Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR / OFVIRKNIRÖSKUN
Orsakir ofvirkniröskunar
- yfirlitsgrein
Margrét
Valdimarsdóttir
LÆKNIR
Agnes Huld
Hrafnsdóttir
SÁLFRÆÐINGUR
Páll Magnússon
SÁLFRÆÐINGUR
Ólafur Ó.
Guðmundsson
BARNA- OG
UNGLINGAGEÐLÆKNIR
Barna- og unglingageðdeild,
Landspítala.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Margrét Valdimarsdóttir,
Barna- og unglingageðdeild
Landspítala.
margval@lsh.is
Lykilorð: ofvirkniröskun, of-
virkni, athyglisbrestur, orsakir.
Ágrip
Ofvirkniröskun eða athyglisbrestur með of-
virkni kemur fram á barnsaldri og hefur algengi
verið metið um 7%. Heilkennið einkennist af
einbeitingarerfiðleikum, hreyfiofvirkni og hvat-
vísi. Einkennin geta haldist fram á fullorðinsár og
er algengi hjá fullorðnum talið um 4,5%. Orsakir
ofvirkniröskunar eru margþættar en áætlað er að
erfðir skýri heilkennið í 70-95% tilfella. Erfða-
fræðilegur breytileiki í ýmsum boðefnakerfum í
heila er talinn hafa mikla þýðingu og hefur dópa-
mínerga kerfið mest verið rannsakað. Þar hafa
erfðarannsóknir sýnt fylgni ofvirkniröskunar við
erfðabreytileika í genunum DR4, DR5 og DAT-1.
Hlutverk annarra boðefnakerfa í ofvirkniröskun
eru óljósari, svo sem hlutverk noradrenalíns og
serótóníns. Vísbendingar eru um að reykingar,
áfengisneysla á meðgöngu, lág fæðingarþyngd og
fæðingaráverkar eigi hlut að máli varðandi orsakir
ofvirkniröskunar en frekari rannsókna er þörf.
Fleiri þættir hafa verið nefndir til sögunnar, svo
sem blýeitrun og heilaskaði. Eins og þekkingin
stendur í dag eru erfðir sá orsakaþáttur sem hefur
mest vægi. I greininni er farið yfir stöðu rannsókna
á orsökum ofvirkniröskunar.
Inngangur
Ofvirkniröskun eða athyglisbrestur með ofvirkni
er klínískt heilkenni á sviði hreyfiofvirkni, hvatvísi
og athyglisbrests þar sem einkenni eru í ósamræmi
við aldur og þroska (1). Einkennin eru komin fram
við 6-7 ára aldur og þurfa að koma fram í fleiri
en einum aðstæðum, til dæmis bæði á heimili og
í skóla (2). Ofvirkniröskun er algeng hjá börnurn,
niðurstöður erlendrar rannsóknar þar sem teknar
voru saman 97 rannsóknir á tíðni athyglisbrests
með ofvirkni sýndu algengi um 7% samkvæmt
DSM-IV greiningarkerfinu (3). íslensk athugun
fann aðeins lægra hlutfall meðal íslenskra skóla-
barna (4). Niðurstöður rannsókna eru nokkuð
breytilegar vegna mismunandi þýðis, rannsókn-
araðferða og hvort farið er eftir greiningarkerfinu
ICD-10 eða DSM-IV. Þannig hefur algengi verið
metið allt frá 1,5 til 17,8% (7, 8). Algengi er hærra
hjá drengjum og greinast um það bil þrír dreng-
ir á móti hverri stúlku með ofvirkniröskun (5).
Einkenni minnka gjarnan með aldri en talið er að
allt frá 22-85% unglinga sem höfðu ofvirkniröskun
ENGLISH SUMMARY
Valdimarsdóttir M, Hrafnsdóttir AH, Magnússon P,
Guðmundsson ÓÓ
Etiology of ADHD / hyperkinetic disorder
- a review
Læknablaðið 2005; 91: 409-14
Hyperkinetic disorder or Attention Deficit Hyperactivity
Disorder (ADHD) is a developmental syndrome that
affects approximately 7% of children and can sustain
into adulthood. In this review current research on the
etiology of the syndrome is reviewed.
Key words: ADHD, attention deficit-hyperactivity disorder,
hyperkinetic disorder, etiology.
Correspondence: Margrét Valdimarsdóttir, margval@lsh.is
á barnsaldri uppfylli áfram greiningarskilmerki
(6, 7). Algengi ofvirkniröskunar er talið vera
um 4,5% meðal fullorðinna (9). Ofvirkniröskun
getur haft margbreytileg einkenni. Flest bendir
til fjölgena orsakar sem gæti valdið röskun á fleiri
boðefnakerfum samtímis, en það gæti meðal ann-
ars skýrt að í sumum tilfellum er þörf á fjöllyfja-
meðferð til að meðhöndla einkenni heilkennisins
(10). Fylgiraskanir ofvirkniröskunar eru til dæmis
hegðunarröskun, mótþróaþrjóskuröskun, kvíða-
raskanir, kækjaraskanir (11), þunglyndi og sér-
tækar þroskaraskanir eins og námserfiðleikar (12).
Algengi fylgiraskana er frá 20% fyrir námsraskan-
ir til 35% fyrir hegðunarraskanir (1). Sterk tengsl
fylgiraskana við ofvirkniröskun styðja einnig þá
tilgátu að um fjölgena orsök sé að ræða (3, 13).
Meðferð ofvirkniröskunar er margþætt og verður
hér ekki farið sérstaklega í meðferð einkenna. Þó
hafa áhrif lyfjameðferðar eins og til dæmis metýlf-
enidats á ofvirknieinkenni gefið vísbendingar um
hvaða boðefnakerfi í heila eigi hlut að máli varð-
andi meingerð. Hér verður tæpt á ýmsum orsaka-
þáttum sem nefndir hafa til sögunnar varðandi
ofvirkniröskun samkvæmt erlendum rannsóknum,
en síðar verða birtar niðurstöður úr lýsandi rann-
sókn um ofvirkniröskun á íslandi.
Erfðir. Margt bendir til þess að erfðir séu aðal-
orsakaþáttur ofvirkniröskunar og skýra þær
70-95% tilfella samkvæmt rannsóknum (10, 14).
Læknablaðið 2005/91 409