Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2003, Side 67

Læknablaðið - 15.03.2003, Side 67
UMR/EÐA & FRÉTTIR / SJÓNMÆLINGAR Læknisfræðilegs eðlis I lögum um sjóntækjafræðinga er kveðið svo á „að sjónfræðin sé læknisfræðilegs eðlis“ (3). Var það samdóma niðurstaða þeirra nefndarmanna sem sömdu frumvarp um sjóntækjafræðinga á árunum 1984-1985. Auðvitað er það svo í læknisfræði sem á öðrum sviðum að taka þarf tillit til óska viðskipta- vina. Parna gætti vissulega forræðishyggju, en að baki lágu sterkar læknisfræðilegar forsendur. Tölu- legur árangur af þessu fyrirkomulagi, til dæmis í glákuvörnum, er verulegur og kem ég að því síðar. Almenningur hefur kunnað þessu fyrirkomulagi vel, enda er það á allan hátt í hans þágu. Kröfur um breytingar eru ekki nema að afar litlu leyti frá al- menningi eða forsvarsmönnum almennings komnar. Augnmælingamenn (optometristar) og sjón- tækjafræðingar hafa sem heilbrigðisstétt víða réttindi til að stunda þá læknisfræðilegu aðgerð sem sjón- /sjónlagsmæling er. Sjóntækjafræðingar hérlendis líta bæði á sig sem heilbrigðisstétt, til að fá aðgang að læknisfræðilegri aðgerð eins og sjónlagsmælingum, og berjast fyrir því að fá sjónskoðun og sjónlagsmæl- ingu viðurkennda sem „ekki læknisfræðilega að- gerð“ (4). Það síðara er ekki síst til komið vegna við- skiptasjónarmiða. Rök Guðmundar Björnssonar Hér er við hæfi að vísa til bókar Guðmundar Björns- sonar prófessors, Brugðið upp augum, saga augn- lœkninga frá öndverðu til 1987 sem gefin var út að honum látnum árið 2001. Guðmundur segir til dæmis um lög um sjóntækjafræðinga: „... þar sem gler- augnafræðingar hafa enga læknisfræðilega menntun til að greina alvarlega einkennalausa sjúkdóma, sem valdið geta varanlegri sjónskerðingu eða blindu séu þeir ekki greindir í tæka tíð. Það er samdóma álit nefndarmanna að sjónfræðin sé læknisfræðilegs eðl- is, þannig að öðrum en læknum geti ekki verið falið að prófa sjón manna eða taka ákvörðum um styrk- leika sjóngleija“ (3). Rök nefndarinnar eru enn góð og gild. Tíðni gláku- blindu hérlendis er með því minnsta sem þekkist. Enginn þekkti glákuna betur en Guðmundur því hann skrifaði doktorsritgerð sína um gláku á íslandi (5). Frekari læknisfræðileg rök Rök um fátíðni blindu vegna sykursýki eru allgóð. Hérlendis er einnig af öðrum ástæðum, sumum ekki fullskýrðum, minna um vandamál tengdum langvar- andi sykursýki en annars staðar. Dregur það úr en hrekur ekki rök um fátíðni blindu vegna sykursýki. Fleira má telja, en þau rök geta vart orðið tölfræði- lega marktæk í okkar litla landi. Fróðlegt gæti reynst að athuga það engu að síður. Fjölmörg heilaæxli greinast árlega hérlendis. Sum þeirra þrýsta á sjóntaugar og valda sértæku sjónsviðs- tapi. Fólk með slíkt sjónsviðstap telur sig oftar en ekki þurfa betri gleraugu. Sama má segja um fjölda annarra sjúkdóma, þar með talda gláku. Sjónskerpa er yfirleitt góð og sjóntækjafræðingur mælir út fyrir nýjum og betri gleraugum. Fólk sér ekki betur, gler eru lagfærð, ný gler pöntuð. Oft er fólki ekki vísað til augnlæknis fyrr en í óefni er komið og varanlegur skaði mikill. Allar líkur eru á því, eins og afstaða sjóntækjafræðinga er, að mikill dráttur verði í tilvik- um sem þessum hérlendis. íslenskir augnlæknar hafa allir séð slík tilvik í námi sínu erlendis, oft sorgleg, þar sem fólk kemur með fullan poka af gleraugum sem það vill láta mæla upp og fara yfir. Orsök vandans er önnur og verri. Hafa ber í huga að oft er um tilvik að ræða sem erfitt er að greina og jafnvel augnlækni getur sést yfir við fyrstu komu. Það má um það deila hvort allir eigi að fara til augnlæknis til sjónmælingar á forsendum sem þessum því vissulega er meirihluti fólks heilbrigður. Einnig má um það deila hvort höfundi sé samboð- ið að færa ótölfræðilega staðfest rök til sönnunar máli sínu. í mínum huga er það yfir allan vafa hafið að þrátt fyrir vissa galla þá hefur „íslenska módelið“ mikla yfirburði yfir það sem annars staðar gerist. Fjölmargir þeirra sem til augnlækna koma telja sig þurfa gleraugu, þótt ástæðan sé önnur og þar með úrlausnin, til dæmis þurrkur í augum, vöðvabólgur og margt fleira. Að lokum ber þess að geta að þeir sem koma vegna gleraugna þurfa iðulega úrlausn á öðr- um vanda einnig. Tölulegar niðurstöður, hlutur Hjartaverndar Skipulögð leit að háþrýstingi í augum hófst á rann- sóknarstöð Hjartaverndar árið 1967 (6). í bók Guð- mundar Björnssonar segir: „Alls fundust 44 karlar af 2.134 manna hópi, eða um 2% af heildinni. Af þeim úrskurðaði augnlæknir að 24 væru með hægfara gláku og voru 7 þeirra komnir með sjúkdóminn á all- hátt stig. Þess skal getið að þeir höfðu engin einkenni frá augum.“ Og áfram: „Árið 1987 var gerð könnun á augnhag glákusjúklinga deOdarinnar (Göngudeild Augndeildar - aths. höf.). Þá voru í meðferð 809 ein- staklingar á deildinni... Þar af höfðu 120, eða 14,8% af heildinni, verið sendir þangað af Rannsóknarstöð Hjartaverndar." Guðmundur heldur áfram: „ ... um miðja20. öld- ina voru blindir af völdum gláku yfir 50% af öllum blindum (260 talsins 1950 (7)), ... í árslok 1979 var glákan komin í annað sæti tæplega 19% ... Meðal 1.572 sjúklinga á Sjónstöð Islands árið 1992 voru sjón- skertir af völdum gláku 7,3%.“ (8) Samkvæmt upp- lýsingum Guðmundar Viggóssonar yfirlæknis á Sjón- stöð íslands var þessi tala komin í 4,2% árið 2002. Guðmundur Bjömsson var brautryðjandi í fyrir- byggjandi læknisfræði. Hann myndi snúa sér við í Læknablaðið 2003/89 243
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.