Læknablaðið - 15.03.2003, Page 18
FRÆÐIGREINAR / PÉTTNI KALKKIRTLAHORMÓNS
Tafla IV. Samræmi milli PTH elecsys og PTH cap hjá körlum.
PTH cap viðmiðunarmörk
ofan marka innan marka Samtals
PTH elecsys viðmiöunarmörk ofan marka 3
innan marka 6
Samtals 9
7 10
193 199
200 209
Konur Karlar
Mynd 2. Meðalgildi PTH mœlinga fyrir konur og karla eftir aldri mœlt með PTH elecsys
og PTH cap. Súlur gefa til kynna 95% öryggismörkin. Hœkkunin var tölfrœðilega marktœk
fyrir PTH elecsys (P=0,03 hjá konum og P=0,01 hjá körlum) en ekki PTH cap (P=0,7 hjá
konum og P=0,09 hjá körlum).
Tafla V. Fylgni PTH mælinganna við aðrar breytur. Fylgnistuðull Spearman er notaður
við breytur sem ekki eru normaldreifðar og fyignistuðuii Pearson við þær
sem eru normaldreiföar.
Konur Karlar
PTH elecsys PTH cap PTH elecsys PTH cap
Spearman's rho
Aldur 0,16* 0,08 0,21** 0,13
BMI 0,21** 0,21** 0,16* 0,24**
Fituhlutfall 0,23** 0,24** 0,22** 0,25**
Cystatín C 0,20** -0,04 0,18* -0,06
Kreatínín 0,12 0,03 0,1 0,13
Jónaö kalsíum -0,02 -0,01 -0,13 -0,03
Alkalískir fosfatasar 0,19** 0,21** 0,12 0,26**
Pearson
25-(0H)-vítamín D -0,19** -0,17** -0,16* -0,15*
Heildarkalsíum 0,03 -0,02 -0,14 -0,21**
Fosfór -0,21** -0,23** 0,02 -0,05
* P gildi minna en 0,05; ** P gildi minna en 0,01
(tafla IV). Kappa samræmið var 0,486 (P<0,001) hjá
konum og 0,283 (P<0,001) hjá körlum.
Af öllum hópnum reyndust þrjár konur hafa kalk-
vakaóhóf. Tvær mældust hafa hækkun á PTH á báð-
um prófum en ein mældist aðeins með hækkun á
PTH elecsys.
PTH eftir aldri og BMI
PTH elecsys hækkaði með auknum aldri hjá báðum
kynjum. Hækkunin frá yngsta hópnum, 40-45 ára, til
þess elsta, 80-85 ára, var um 28% (P<0,05) hjá konum
og um 36% (p<0,01) hjá körlum en ekki reyndist mark-
tæk aukning á PTH cap (mynd 2). PTH elecsys sýndi
jákvæða fylgni við aldur bæði meðal kvenna 0,16
(P<0,05) og karla 0,21 (P<0,01). PTH cap sýndi hins
vegar ekki tölfræðilega marktæka fylgni við aldur.
Bæði PTH elecsys og PTH cap sýndu tölfræðilega
marktæka hækkun með auknu BMI. Fylgni PTH
elecsys við BMI var 0,20 (P<0,01) hjá konum og 0,16
(P<0,05) hjá körlum. Fylgni PTH cap við BMI var
0,20 (P<0,01) hjá konum og 0,24 (P<0,01) hjá körlum
(mynd 3).
Fylgni við aðrar breytur
Fylgni við aðrar breytur sést í töflu V. PTH elecsys
sýndi fylgni við Cystatín C bæði hjá konum 0,20
(P<0,01) og körlum 0,18 (P<0,05). PTH cap sýndi hins
vegar ekki tölfræðilega marktæka fylgni við Cystatín
C. Hvorug aðferðin sýndi tölfræðilega marktæka
fýlgni við kreatínín. Báðar aðferðir sýndu neikvæða
fylgni við 25-(OH)-vítamín D og reyndist fylgnin hjá
konum vera -0,19 (P<0,01) fyrir PTH elecsys og -0,17
(P<0,01) fyrir PTH cap og hjá körlum reyndist hún
vera -0,18 (P<0,05) fyrir PTH elecsys og -0,15
(P<0,05) fyrir PTH cap.
Stigbœtt línuleg fjölþátta aðhvarfsgreining
Fyrir PTH cap sýndi BMI sjálfstæða fylgni bæði fyrir
konur (b=0,019, P=0,005) og karla (b=0,020, P=0,015).
25-(OH)-vítamín D sýndi einnig sjálfstæða fylgni hjá
konum (b=0,003, P=0,04). Fyrir PTH elecsys sýndi
aftur á móti Cystatín C (b=0,40, P=0,001), BMI
(b=0,015, P=0,018) og 25-(OH)-vítamín D (b=0,004,
P=0,018) sjálfstæða fylgni meðal kvenna og aldur
(b=0,008, P=0,001) og 25-(OH)-vítamín D (b=0,004,
P=0,005) meðal karla.
Umræða
I þessari rannsókn skoðuðum við fylgni og samræmi
tveggja mismunandi PTH mæliaðferða í hópi heil-
brigðra einstaklinga og könnuðum hvort tengsl
þeirra við aðra þætti væri sambærileg. Niðurstöðurn-
ar sýndu að talsverður munur var á þessum aðferð-
um. PTH elecsys var að jafnaði hærra en PTH cap.
Fylgni aðferðanna var þó góð en ef til vill minni en
búast hefði mátt við þar sem þær eiga að mæla það
194 Læknablaðið 2003/89