Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2003, Qupperneq 65

Læknablaðið - 15.03.2003, Qupperneq 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LJÓÐ OG LÆKNINGAR Hin Íslensku bókmenntaverðlaun fyrir árið 2002 hlaut Ingibjörg Haraldsdóttir fyrir ljóðabók sína, Hvar sem ég verð. I ávarpi hennar við verðlaunaaf- hendinguna kom fram sú skoðun skáldsins að ljóðið væri hvergi nærri dautt úr öllum æðum þrátt fyrir þrá- látan orðróm þess efnis, það væri mannbætandi á alla lund og hefði ótvírætt uppeldisgildi. Óumdeilanleg- astur væri þó lækningamáttur ljóðsins, gott dæmi um þetta væri sjálfur Egill Skallagrímsson og sá óbrot- gjarni minnisvarði Sonatorrek. Talað er um að fólk skrifi sig eða yrki frá innri sársauka, og flestir þekkja líka af eigin raun hvað það yljar um hjartarætur að syngja saman eða að fara með eitthvað fallegt einsog sagt var í minni sveit. Listmeðferðarfræðingar (art therapists) starfa í þessum anda inni á sjúkrahúsum og víðar með það að leiðarljósi að fá sjúkum og sorg- mæddum bata með því að láta þá taka þátt í listsköp- un af ýmsum toga; til dæmis myndlist, dansi, leiklist og ritun. - En ljóðið, og máttur þess og megin gagnvart kvölum og plágum? Eina meinsemdin sem mig hefur hrjáð um dagana er svæsin tannrótarbólga á yngri ár- um: sokkin augu, bólgnir kjálkar, hræðilegar vítis- kvalir. Mér vitraðist á vísindalegan hátt að sá sem a) gúffar í sig gotterí seint og snemma, b) ber ekki skyn- bragð á burstun tanna, c) stígur ekki fæti sínum inn fyrir dyr hjá tannlækni árum saman þrátt fyrir þrot- lausa tannpínu - hann fær að lokum tannrótarbólgu! Þvermóðska mín leyfði ekki að ég borðaði magnyl og þrautalending móður minnar eftir talsverðan grát og gnístran var að kveða fyrir mig rímur. Mamma (f. 1920) skildi ekki baun í Andrési önd, mér fundust þjóðsögurnar fúlar og þýddar dömubókmenntir kost- uðu endalaus komment frá mömmu meðan á lestri stóð: „Núnú á maður svo að trúa því að hún verði skotin í þessu greifafi'fli.'* Og rímur reyndust hafa ótvíræðan lækningamátt: rímurnar eftir Örn Arnar- son um Odd sterka á Skaganum voru bara einsog ópíum fyrir mig í tannrótarkrísunni, ég slefaði af vel- líðan: Meira, meira, þegar mamma sýndi merki þess að hún ætlaði ef til vill að snúa sér að öðrum verkefn- um en að kveða rímur. Bótin fólst mest í rytma og resónansi í stuðlum, höfuðstöfum og rími, þetta var sefjandi, kjálkinn féll niður, enginn vöðvi strekktur, og hin djúpa slökun ýtti sársaukanum burt. Mjög skrítið en afar áþreifanlegt. Þarna vann saman efni, form og flutningur, rímna-pakkinn af Oddi sterka var á við allt heimsins parkódín, jafnvel forte, um það getur síðasta vísan í rímnaflokknum borið fagurt vitni: Kveðum hátt uns dagur dvín, dýran hátt við baugalín, Venus hátt í vestri skín, við skulum hátta elskan mín. Kvæðamenn geta ef til vill linað kvalir fólks án nokkurra aukaverkana eða vanabindingar, það er talsvert verkjastillandi að hlýða á kveðskap um Odd sterka og alveg áreiðanlega er öflugur lækningamátt- ur falinn í því að lesa ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur. Vegsummerki Á miðjum veginum einsog bíll hafi stansað og einhver hafi hlaupið yfir skurðinn inn í skóginn einsog bíllinn hafi rokið afstað með rassaköstum skrensandi og skilið það eftir og nú liggur það hér í kyrrðinni sem lagðist yfir veginn skurðinn skóginn þegar bt'llinn varfarinn þetta rauða hjarta á miðjum veginum og slcer Úr ljóðabókinni Hvarsem ég verð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur. ingibjórg haraldsdóttir hvar sem ég verð Kápa Ijóðabókar Ingi- bjargar Haraldsdóttur, Hvar sem ég verð. Védís Skarphéðinsdóttir Læknablaðið 2003/89 241
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.