Læknablaðið - 15.01.2004, Síða 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / PÓLITÍK OG HEILBRIGÐI
við sjúklinga eða starfsmenn spítalans. En hver er þá
tilgangurinn með því að samþykkja þessi fjárlög? Var
það gert til þess að geta leikið jólasvein síðar meir
eins og ávallt hefur gerst þegar spítalinn bregst við
þverrandi fjárframlögum? Ætlar Jón Kristjánsson
(eða hver sem kann að verða heilbrigðisráðherra
næsta haust) að slá sig til riddara með því að bjarga
tæknifrjóvguninni fyrir horn í þriðja eða fjórða sinn?
Ég held að þessi ákvörðun sé sama marki brennd
og stór hluti afskipta stjórnmálamanna af heilbrigðis-
málum undanfarin ár. Menn gefast upp fyrir því að
setja sig inn í málin, stinga hausnum í sandinn og
vona að allt reddist einhvern veginn, að einhver ann-
ar taki þennan beiska kaleik frá þeim. Fyrir því er
raunar alllöng hefð hér á landi.
í viðtali sem ég átti við Þorvald Ingvarsson lækn-
ingaforstjóra á Akureyri hér í blaðinu í vor sagði
hann sögu af Gulu skýrslunni sem svo var nefnd en
hún var afrakstur nefndarstarfs undir forystu Guð-
jóns Magnússonar þáverandi aðstoðarlandlæknis og
fjallaði um framtíðarskipan sjúkrahúsa á lands-
byggðinni. Þegar skýrslan birtist einhvern tíma á ní-
unda áratugnum vöktu tillögur nefndarinnar athygli
því þær fólu í sér verulegar tilfærslur á heilbrigðis-
þjónustu, það átli að loka skurðstofum hér, hætta að
taka á móti börnum þar og svo framvegis. Stjórn-
málamenn þess tíma jesúsuðu sig og fleygðu skýrsl-
unni út í horn. Þetta skyldi aldrei verða.
En hver er svo staðan nú, um það bil fimmtán ár-
um síðar? Jú, það er búið að framkvæma flest það
sem skýrslan vonda lagði til. Það hafa bara ekki verið
teknar neinar pólitískar ákvarðanir um breytingarn-
ar. Ákvarðanirnar hafa oftast verið í höndum lækna
og stjórnenda spítalanna en hlotið formlega blessun
stjórnvalda eftir á.
Er ekki það sama uppi á teningnum núna? Eru
stjórnmálamenn ekki einfaldlega að varpa ábyrgð-
inni á niðurskurðinum yfir á annarra herðar, lækna,
stjórnenda og annarra starfsmanna spítalans? Svari
nú hver fyrir sig.
Standa vörð um hvað?
Á landsfundi Samfylkingarinnar í haust varpaði for-
maður flokksins, Össur Skarphéðinsson, því fram að
tími væri kominn til að flokkurinn mótaði sér nýja
stefnu í heilbrigðismálum. Greinilegt var að hann
vildi rífa flokkinn upp úr þeim skotgröfum sem hann
hefur setið fastur í frá því Sighvatur Björgvinsson
varð að hopa með hugmyndir sínar um tilvísanakerf-
ið. Meðal þess sem Össur nefndi í ræðu sinni var að
einkarekstur gæti átt rétt á sér í heilbrigðiskerfinu,
svo fremi ríkið væri ávallt kaupandi þjónustunnar.
Það þyrfti hins vegar ekki endilega að vera seljandi
hennar í öllum tilvikum.
Þetta kom mörgum á óvart, jafnvel í Samfylking-
unni. Það var líka fróðlegt en ekki að sama skapi
Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Læknablaðið ákvað að reyna að komast að því hvert umfang einkarekstr-
arins í íslenska heilbrigðiskerfinu er en rak sig fljótlega á að um það liggja
ekki fyrir neinar aðgengilegar upplýsingar. í staðtölum Tryggingastofnunar
ríkisins fundum við töflu yfir útgjaldaflokka sjúkratrygginga og tókum úr
henni þá þætti þar sem einkarekstur kemur mikið við sögu.
Útgjaldaflokkar sjúkratrygginga 2002 í niilljónum króna
Lyfjakaup 5.441
Sérfræðilæknar 2.435
Hjálpartæki 1.108
Tannlæknar 981
Sjúkra-, iðju- og talþjálfun 968
Almenn læknishjálp 306
Sjúkraflutningar innanlands 156
Þetta gerir um það bil 11,3 milljarða króna sem samsvara tæplega tveimur
þriðju hlutum allra útgjalda sjúkratrygginga árið 2002 (17,9 milljarðar).
Þetta hlutfall hefur heldur hækkað frá árinu 1991 þegar það var rúmlega 6
milljarðar af 10,6 milljarða heildarútgjöldum sjúkratrygginga. Heildarút-
gjöld ríkisins til heilbrigðismála voru hins vegar 65 milljarðar króna árið
2002.
Einkarekstur heilbrigðisstarfsfólks
Sérfræðilæknar með stofurekstur (2002: 346 læknar, 468 þúsund komur,
18,6 milljónir eininga)
Heilsugæsla (svo sem í Lágmúla og væntanleg stöð í Salahverfi)
Læknavaktin (44.000 móttökur og 7000 vitjanir á ári; nettókostnaður
210 milljónir króna)
Heimilislæknar utan heilsugæslustöðva (11 talsins, ný starfsleyfi ekki
veitt í 15 ár)
Sjúkra-, iðju- og talþjálfarar
Tannlæknar og -smiðir
Hjúkrun (svo sem í Liðsinni og Karítas)
Einkarekstur fyrirtækja
Hjúkrunarheimili og heimili aldraðra (Sóltún, Grund o.fl.)
Seljendur og framleiðendur lyfja, lækninga- og hjálpartækja
Ræsting (Securitas)
Ýmiss konar tölvu- og tækniþjónusta
Rekstur fclagasamtaka
Krabbameinsfélagið (Krabbameinsskrá, leitarstöð)
NLFI í Hveragerði
Sjálfsbjargarhúsið
Reykjalundur
SÁÁ
Rauði krossinn (sjúkraflutningar, sjúkrahótel ofl.)
Hrafnista
Sjúkraflug
Þessi listi er engan veginn tæmandi því eflaust hefur okkur sést yfir ýmis-
legt sem fellur undir skilgreininguna einkarekstur í heilbrigðiskerfinu.
Hins vegar sýnir þetta glögglega að sá rekstur er ekki svo lítill að vöxtum
og hann hefur aukist hröðum skrefum undanfarin ár.
Læknablaðið 2004/90 51