Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2003, Page 48

Læknablaðið - 15.03.2003, Page 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Staða og hlutverk LSH í heilbrigðisþjónustunni á Íslandí Sigurbjörn Sveinsson Fyrir skömmu kom út skýrsla Landlæknisembættis- ins um stöðu Landspítala - háskólasjúkrahúss, LSH, og er að finna á heimasíðu embættisins www.land- laeknir.is Hún er um margt athyglisverð og gott inn- legg í umræðuna um stöðu LSH. Þótt margt gott sé að finna í skýrslunni er einnig ýmislegt, sem efast má um. Ekki eru allir sammála um tímasetningu á vinnslu skýrslunnar, efnistök og niðurstöður, en fagna ber faglegri umræðu um stöðu og hlutverk LSH. Grein þessi er hugsuð sem innlegg í þá umræðu. í skýrslunni kemur fram að háskólasjúkrahús séu flaggskip heilbrigðisþjónustu, og þar fari saman þrí- þætt hlutverk, þjónusta við sjúklinga, tilurð nýrrar þekkingar (vísindarannsóknir) og miðlun hennar (kennsla). í skýrslunni segir, að það skipti miklu máli fyrir háskólasjúkrahús að sinna sem flestu. Vaxandi ferliverkastarfsemi utan sjúkrahússins sé spítalanum skaðleg. Gegn því verði að vinna. A öðrum stað í skýrslunni er velt vöngum yfir fjárhagsvanda spítal- ans. Þar segir, að ekkert hafi komið fram um að heil- brigðisþjónusta á íslandi sé dýrari en í nálægum lönd- um. Allir geti verið sammála um, að nauðsynlegt sé að halda kostnaði innan skynsamlegra marka og að á stjórnendum hvíli sú kvöð að reka stofnunina á hag- kvæman hátt. Engu að síður muni kröfur um gæði þjónustunnar og óhindraðan aðgang að henni fara vaxandi. Því sé leitað leiða til að veita aukna þjónustu fyrir sama fé. Það verði vart gert nema með tilfærslu á verkefnum og verkaskiptingu milli stofnana auk þess, sem nauðsyn beri til að halda áfram að þróa verkefnatengdar fjárveitingar. í þessu samhengi má spyrja, hvemig það fari saman að efla háskólasjúkrahúsið á flestum sviðum og fjöl- breyttum annars vegar og koma böndum á fjárhags- vanda spítalans hins vegar? Er víst að vaxandi ferli- verkastarfsemi utan sjúkrahússins sé spítalanum skað- leg? Útþynning fjármagnsins Höfundur er formaður Læknafélags íslands. Sjónarmið þau er fram koma í pistlunum Af sjónarhóli stjórnar eru höfundar hverju sinni og ber ekki að taka sem samþykktir stjórnar LÍ. Spyrja þarf, þegar verið er að vega saman sjónarmið um góða nýtingu fjármuna og eins góða þjónustu og unnt er að veita fyrir þá fjármuni sem til ráðstöfunar eru, hvaða þjónustustig á að vera inni á hátækni- sjúkrahúsi. Er skynsamleg stefna að halda uppi eins víðtækri starfsemi og unnt reynist? Útdeila því fjár- magni, sem til ráðstöfunar er sem víðast? Eða er skynsamlegra að útdeila fjármagninu til afmarkaðra þátta og halda þá uppi betri starfsemi en ella á þeim sviðum? Spyrja má, hvort það sé rétt stefna hátækni- sjúkrahúss að vera með sem mesta göngudeildar- þjónustu eða hvort þeirri starfsemi sé betur fyrir komið annars staðar? Er það rétt stefna, að hátækni- sjúkrahúsið geti eitthvað í öllu en ekkert sérlega vel? Eða ætti stefnan að vera sú, að hátæknisjúkrahúsið sinni afmörkuðum þáttum og geri það mjög vel? Þegar litið er til hlutverks sjúkrahússins sem kennslu- stofnunar má spyrja, hvort sé skynsamlegra að kenna eitthvað í öllu en ekkert sérlega vel? Eða hvort rétt- ara sé að kenna ákveðna hluti vel og leita annarra leiða til að kenna það, sem ekki er hægt innan sjúkra- hússins? Má hugsa sér samninga við þá, sem hafa sér- hæft sig á viðkomandi sviði? Þannig má spyrja enda- laust. í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga, að spítalinn er ekki eyland sem þarf að vera sjálfbært á öllum sviðum. Spítalinn er ekki hluti fvrir heild held- ur hluti af heild. Þótt segja megi, að hann sé sverasti einstaki þáttur heilbrigðiskerfisins, þá getur verið, að aðrir hlutar þess en spítalinn séu betur til þess fallnir að sinna ýmsum verkum. Gilda þar sömu hagfræði- lögmál og í samfélaginu almennt; heildinni farnast betur ef allir einbeita sér að því, sem þeir eru betri í en aðrir. Hlutverk LSH Svör við ofangreindum spurningum eru ekki einhlít. Áður en reynt er að finna svörin er mikilvægt að skil- greina, hvert sé hlutverk og tilgangur spítalans. Því næst er hægt að setja markmið og móta leiðir til að ná því. Hvert er hlutverk LSH? Fyrir hveija er LSH? Er spítalinn fyrir sjúklinga, samfélagið, starfsmenn, stjórnendur eða einhverja aðra? Væntanlega geta flestir verið um það sammála, að hlutverk spítala sé að lækna sjúka. Önnur hlutverk spítalans eins og vísindarannsóknir og kennsla eru af- leidd með hið sama endanlega takmark, það er að lækna sjúka. Sú krafa er gerð, að það megi ekki kosta hvað sem er að lækna sjúka. Hugsa þarf um hags- muni samfélagsins af hagkvæmri þjónustu. Ef sátt næst um þetta hlutverk, þarf að nálgast verkefnið frá þeim sjónarhóli. Hverjir eru hagsmunir sjúkra og samfélagsins? Eftir hagsmunum þeirra þarf að skipu- leggja þjónustuna, ekki hagsmunum einstakra stétta, stjórnenda innan spítalans eða annarra. Hvernig ræktar spítalinn best hlutverk sitt til að þjóna hagsmunum sjúkra og samfélagsins? Gerir hann það með því að leggja áherslu á þjónustumarkmið eða gerir hann það með því að leggja áherslu á samkeppn- ismarkmið? Eða fara þessi markmið saman? Bætir spítalinn samkeppnisstöðu sína með betri þjónustu og 224 Læknablaðið 2003/89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.