Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2001, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.10.2001, Qupperneq 51
FRÆÐIGREINAR / PERSÓNUGREINING ( GAGNAGRUNNI Einstaklingar haldnir ennþá „viðkvæmari“ sjúkdóm- um eru greinanlegir á sama hátt af slíkum dulkóðuð- um lista. Karlmaður sem fæddist 2. febrúar 1979 er einn af (að meðaltali) sex karlmönnum sem fæddust þann dag á landinu. Hann er 176 cm og býr á Dalvík. Þetta hlýtur að vera Helgi. Hann er með sykursýki. Það þarf hvorki lykil, ættartré né persónuauðkenni að fylgja með til þess. 5. Lokaorð Hér hafa verið tekin dæmi um það hvaða aðferðum unnt er að beita af sanngirni til að smíða lykla sem nota má til að persónugreina einstaklinga í gagna- grunni á heilbrigðissviði. Persónugreining er ekki fjarlægur, fræðilegur möguleiki (18) heldur er tiltölu- lega auðvelt að persónugreina einstaklinga. Persónu- greining er möguleg með lykh og dulkóðun í eina átt breytir engu um það. Ef til dæmis Alþingi breytti lög- unum síðar og segði heimilt að fara til baka eða ef dómstóll dæmdi í einhverju máli að opna skyldi gagnagrunninn þá er, tæknilega séð, hægt að gera það á augabragði. Forsenda gagnagrunnslaganna um ópersónugreinanleg gögn stenst því ekki. Grunnregla laga (20) er að allir séu jafnir frammi fyrir lögunum. Hugmyndafræði fyrstu gerða frum- varpa um gagnagrunn byggðu á hugtaki fengnu úr til- mælum ráðherranefndar Evrópuráðsins að ópersónu- greinanleiki miðist við það sem þarf verulegan tíma og mannafla til að leysa. Að mínu áliti getur þetta samt ekki verið grunnregla við setningu laga. Ef hug- tök ráðherranefndarinnar væru notuð væru þeir sem hafa nægan tíma, mannafla og auð hafnir yfir lög en það brýtur í bága við frumregluna að allir séu jafnir fyrir lögum. Þá væru grunnatriði laganna einnig háð stöðu tækniþróunar, sem einnig er vafasamt. Ég tel að að það sé grundvallarmunur á tilskipun Evrópusambandsins (95/46) og tilmælum Evrópu- ráðsins (R(97)5). Tilskipunin, sem er nú orðin þjóð- réttarlega skuldbindandi fyrir ísland, er lögleidd með persónuverndarlögunum og skilgreining gagna- grunnslaganna um persónuupplýsingar er komin úr henni. Munurinn á tilskipuninni og tilmælunum er sá að tilskipunin skilgreinir á afar víðan hátt einungis hvað átt er við með persónugreiningu en ræðir ekki sérstaklega hvað átt er við með ópersónugreiningu. Það gera tilmælin hins vegar. Þar með varpar tilskip- unin sönnunarbyrðinni á hvem þann sem heldur því fram að hann sé að vinna með ópersónugreinanleg gögn. Dulkóðun persónuauðkenna í eina átt jafngildir ekki aftengingu upplýsinganna þar sem grunnurinn er langsum söfnun upplýsinga. Langsum tenging gagna merkir að dulkóðunaraðferðin má ekki breyt- ast í tíma því ella væri ekki hægt að uppfæra gagna- grunninn. Dulkóðun sömu kennitölu mun því ætíð gefa sama fastanúmer. Hver sá sem getur sent kenni- tölur í gegnum dulkóðunarferlið og séð hvað kemur Tafla II. Persónugreining af samhengi upplýsinga um þrídulkóðaöa einstaktinga án notkunar lykils og ættarupplýsinga. Kyn, fæðingardagur og ár, hæð og búsetusveitar- félag eru almennar upplýsingar sem nægja til að persónugreina dulkóðaða einstak- linga. Viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr töflu sem þessari má því tengja nafngreind- um einstaklingum. Einungis fyrstu átta stafir dulkóða eru teknir með til að minnka um- fang. Dulkóði Kyn Fagðingar Hæð Búseta Krabbamein í Sykur- sýki Botn- langi dagur ár maga brjóstum 012578Í7 i 2306 1922 177 Reykjavík i 0 0 0 5cel8blc 0 1101 1927 165 Reykjavík 0 0 0 0 766308e6 í 0312 1928 189 Akranes 0 0 0 0 823add31 0 0506 1930 178 Akranes 0 1 0 0 5f04fafb í 1009 1942 182 Reykjavík 0 0 0 0 192al5b6 0 0404 1945 166 USA 0 0 0 1 4e326404 0 3101 1949 164 Höfn 0 0 0 1 76276449 1 1508 1951 176 Akureyri 0 0 0 0 7el38088 0 1705 1955 172 Akureyri 0 0 0 0 454d832d 0 1910 1958 170 Reykjavík 0 1 0 1 de0218al 1 0202 1979 176 Dalvík 0 0 1 0 8b93dl3b 0 1508 1980 170 Dalvík 0 0 0 1 9f9d61a8 0 2111 1981 177 Reykjavík 0 0 0 0 727b4cb2 1 1309 1980 192 Reykjavík 0 0 0 0 út getur því smíðað uppflettitöflu sem er lykill (16). Jafnvel þótt ekki kæmi til möguleiki að fletta upp kennitölum og dulkóðuðum fastanúmerum er persónugreining samt sem áður einnig möguleg með ályktunum. Ættartré verða fljótt einstök þegar fjöldi manna í hóp eykst. Samanburður á munstrum ættar- trjáa úr ættargrunni með dulkóðuðum fastanúmerum og ættargrunni með kennitölum eða nöfnum er því leið til að smíða lykil að grunninum. Þá er unnt að persónugreina einstaklinga af samhengi almennra upplýsinga (18). Af framansögðu er ljóst að sanngjarnt er að ætla að til að persónugreina einstaklinga í gagnagrunni á heilbrigðissviði yrði beitt aðferðum í þá veru sem hér hefur verið lýst. Einstaklingar eru því persónugrein- anlegir í gagnagrunni á heilbrigðissviði. Því er bæði réttmætt og sanngjarnt að aflað verði fyrirfram sam- þykkis sjúklinga fyrir notkun heilsufarsupplýsinga þeirra í öðrum tilgangi en þeirra var aflað eins og þjóðréttarlegar skuldbindingar íslands standa til (7,8). Allt annað er ósanngjarnt. Heimildir 1. Lög um gagnagrunn á heilbrigöissviði nr. 139/1998, desember 1998. 2. Björgvinsson DP, Arnardóttir OM, Matthíasson VM. Álits- gerð um ýmis lögfræðileg efni í frumvarpi til laga um gagna- grunn á heilbrigðissviði. Lagastofnun Háskóla íslands. Islensk erfðagreining sendi alþingismönnum. Alþingi. Erindi nr. Þ 123/9, komudagur 28.10.98, október 1998. 3. Stefánsson K. Frumdrög að frumvarpi til laga um gagnagrunna á heilbrigðissviði, 14 júlí 1997. URL http://www.mannvernd.is/ login/I E_frumdrog_ggr_fax.doc. 4. Frumvarp til laga um gagnagrunna á heilbrigðissviði, Pskj. 1134, apríl 1998. (Lagt fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997- 1998.) 5. Recommendation No R(97)5 of the Committee of Ministers to Member States on the Protection of Medical Data, 13 February 1997. 6. Lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga nr. 121/1989, maí 1989. Læknablaðið 2001/87 815
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.