Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2003, Síða 23

Læknablaðið - 15.03.2003, Síða 23
FRÆÐIGREINAR / FJÖLÓMETTAÐAR FITUSÝRUR OG LÆKNINGAR Ómega-3 fjölómettaðar fítusýrur: Hlutverk í læknisfræði Ólafur Skúli Indriðason1 LÆKNIR, SÉRFRÆÐINGUR 1 LYFLÆKNINGUM OG NÝRNASJÚKDÓMUM Runólfur Pálsson1 LÆKNIR, SÉRFRÆÐINGUR 1 LYFLÆKNINGUM OG NÝRNASJÚKDÓMUM Viðar Örn Eðvarðsson2 LÆKNIR, SÉRFRÆÐINGUR f BARNALÆKNINGUM OG NÝRNASJÚKDÓMUM BARNA Ágrip Áhugi á notkun ómega-3 fjölómettaðra fitusýra í læknisfræðilegum tilgangi hefur glæðst mikið síðustu áratugi enda liggja nú fyrir fjölmargar rannsóknir á gagnsemi þeirra við meðferð ýmissa sjúkdóma. Yfir- völd lyfjamála í nokkrum löndum Evrópu hafa veitt lyfi sem inniheldur ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur markaðsleyfi sem meðferð við hárri þéttni þríglýser- íða í blóði og nýverið einnig sem hluta af meðferð eftir brátt hjartadrep. Pá hafa rannsóknir gefið vís- bendingar um ávinning í mun fleiri sjúkdómum, sér- staklega hjarta- og æðasjúkdómum, og hafa meðal annars leitt í ljós að ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur gætu nýst við meðferð háþrýstings, æðakölkunar og til að fyrirbyggja alvarlegar hjartsláttartruflanir og skyndidauða. Einnig hafa á undanförnum árum kom- ið fram fjölmargar áhugaverðar rannsóknir á notkun þessara fitusýra í meðferð langvinnra bólgusjúk- dóma, sérstaklega iktsýki og ónæmisglóbúlín A nýrnameins þar sem niðurstöður benda til marktæks ávinnings af slíkri meðferð en hafa ekki verið alveg samhljóða. Loks hafa rannsóknir á hlutverki ómega- 3 fjölómettaðra fitusýra í miðtaugakerfi ýtt undir at- huganir á gildi þeirra fyrir taugaþroska ungbarna og notkun við meðferð geðsjúkdóma en þær rannsóknir eru ekki eins langt á veg komnar. I þessari grein er fjallað um gildi ómega-3 fjölómettaðra fitusýra í læknisfræði og helstu rannsóknir sem farið hafa fram á notkun þeirra við meðferð sjúkdóma. ENGLISH SUMMARY Indriðason ÓS, Pálsson R, Eðvarðsson VÖ The role of omega-3 polyunsaturated fatty acids in clinical medicine Læknablaðið 2003; 89: 199-211 In recent years there has been a growing interest in the use of omega-3 polyunsaturated fatty acids as medical therapeutic agents, and a multitude of epidemiological and clinical studies have evaluated their role in health and disease. A drug containing high concentration of omega-3 polyunsaturated fatty acids has been approved for the treatment of hypertriglyceridemia and following myocardial infarction in some European countries. Furthermore, there is a growing body of evidence suggesting that these fatty acids may be of benefit in several other diseases. To date, the majority of research has focused on cardiovascular diseases including hypertension, atherosclerosis and the prevention of sudden cardiac death, where these fatty acids may be useful. In addition, several studies have suggested a beneficial effect in severe acute and chronic inflammatory diseases, particularly rheumatoid arthritis and immunoglobulin A nephropathy, although the results have not been consistent. Finally, the role of omega-3 polyunsaturated fatty acids in the structure and function of nervous tissue has prompted investigations on their effect on neurological development of premature and young infants and their use as therapeutic agents in psychiatric disorders. In this article we review the scientific evidence for the role of omega-3 polyunsaturated fatty acids in clinical medicine. 'Nýrnadeild og Lyflækninga- svið 1,2Barnaspítali Hringsins, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Fyrirspumir og bréfaskipti: Viðar Öm Eðvarðsson, Bamaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 543-1000, fax: 560-1055. vidare@lcindspitali.is Lykilorð: ómega-3 fjölómett- aðar fitusýrur, lýsi, hjartasjúk- dómar, bólgusjúkdómar, IgA nýrnamein, geðsjúkdómar, taugaþroski. Inngangur Allt frá því fyrst var tekið eftir lágri dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma meðal inúíta á Grænlandi hafa farið fram miklar rannsóknir á áhrifum sjávar- fangs, lýsis og þeirra fitusýra sem þessar afurðir hafa að geyma á heilbrigði og sjúkdóma (1-3). Þessar rannsóknir hafa einkum beinst að sjúkdómum í hjarta og æðakerfi og hækkaðri blóðfitu en svo virðist sem neysla þessara afurða hafi þar mikilvæg vernd- andi áhrif. Einnig hafa frumurannsóknir, dýratilraun- ir og rannsóknir á mönnum gefið til kynna að ómega- 3 fjölómettaðar fitusýrur hafi umtalsverð bólgu- og ónæmishemjandi áhrif (4) og hlutverk þeirra í bygg- ingu frumuhimna er talið mikilvægt fýrir þroska og starfsemi taugakerfis (5). Nýlega var sérlyfinu Omacor™ (Solway Pharma- ceuticals, Brussel, Belgía), sem er blanda af eikósa- Key words: omega-3 polyunsaturated fatty acids, fish oil, cardiovascular diseases, inflammatory diseases, IgA nephropathy, mental illness, neurological development. Correspondence: Viðar Örn Eðvarðsson, vidare@landspitali.is pentaensýru (eicosapentaenoic acid, EPA) og dók- ósahexaensýru (docosahexaenoic acid, DHA), veitt markaðsleyfi í nokkrum löndum Evrópu sem með- ferð við hækkaðri þéttni þríglýseríða í blóði og eftir brátt hjartadrep. Sterkar vísbendingar eru þó um að lyfið geti gagnast við fleiri meinsemdum. í þessari yfirlitsgrein er fjallað um helstu rannsóknir á þýðingu sjávarfangs og/eða ómega-3 fjölómettaðra fitusýra fyrir heilbrigði og mögulega gagnsemi þessara fitusýra við meðferð sjúkdóma, þar á meðal hjarta- og æða- Læknablaðið 2003/89 199
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.