Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2003, Page 11

Læknablaðið - 15.03.2003, Page 11
RITSTJÓRNARGREINAR Lýðheilsa og blinduvarnir Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Yfirstandandi deilur um gleraugnamælingar á íslandi hafa kallað fram umræðu um skipulag augnlækninga, menntun heilbrigðisstarfsmanna á þessu sviði og ár- angur í blinduvörnum á íslandi. Skipulag heilbrigðis- þjónustu og starfsvettvangur heilbrigðisstarfsmanna eru bundin í lög og ætla má að tilgangur lagasetning- ar sé að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu með lág- marksstöðlum um hæfni og menntun heilbrigðis- starfsmanna og um leið stuðla að því að heilbrigðis- þjónustan skili landsmönnum sem bestum árangri. Þennan árangur má mæla á ýmsan hátt. Veigamesti mælikvarðinn er væntanlega lýðheilsan sem í augn- lækningum mælist með fjölda sjóndapurra og blindra. Aðrir mælikvarðar eru aðgengi fólks að þjónustu, kostnaður og fleira. Á íslandi hefur skipulag augnlækninga verið í föstum skorðum og bundið var í lög fyrir tæpum 20 árum að augnlæknar önnuðust skoðanir, mælingar og meðferð á augum, en sjóntækjafræðingar sæju um gleraugnasmíði. Þetta fyrirkomulag er svipað og hjá ýmsum Evrópuþjóðum en þó eru einnig þjóðir þar sem fleiri starfstéttir koma að þessari starfsemi. I Bandaríkjunum sjá þrjár starfsstéttir um augnþjón- ustu. Það eru augnlæknar, optometristar (sjónmæl- ingamenn) og sjóntækjafræðingar. Bandarískir opto- metristar hafa að baki átta ára háskólanám, það er að segja þeir ljúka „bachelors“ gráðu og taka síðan fjög- urra ára doktorsnám í optometriu og hafa þar með jafn langt háskólanám og læknar og lengra háskóla- nám en til dæmis lögfræðingar og verkfræðingar. Optometristar stunda gleraugnamælingar og snerti- linsumátun í gleraugnabúðum í Bandaríkjunum. Sjóntækjafræðingar sjá eingöngu um smíði gleraugna á svipaðan hátt og sjóntækjafræðingar á íslandi enda er þeirra menntun miklu minni og fyrst og fremst iðn- menntun við að slípa og smíða gleraugu. Bretar eru með svipað skipulag og Bandaríkjamenn þar sem optometristar sem skoða sjúklinga eru með verulegt háskólanám en aðrir sjóntækjafræðingar stunda ein- ungis gleraugnasmíð svipað og viðgengst hér á landi. Menntunarstaðall optometrista er misjafn eftir lönd- um og sum lönd sem gera minni menntunarkröfur en Bretar og Bandaríkjamenn. Glákublinda var algengust á íslandi Sú var tíðin að blinda vegna gláku var algengari á Is- landi en í nokkru öðru Evrópulandi og kom þetta meðal annars fram í rannsóknum prófessors Guð- mundar Björnssonar augnlæknis sem birtust í amer- íska augnlæknablaðinu 1955 (1). Algengi gláku hefur aukist á íslandi með vaxandi fjölda eldra fólks. í dag eru um 5000 íslendingar með gláku og hafa aldrei verið fleiri, en á móti eru einungis rúmlega 50 þeirra blindir og hafa aldrei verið færri. Þetta er eitt dæmi um þann stórkostlega árangur sem hefur náðst í blinduvörnum og lýðheilsu í augnlækningum á ís- landi á liðinni öld. Á sama tíma hafa nágrannaþjóðir okkar ekki séð sams konar framfarir í lýðheilsulegu tilliti. Meðferð við gláku er svipuð á Islandi og í öðr- um löndum og fylgir alþjóðlegum stöðlum en það sem gerir gæfumuninn er að á Islandi eru miklu færri ógreindir glákusjúklingar. í Reykjavíkuraugnrann- sókninni (2) kom fram að einungis 10% glákusjúk- linga höfðu ekki fengið greiningu og meðferð en í svipuðum rannsóknum í Bandaríkjunum (3), Bret- landi (4) og Noregi (5) hefur komið í ljós að 50-60% glákusjúklinga eru án meðferðar og greiningar og tapa því sjón. Gláka er þögull sjúkdómur í upphafi og fólk getur gengið með gláku um árabil án þess að vita af því og á meðan grefur sjúkdómurinn um sig og veldur óbæt- anlegum skaða. Það ríður því á að uppgötva gláku á byrjunarstigi og grípa inn með meðferð. Á þennan hátt er glákan svipuð krabbameinum eða hækkuðum blóðþrýstingi sem eru einkennalaus í upphafi og skaðinn er skeður þegar einkenni koma fram. Eina leiðin til að finna gláku á upphafsstigum er með augnskoðun og það hefur greinilega borið mjög góð- an árangur að slík skoðun fari fram í tengslum við gleraugnamælingu, sem flestir þurfa á að halda eftir miðjan aldur, en það er sá aldur þegar hætta er mest á gláku. Þannig hefur ekki verið þörf á fjöldaleit að gláku eins og hefur verið reynt að gera í ýmsum ná- grannalöndum, til dæmis Bandaríkjunum, sem er sambærileg við fjöldaleit að ýmsum krabbameinum eða áhættuþáttum hjartasjúkdóma. Það er ekki bara í gláku sem mikill árangur hefur náðst. Sykursýki er ein algengasta orsök blindu um allan heim. I rann- sóknum frá Svíþjóð og Danmörku frá níunda ára- tugnum kom fram að næstum fimmti hver sykursjúk- ur var sjónskertur eða blindur, en á Islandi er þetta hlutfall næstum tíu sinnum lægra (6-9). Leit að augn- sjúkdómum í börnum með fjögurra ára (3 1/2 árs) skoðun hefur borið mjög góðan árangur í baráttu gegn letiaugum og svo má áfram telja. Ef blinduskrá Sjónstöðvar íslands er skoðuð kemur í ljós að þeir sjúkdómar sem hægt er að meðhöndla ef þeir grein- ast tímanlega, svo sem gláka og sýkursýki, eru þar neðarlega á blaði miðað við aðrar þjóðir. Blindir og sjóndaprir á íslandi eru innan við 0,5 % af þjóðinni og reyndar rúmlega helmingur þeirra með aldurstengda hrörnun í augnbotnum, þar sem meðferðarúrræði eru takmörkuð. Einar Stefánsson1 Friðbert Jónasson' Guðmundur Viggósson2 Höfundar eru 'yfirlæknar á augndeild Landspítala há- skólasjúkrahúsi og prófess- orar við læknadeild Háskóla íslands og 2yfirlæknir Sjónstöðvar íslands. Læknablaðið 2003/89 187
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.