sem er það svæði lungans þar sem loftskipti fara fram, er barninu mun hættara við að falla í súrefnismettun þegar hægir á önduninni í svefni, einkum í draumasvefni, sem aftur leiðir til uppvöknunar eða minnkaðs hvíldarsvefns (10,11). Samkvæmt ofangreindum niðurstöðum er ljóst að vélindabakflæði er algengur kvilli sem getur komið fram á öllum aldri. Þótt ástæður vélindabakflæðis (eins og seinkuð magatæming eða vanþroska hring- vöðvi á mótum maga og vélinda) hafi ekki verið rannsakaðar frekar, svöruðu yfir 90% barnanna, sem höfðu jákvæða rannsókn, þeirri meðferð sem veitt var vel eða mjög vel, að mati foreldra. Meðferðin fólst í almennum ráðleggingum, breytingum á svefn- stöðu, fæðubreytingu, notkun sýruhemjandi lyfja auk lyfja sem flýta fyrir magatæmingu og auka vöðva- spennu á mótum vélinda og maga og draga þannig úr líkum á bakflæði. Innan við 5% barna með jákvæða rannsókn svöruðu meðferð lítið sem ekki í upphafi, en gerðu það þegar meðferðin var samtvinnuð við meðferð sem veitt er á göngudeild óværra barna við barnadeild Landspítala. 802 Læknablaðið 2001/87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.