Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2003, Page 69

Læknablaðið - 15.03.2003, Page 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SJÓNMÆLINGAR gröfinni við lestur útúrsnúninga sjóntækjafræðinga á tölum hans: „ ... Augnlæknar á fslandi hafa eignað sér árangur íslenska heilbrigðiskerfisins í heild sinni, á fækkun augnsjúkdóma sbr. gláku.“ (5) Gefa grein- arhöfundar í skyn að svo sé ekki. Síðan halda þeir áfram; „ ... nauðsynlegt er að benda á að fjöldi gláku- tilfella á forstigum hefur fundist við hópskoðanir hjá Hjartavernd." (5) Miðað við tölur Guðmundar frá 1987 hafði á þeim tíma 14,8% sjúklinga Augndeildar verið vísað þangað frá Hjartavernd. Augndeildin hafði þá og hefur reyndar enn aðeins hluta gláku- sjúklinga, líklega 2/5 af heildinni. Fjöldi glákusjúk- linga sem vísað var frá Hjartavernd hefur því líklega verið um 5-6% af heildarfjölda á þessum tíma. Með mikilli virðingu fyrir Hjartavernd þá voru þessi 5-6% samstarfi Guðmundar Björnssonar við Hjartavernd að þakka, hin 94% höfðu hann og aðrir augnlæknar uppgötvað við augnskoðanir landsmanna, þar með talið á augnlækningaferðum en þær ferðir setja aðgerðir sjóntækjafræðinga í uppnám og geta skaðað verulega. A þessu síðasta atriði er vert að vekja alveg sér- staka athygli. Kjartan Kristjánsson sjóntækjafræð- ingur segir í viðtali í Fréttablaðinu: „Það er ómaklegt af augnlæknum að þakka sjálfum sér góðan árangur af greiningu gláku á byrjunarstigi. Hjartavernd á þar stóran þátt“ (9). Málflutningur sjóntækjafræðinga er allur í þessum dúr. Hinar og þessar rangfærslur, hitt og þetta er gefið í skyn. Það sanna er, að samstarf Guðmundar Björnssonar og Hjartaverndar leiddi til þess að um 5-6% glákusjúklinga hérlendis árið 1987 höfðu uppgötvast við skimunarrannsóknir Hjarta- verndar. Þetta eru mikilvægar tölulegar upplýsingar. Ekki er hægt að nýta þær til að gera lítið úr forvarn- arstarfi augnlækninga, þvert á móti. The Reykjavík Eye Study, sem prófessor Friðbert Jónasson er í for- svari fyrir, staðfestir sýn Guðmundar Björnssonar. í Reykjavíkurrannsókninni reyndust aðeins 5-10% þeirra sem höfðu gláku vera með ógreindan sjúkdóm (10). í sambærilegri skimunarrannsókn frá Mið-Noregi sem Ringvald gerði um 1990 reyndist hlutfall ógreindra glákusjúklinga vera 50-60% (11) og í annarri sam- bærilegri rannsókn sem gerð var í Nottingham í Bret- landi reyndist hlutfall ógreindrar gláku einnig vera 50-60% (12). Við íslendingar búum við gott og skilvirkt læknis- fræðilegt fýrirkomulag þar sem skilið er milli læknis- fræði og viðskipta. Læknisfræðileg rök Guðmundar Björnssonar og samnefndarmanna hans frá 1984- 1985 um að sjónfræðin sé læknisfræðilegs eðlis eru enn í góðu gildi. Þau er það veigamikil og árangur fyrirbyggjandi augnlækninga það mikill að þáverandi landlæknir Ólafur Ólafsson og þáverandi heilbrigðis- ráðherra Ingibjörg Pálmadóttir féllust á þau ísíðustu sóknarlotu sjóntækjafræðinga á árunum 1998-1999. Viðskiptaleg rök Viðskiptaleg rök eru ekki síður mikilvæg, einkum þau sem snúa að því að skilja að hagsmuni í viðskipt- um. Augnlæknar áttu áður og ráku gleraugnaverslan- ir. Hófst það sem þjónusta fyrir daga sjóntækjafræð- inga. Síðasta gleraugnaverslunin í eigu augnlæknis, Helga Skúlasonar á Akureyri, var seld um 1975. Á þeim tíma var því haldið fram að það samrýmdist ekki góðum viðskiptaháttum að ávísa viðskiptum á sjálfan sig. Sömu rök, sem eru góð og gild, voru einn- ig notuð þegar lyfsala var tekin úr höndum lækna, jafnvel í héruðum þar sem rekstur sjálfstæðra lyfja- verslana var óhagkvæmur. Þá þótti ekki tilhlýðilegt að augnlæknar ávísuðu viðskiptum á sjálfa sig, en nú þykir tilhlýðilegt að sjóntækjafræðingar sitji beggja vegna borðs, mæli fyrir og ráðleggi gleraugu og vísi viðskiptum á sjálfa sig. Þess ber sérstaklega að geta í þessu samhengi, að þó fólk telji sig þurfa gleraugu, þá er iðulega ekki svo. Sjóntækjafræðingar hafa hvorki þekkingu til að meta hvort svo sé, né hafa þeir hag af því. Mælir það einnig mjög gegn sjónlagsmælingum þeirra og gleraugnaávísunum. Er afstaða augnlækna réttlát? Eins og fram hefur komið eru það stjórnvöld, ekki augnlæknar, sem ákveðið hafa núverandi fyrirkomu- lag. Augnlæknar hafa komið að málum vegna sér- þekkingar sinnar, þegar þeir hafa verið spurðir ráða eða í nauðvörn eins og nú, og ætíð reynt af bestu getu að útiloka eigin hagsmuni. Auðvitað blandast þetta hagsmunum, augnlæknar hafa framfæri sitt af augn- lækningum. En það er ekki óvissa um eigin afkomu sem ræður afstöðu undirritaðs. Ég hef oft íhugað þetta mál, út frá sjúklingum mínum, vandamálum þeirra og úrlausnum þeirra vandamála og niðurstað- an hefur alltaf verið sú sama. Þó segja megi að órétt- látt sé að menn fái ekki erlend réttindi viðurkennd hérlendis, þá hefur fyrirkomulag í sjónmælingum hérlendis verið öllum kunnugt. Það hafa allir sem far- ið hafa í nám í sjóntækjafræði vitað um það fyrir- komulag sem hér er við lýði. Það er ekki eins og það komi neinum á óvart. Hvað ef sjóntækjafræðingar fá réttindi sín viðurkennd? Við það myndi margt breytast. Skilvirkni augnlækn- inga má undir engum kringumstæðum minnka en til þess að afstýra því verður að gera augnlæknum kleift að keppa við sjóntækjafræðinga á þeirra eigin for- sendum, samkeppnis- og viðskiptaforsendum. Það verður að rýmka reglur um auglýsingar á starfsemi augnlækna. Hefð er fyrir því að augnlæknar reki hér gleraugnaverslanir. Þeim rekstri var hætt, meðal ann- ars á viðskiptalegum forsendum. Nú þegar virðist Læknablaðið 2003/89 245
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.