Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2003, Side 31

Læknablaðið - 15.03.2003, Side 31
FRÆÐIGREINAR / FJÖLÓMETTAÐAR FITUSÝRUR OG LÆKNINGAR lágrar þéttni ómega-3 fjölómettaðra fitusýra í blóð- vökva eða himnum rauðra blóðkorna og þessara geð- raskana (146-148). Geðhvarfaveiki Nýlega birtust niðurstöður lyfleysustýrðrar saman- burðarrannsóknar þar sem geðhvarfaveiki var með- höndluð með háum skömmtum af ómega-3 fjöló- mettuðum fitusýrum (6,2 g af EPA og 3,4 g af DHA á dag) en annarri meðferð (lyfjameðferð og viðtals- meðferð) var ekki breytt á rannsóknartímanum (143). Þrjátíu sjúklingar sem allir uppfylltu greiningarskil- yrði *DSM-IV fyrir geðhvarfaveiki tóku þátt í rann- sókninni sem stóð í fjóra mánuði og var tvíblind. Nið- urstöðurnar sýndu marktækt lengra tímabil þar sem oflætis varð ekki vart hjá þeim sjúklingum sem með- höndlaðir voru með ómega-3 fjölómettuðum fitusýr- um (P=0,002) en einnig stóðu þeir sjúklingar sig mark- tækt betur á stöðluðum oflætis- og þunglyndispróf- um. Þó þessi rannsókn sé frekar lítil bendir hún ein- dregið til gagnsemi meðferðar með ómega-3 fjöló- mettuðum fitusýrum við geðhvarfaveiki en nauðsyn- legt er að endurtaka rannsóknina á stærri hópi sjúk- linga og með lengri eftirfylgd. Þunglyndi Faraldsfræðirannsóknir hafa sýnt fram á samband lítillar fiskneyslu og þunglyndis (149). Einnig hefur endurtekið verið sýnt fram á aukið hlutfall ómega-6 fjölómettaðra fitusýra samanborið við ómega-3 fjöló- mettaðar fitusýrur í himnum rauðra blóðkorna hjá sjúklingum með þennan sjúkdóm (148, 150). Þessar rannsóknir varpa þó ekki ljósi á hvort skortur á ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum veldur þunglyndi og gagnsemi ómega-3 fjölómettaðra fitusýra við með- ferð sjúkdómsins hefur enn ekki verið rannsökuð til hlítar (127,128). Geðklofi Ýmsar rannsóknir hafa staðfest minnkaða þéttni bæði ómega-6 og ómega-3 fjölómettaðra fitusýra (einkum arakídónsýru og DHA) í himnum rauðra blóðkorna hjá sjúklingum með geðklofa, hvort sem þeir hafa verið meðhöndlaðir með geðlyfjum eða ekki (151, 152). Rannsóknir á látnum einstaklingum með geð- klofa hafa staðfest sömu breytingar á fitusýrusam- setningu í heila þeirra en áberandi lítið er þar af ara- kídónsýru (129,153). Niðurstöður rannsókna með 31P segulómunarlitrófsgreiningu (magnetic resonance spectroscopy) á miðtaugakerfi geðklofasjúklinga benda til þess að lága þéttni áðumefndra fitusýra megi skýra að hluta til með aukinni losun þeirra úr himnum taugafrumna (154-156). Talið er að þessi aukna losun fitusýranna úr frumuhimnum stafi af aukinni virkni fosfólípasa A2 (145, 157, 158). Sú staðreynd að lyf sem notuð eru við geðklofa draga úr virkni fosfólípasa A2 og auka þéttni fjölómettaðra fitusýra í himnum rauðra blóðkoma og heila (159) styður þá kenningu að aukin virkni fosfólípasa A2 sé mikilvægur hlekkur í meinmyndun sjúkdómsins. Umhverfisþættir, svo sem næring (134,160), reykingar (129) og breytingar á hormónabúskap (161), geta einnig haft afgerandi áhrif á fitusýrusamsetningu líkamans. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar þar sem geð- klofasjúklingar hafa verið meðhöndlaðir með ómega- 3 og/eða ómega-6 fjölómettuðum fitusýrum. Nýlega var þó greint frá tveimur mjög vel rannsökuðum sjúkra- tilfellum þar sem alvarleg einkenni geðklofa bötnuðu verulega af meðferð með ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum eingöngu (147, 162). I báðum tilvikum kom bati fram á fyrstu fjórum til átta vikunum og voru áberandi áhrif á jákvæð einkenni sjúkdómsins hjá öðrum sjúklinganna en hjá hinum bæði á jákvæð og neikvæð einkenni. Þessu samfara varð mikil breyt- ing til batnaðar á fitusýrusamsetningu í himnum rauðra blóðkorna. Auk þessara sjúkratilfella birtust nýlega niður- stöður tveggja mjög áhugaverðra tvíblindra frum- rannsókna (pilot studies) á áhrifum meðferðar með ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum við geðklofa (146). Fyrri rannsóknin stóð í þijá mánuði en þar voru borin saman áhrif DHA, EPA og lyfleysu á sjúkdómsein- kenni geðklofa hjá sjúklingum sem að auki voru með- höndlaðir með geðlyfjum á hefðbundinn hátt. Sjúk- lingum var slembiraðað í þijá hópa og fengu 15 sjúk- lingar 2 g af EPA á dag, 16 voru meðhöndlaðir með 2 g af DHA á dag og 14 sjúklingum var gefin lyfleysa. Að meðferð lokinni reyndist heildarskor á klínísku geðklofaprófi (positive and negative syndrome scale, PANSS) vera marktækt lægra hjá sjúklingum sem fengið höfðu EPA í samanburði við þá sem fengið höfðu lyfleysu. Enn fremur kom í ljós að EPA hafði marktækt meiri áhrif á jákvæð einkenni geðklofa en DHA en ekki kom fram mælanlegur bati á neikvæð- um einkennum í neinum hópanna þriggja. Umtals- verð aukning varð á þéttni EPA og DHA í himnum rauðra blóðkorna þeirra sjúklinga sem fengu EPA og DHA en engra breytinga varð vart í lyfleysuhópnum. I seinni rannsókninni sem einnig var tvíblind var 15 nýgreindum geðklofasjúklingum gefið 2 g af EPA daglega í þijá mánuði en 15 sjúklingar í samanburðar- hópi fengu lyfleysu (146). Allir 15 sjúklingamir í lyf- leysuhópnum fengu hefðbundna lyfjameðferð við geð- klofa en einungis níu af 15 sjúklingum í meðferðar- hópnum fengu slíka meðferð. Þrátt fyrir þennan mun á notkun hefðbundinna geðlyfja milli hópanna var meðal PANSS skor mun betra hjá þeim hópi sjúklinga sem fékk EPA og mestur var munurinn á jákvæðum einkennum sjúkdómsins. Þannig benda þessar rannsóknir til þess að með- ferð með ómega-3 fjölómettuðum fitusýmm geti leið- rétt óeðlilega samsetningu fitusýra í frumuhimnum sjúklinga með geðklofa og dregið verulega úr ein- kennum sjúkdómsins. * DSM - IV = Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders Læknablaðið 2003/89 207
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.