Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2001, Síða 58

Læknablaðið - 15.10.2001, Síða 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÚTTEKT RÍKISENDURSKOÐUNAR Samskipti Ríkisendurskoðunar og Læknasetursins Guðmundur Ingi Eyjólfsson Höfundur er sérfræðingur í blóðsjúkdómum og lyflækningum og formaður Læknasetursins. Netfang: gie@setrid.is Það voru friðsamir læknar sem gengu á fund Ingibjargar Pálmadóttur, þegar hún var nýorðin ráð- herra heilbrigðis- og tryggingamála. Þar fóru for- menn læknafélaganna og formenn samninganefnda. Menn vildu friðmælast við ráðuneytið eftir hatramm- ar deilur við Sighvat Björgvinsson. Arin liðu af valdatíð Ingibjargar, en 21. nóvember 2000 fetaði hún í fótspor fyrirrenna síns, þegar hún ritaði Ríkisendurskoðun bréf og fór þess á leit við stofnunina að gerð yrði sérstök úttekt á greiðslum til lækna frá aðilum sem ríkissjóður veitir fjárframlög til. í framhaldi af þessu bréfi fékk Læknasetrið bréf frá Ríkisendurskoðun, dagsett 21. mars 2001, og var þess krafist að Læknasetrið sundurliðaði greiðslur til lækna með nafni, kennitölu, sérgrein og upphæð. Læknasetrið svaraði þessu bréfi á þann veg að um verktakagreiðslur væri að ræða, en ekki fjárframlög úr Ríkissjóði og það væri brot á lögum um persónu- vernd og meðferð persónuupplýsinga að veita um- beðnar upplýsingar og þau lög, nr. 77/2000, giltu einnig um lækna. Læknasetrið vísaði málinu til Persónuverndar. í ljós kom að Ríkisendurskoðun hafði tilkynnt Persónuvernd um þessa athugun fyrirfram og sagt var að ætlunin væri að vinna með upplýsingar um laun lækna á tölfræðilegan hátt og gera grein fyrir niðurstöðum í opinberri skýrslu. Þegar bréf Læknasetursins til Persónuverndar var sent Ríkisendurskoðun til umsagnar sagði stofnunin: „Það var mat Ríkisendurskoðunar sem segja má að hafi verið á misskilningi byggt að hér væri verið að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar. Við nán- ari skoðun má ljóst vera að í umræddri tilkynningu hefði verið rétt að vísa í 5. tl. 8. gr. laga um persónu- vernd.“ í lögum um meðferð persónuupplýsinga og um persónuvernd stendur í 5. tl. 8. gr. að vinnsla með persónuupplýsingar sé heimil vegna verks sem unnið er í þágu almannahagsmuna. Eftir bréf undirritaðs til Persónuverndar sagði Ríkisendurskoðun nú að rannsóknin væri gerð í þágu almannaheilla. Helst virtist að læknar væru einhverjir vágestir í heilbrigðisþjónustunni og eina stéttin í þjóðfélaginu sem Ríkisendurskoðun telur sig þurfa að skoða. Samt eru margir verktakar sem vinna fyrir ríkissjóð án þess að Ríkisendurskoðun sé að hnýsast í laun starfs- mannanna. Þar er um að ræða stóra verktaka eins og ístak, sem veltir 60 milljörðum árlega. Enginn spyr um laun starfsmanna þeirra, enda kemur það engum við nema skattstjóranum. Viðskipti undirritaðs við Ríkisendurskoðun í sumar verða ekki rakin frekar, en úrskurður Persónuvemdar í þessu máli er sá, að Ríkisendur- skoðun heyri undir Alþingi og eigi að endurskoða ríkisreikninga, reikninga þeirra aðila sem hafa með höndum rekstur og fjárvörslu á vegum ríkisins, skuli sinna stjórnsýsluendurskoðun, hafa eftirlit með fram- kvæmd fjárlaga og vera þingnefndum til aðstoðar við fjárlagagerð. Ekki verður séð að umrædd rannsókn á persónulegum högum lækna sé á verksviði Ríkis- endurskoðunar heldur fara þessar persónunjósnir af stað eftir beiðni heilbrigðisráðuneytisins. Ekki verð- ur séð að ráðuneytið hafi neina heimild í lögum til að fara fram á slíka rannsókn, enda heyrir Ríkisendur- skoðun undir forsætisnefnd en ekki einstaka ráð- herra. Ríkisendurskoðun getur í mesta lagi krafið Læknasetrið um sönnun þess að umsamin verktaka- vinna fyrir Tryggingastofnun ríkisins hafi verið fram- kvæmd. Slík sönnunargögn höfum við ekki neitað að leggja fram, enda væri slíkt brot á samningi okkar við Tryggingastofnun ríkisins, sem við höfum ávallt hald- ið í einu og öllu. Ef þar koma fram persónulegar upp- lýsingar um sjúklinga þyrfti þó að leggja slíka beiðni fyrir Persónuvernd. Úrskurður Persónuverndar í þessu máli er af- dráttarlaus og telst umrædd rannsókn ekki vera í þágu almannahagsmuna. Skýrsla Ríkisendurskoðunar kom síðan út í lok júlí án þess að Læknasetrið gæfi neinar upplýsingar og áður en úrskurður Persónuverndar var birtur. Heiðarlegur embættismaður hefði frestað rannsókn- inni eftir að deila um lögmæti hennar kom upp. Ríkisendurskoðandi telur sig hafinn yfir lögin. Það er ljóst að þegar stofnun eins og Ríkisendur- skoðun fer fram á gögn frá fyrirtækjum í heilbrigðis- þjónustu þá veita flestir umbeðnar upplýsingar, en nú eru breyttir tímar, komin lög sem vernda þegna landsins, enda hefur mikil umræða farið fram að undanfömu um meðferð persónuupplýsinga. Því miður hafa ýmsir aðilar veitt þessar upplýsingar um- hugsunarlaust og því tekið þátt í lögbrotum Ríkis- endurskoðunar og heilbrigðisráðuneytisins. Meðal þessara aðila eru sjúkrahúsin í Reykjavík. Að vísu er ávallt viss ógnun frá Ríkisendurskoðun, því stofnun- in virðist telja vald sitt nánast takmarkalaust og því telja menn rétt að afhenda gögn þangað. I síðasta 822 Læknablaðið 2001/87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.