Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2003, Page 83

Læknablaðið - 15.03.2003, Page 83
UMRÆÐA & FRÉTTIR / H E I L B R I G Ð I S M Á L Á KOSNINGAVETRI Heilbrigðismál á kosningavetri Stjórnvaldsákvarðanir virðast mjög erfiðar Rætt við Þorvald Ingvarsson lækningaforstjóra Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í SÍðustu tveimur tölublöðum hefur Læknablaðið rætt við lækna um heilbrigðismál í ljósi þess að nú er kosningavetur. Blaðið vill kalla eftir viðhorfum lækna til þessa málaflokks sem eflaust verður til umræðu í kosningabaráttunni. Að þessu sinni hittum við að máli Þorvald Ingvarsson sem auk þess að vera lækn- ingaforstjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA) er sjálfur virkur í pólitík. Hann skipar sjötta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í hinu nýja Norð- austurkjördæmi og gæti því verið orðinn varaþing- maður eftir kosningamar 10. maí. Málefni sjúkrahúsanna eru stöðugt til umræðu enda starfsemi þeirra umfangsmikil. Nokkur styrr hefur staðið um skipulag ferliverka sem sérfræði- læknar á Landspítalanum vinna en slíkar deilur eru að heita má óþekktar á Akureyri. Hver er galdurinn? „Jú, það er rétt, þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur. Ástæðan er kannski einkum sú að við lítum á ferliverkin sem órjúfanlegan þátt af starfsemi spítal- ans sem mjög erfitt væri að flytja út í bæ. Slíkt myndi hafa í för með sér mikið óhagræði bæði fyrir sjúk- linga og lækna. Um það leyti sem ég kom til starfa sem lækningaforstjóri árið 1998 gerðum við samning um ferliverkin þar sem réttindi og skyldur lækna voru skýrðar og tímaskil reiknuð út fyrir allt sem gert er. Samkvæmt þessu samkomulagi geta sérfræði- læknar ráðið því hvort þeir eru helgir og vinna ferli- verkin í starfi sínu á spítalanum eða gera ferliverka- samning með tímaskilum. Með þessum samningi hreinsaðist andrúmsloftið og það náðist sátt um út- færslu hans. Ríkisendurskoðun fór yfir þennan samn- ing og samþykkti hann svo þarna er allt uppi á borð- inu. Það sem helst hefur háð okkur er að það hefur skort á fjármagn frá ríkinu til þess að kosta þennan samning en frá og með síðustu fjárlögum er það komið í lag.“ - Þetta er þá í raun einkarekstur lækna inni á spít- alanum. „Þetta er blanda af einkarekstri og opinberum rekstri. Þeir gera samning og fá greitt eins og læknar úti í bæ. Við tökum aðstöðugjald af þeim og veitum þeim ritaraþjónustu sem þýðir að allar upplýsingar um sjúklinginn eru á einum stað sem skiptir öllu máli fyrir hann. Við veitum þeim ákveðna lágmarksþjón- ustu en yfirbyggingin er ekki mikil. Á þennan hátt eru unnin ferliverk sem nema um 700.000 einingum sem jafngilda um 10.000 komum til sérfræðilækna. Það er einn hjúkrunarfræðingur eymamerktur þessu verkefni, það er öll yfirbyggingin.“ Vandamál í öllu kerfinu - í umræðum um ferliverkin er oft rætt um að það valdi erfiðleikum þegar læknirinn einn sé verktaki en allir aðrir sem koma nálægt verkunum séu á launum hjá sjúkrahúsinu. Hvernig hafið þið leyst þetta mál? „Þetta er og verður alltaf vandamál. Reyndar snertir þetta ekki móttökuna en á skurðstofum eða þegar sjúklingar eru speglaðir getur það valdið vanda að einn úr hópnum sé á afkastahvetjandi kerfi en hinir ekki. Menn hafa velt þessu töluvert fyrir sér en ekki fundið neina leið út úr þessu. Læknir sem rekur eigin stofu ræður sér starfsfólk sjálfur og getur borg- að því hærri laun en á spítalanum. Inni á spítalanum ræður hann ekki hversu marga starfsmenn hann hef- ur sér til aðstoðar. Hjúkrunarfræðingarnir ákveða það sjálfir út frá sínum stöðlum. Þess vegna erum við ekki samkeppnishæfir við stofur út í bæ en við lítum á það sem hag okkar að hafa ferliverk á skurðstofum spítalans, það nýtir bæði aðstöðu og starfsfólk betur og gerir starfið fjölbreyttara. Hins vegar má spyrja sig þeirrar spurningar af hverju þarf tvo starfsmenn eða fleiri til að vinna verk inni á spítalanum en einungis einn utan hans? Merkilegt nokk hefur verið sæmileg sátt um þessi verk eftir að ferliverkasamningurinn var gerður og fá vandamál komið upp. En ef þau koma upp gætum við orðið að breyta til og bjóða alla þjónustuna út.“ - Er þetta ekki gott fordæmi fyrir Landspítalann? „Eg get ekki séð hvernig hægt er að reka öflugt háskólasjúkrahús með þessa þjónustu út um allt. Ég vil ekki segja þeim hvað þeir eiga að gera en ég ímynda mér að þeirra vandamál sé meðal annars fólgið í því að læknar á Landspítala hafa ekki mögu- leika á að stjóma sinni eigin ferliverkastarfsemi. Þegar stofnuð er göngudeild þarf það að vera á hreinu hver ber ábyrgð á rekstri hennar. Hver tekur ákvörðun um það hvenær læknir þarf aðstoð hjúkrunarfræðings? Ef skortur er á hjúkrunarfræðingum, takmarkar það þá aðgengi sjúklinga að lækninum? Ef sjúklingurinn er að koma til viðtals við lækni, af hveiju þarf þá hjúkrunarfræðing til þess að vísa honum inn? Það er örugglega hægt að leysa þetta á betri hátt og nýta starfskrafta hjúkrunarfræðinga á betri og sérhæfðari hátt. Með þessu er ég ekki að segja að þetta séu einu atriðin sem skipta máli, að sjálfsögðu hafa önnur atriði, svo sem aðstaða og launakjör, hér mikið vægi. Ég held þó að það sé þetta skipulag sem veldur því að læknar vilja flytja verkin út af spítalanum. Á stof- um sínum ráða þeir hvaða starfsfólk þeir hafa þegar Þorvaldur Ingvarsson lœkningaforstjóri FSA. Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2003/89 259
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.