Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2003, Page 87

Læknablaðið - 15.03.2003, Page 87
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MÁLFAR OG PÓLITÍK Um merkingu orða „Litlu verður Vöggur feginn“ var sagt á sinni tíð. Þakka skyldi maður, þegar pólitísk ummæli fá að minnsta kosti inni í íðorðapistli Læknablaðsins. Ólaf- ur Öm Amarsson, fyrrum yfirlæknir, gerir athuga- semdir við notkun undirritaðs á orðunum einka- rekstur og einkavæðing í síðasta tölublaði Lækna- blaðsins. í blaðinu segir: „Ólafur Öm Arnarson, fyrrverandi yfirlæknir á LSH, sendi tölvupóst og bað urn umfjöllun um orðið einkavæðing. Hann sagðist telja að þetta orð væri „misnotað“ í umræðu um heil- brigðismál og vísaði þar sérstaklega til stjórnmála- manna. Tilefnið í þetta sinn var þó útvarpsfréttavið- tal við formann LÍ. Umlþað segir Ólafur: Þar kom fram sú skilgreining að \inkavœðing í heilbrigðis- þjónustu þýddi að sjúklingar misstu réttindi sín í tryggingakerfinu og yrðu að borga lœknum fullt verð fyrir þeirra þjónustu. Ólafur heldur áfram og kveður fast að orði: Þetta er alröng notkun á þessu orði og er skaðleg að mínu mati. “ Eg veit að við Ólafur Öm höfum verið um margt sammála í þessum efnum í gegnum tíðina. Eg vil því síst af öllum gera honum upp skoðanir og því síður verja ummæli mín á grundvelli meints misskilnings, eins og alsiða er nú um stundir. Við höfum báðir ver- ið talsmenn einkareksturs innan heilbrigðisþjónust- unnar og bent á kosti þess að læknar hefðu viðunandi olnbogarými við lækningar. Eg get alveg tekið undir það með Ólafi Emi að stjórnmálamenn hafa oft notað orðið einkarekstur í tengslum við heilbrigðisþjónustu með viljandi óná- kvæmni. Hafa tengt það því, þegar skjólstæðingar velferðarkerfisins missa tryggingarétt sinn og em komnir á einhvers konar vergang milli heilbrigðis- starfsmanna, sem falbjóða þjónustu sína á markaði. Ég gæti trúað að ummæli mín hafi tengst einhverri slíkri uppákomu og einkavæðing verið nefnd í því samhengi. Mér þykir hins vegar ólíklegt að orð mín hafi fallið á þann veg, að tryggingarétturinn félli skil- yrðislaust niður með einkavæðingu í heilbrigðiskerf- inu. Það gerir hann að sjálfsögðu ekki nema með bein- um ráðstöfunum til þess, svo sem með lagafyrirmæl- um. Við það er hverfandi stuðningur eins og síðar verður vikið að. Það, sem mestu skiptir, er að stuðla að markvissri umræðu að þessu leyti, menn komi sér saman um einfaldar og auðskildar skilgreiningar hug- taka, þannig að orkan fari ekki sífellt í gagnslaus átök um tautologiu, sem engu skilar. Við verðum að hjálpa stjórnmálamönnum upp úr fari glundroðans í umræð- unni og inn á hagnýtt spor. Það gerum við meðal ann- ars með því að koma okkur saman um skilgreiningar hugtaka og standa fast við þær, þrátt fyrir hugsanlegan skoðanaágreining að öðru leyti. Hugleiðingar Jóhanns Heiðars Jóhannssonar um merkingu þessara orða með tilliti til orðabókarskil- greininga eru bæði gagnlegar og skemmtilegar og færa okkur nær viðfangsefninu. Þær ljúka því hins vegar ekki; þar verður að koma til samálit eða með öðrum orðum sátt. Það er mín skoðun, að aðferðir okkar til að veita heilbrigðisþjónustu séu í megin- dráttum þrenns konar. Grunneiningarnar eru sjúk- lingurinn sem þarfnast þjónustu, ríkið sem bæði kaup- ir og veitir þjónustu, heilbrigðisstarfsmenn sem veita þjónustu og fyrirtæki sem kaupa og veita þjónustu. Köllum þetta kerfi X, Y og Z til einföldunar. Kerfi X: Þegnarnir eiga rétt á heilbrigðisþjónustu frá ríkinu. Til þess að veita hana hefur ríkið heilbrigð- isstarfsmenn í þjónustu sinni á heilsugæslustöðvum eða heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum. Starfs- menn þessir eru yfirleitt launþegar, sem hafa faglega en enga rekstrarlega ábyrgð. Kerfi Y: Þegnarnir eiga rétt á þjónustu frá ríkinu. Til þess að veita þá þjónustu kaupir ríkið hana af heil- brigðisstarfsmönnum eða fyrirtækjum sem bera bæði faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfsemi sinni. Kerfi Z: Þegnarnir eiga ekki rétt á þjónustu frá rík- inu. Þeir geta keypt sér heilbrigðisþjónustu hjá heil- brigðisstarfsmönnum eða fyrirtækjum þeirra fyrir eig- ið fé eða annarra svo sem tryggingafélaga. Jafnvel má hugsa sér að þeir kaupi heilbrigðisþjónustu af ríkinu. Við þekkjum þetta alltof vel til þess að það vefjist fyrir okkur. En það vill nú samt gera það fýrir al- menningi að minnsta kosti og menn nýta sér það, þegar svo ber undir. Fyrir mér er kerfi X ríkisrekstur, kerfi Y býður upp á einkareknar lausnir fyrir ríkið, en kerfi Z er einkavætt heilbrigðiskerfi til beggja enda. Er þá átt við, að heilbrigðisþjónusta sé fjár- mögnuð og veitt án atbeina eða íhlutunar ríkissjóðs. Þetta getur verið að takmörkuðu eða öllu leyti. Hér á landi er einkavætt kerfi í mjög takmörkuðum mæli svo sem vegna fegrunaraðgerða. Hugmyndir um að einkavæða almenna sjúkraþjónustu hafa átt litlu fylgi að fagna, þó vafalítið sé ákveðinn en takmarkaður markaður fyrir slíka þjónustu. Koma þar meðal ann- ars til álita hver áhrif slíkar ráðstafanir myndu hafa á jafnaðarsjónarmið við veitingu þjónustu, sem býr við takmörkuð úrræði. Engum hefur þó dottið í hug, að einstaklingarnir myndu tapa áunnum, skilgreindum tryggingarétti sínum við kaup á einkavæddri heil- brigðisþjónustu. Það má vel vera að minn skilningur á notkun þess- ara orða sé óheppilegur og önnur orð betur til þess fallin að koma merkingunni til skila. Ég mun taka vel öllum ábendingum um slíkt og sérstaklega, ef ég tel, að þau orð séu líkleg til að skjóta rótum í hugsun og tjáningu. Ég vil hvetja til frekari umræðu um þessi málefni. Það auðveldar og einfaldar eftirleikinn. Um leið vil ég þakka Ólafi Erni fyrir að hefja umræðuna í Læknablaðinu. Sigurbjörn Sveinsson Læknablaðið 2003/89 263
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.