Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 24
FRÆÐIGREINAR / Ll FFÆRAG JAFI R Mynd 3. Fjöldi látinna líffœragjafa, fjöldi líffœra- ígrœðslna og fjöldi sjúk- linga á biðlista eftir líffœr- um samkvœmt opinberum tölum frá United Network for Organ Sltaring í Bandaríkjunum (www. unos.org) til vinstri og Scandiatransplant (www. scandia-transplant.org) til hœgri. Fjöldi lifandi líf- fœragjafa í Skandínavlu er einnig sýndur. Upplýsingar fengnar frá samtökunum og birtar með þeirra vit- und. Fjöldi 100.000 80.000 60.000 - 40.000 - 20.000 0 Unos Biðlisti eftir líffærum í lok árs Igrædd líffæri a__A—A--A A ▲ A A A------A A Látnir líffæragjafar ■—■—■—■—■—■—■—■—■—■—■ 1992 93 94 95 96 97 98 99 2000 01 02 Ár Fjöldi 2000 1800- 1600 1400- 1200 1000- 800- 600- 400 200- 0- Scandiatransplant Biðlisti eftir líffærum í lok árs . • ..*• •—•—• Fjöldi sem fékk ígrædd llffæri frá látnum a—a—▲ Látnir líffæragjafar 3=1 *—*—*■—-*—*—*—*—*—*- Lifandi líffæragjafar 1992 93 94 95 96 97 98 99 2000 01 02 Ár Greining líffœragjafa í Bandaríkjunum hefur fjöldi líffæragjafa staðið nánast í stað en einstaklingum á biðlistum fjölgað hratt. Vegna skorts á líffærum hefur þar verið lögð æ meiri áhersla á að greina alla hugsanlega líffæra- gjafa (11). Ástandið í Skandínavíu er ekki eins al- varlegt (mynd 3). Þeir sem hugsanlega hefðu getað orðið líffæragjafar en voru ekki úrskurðaðir látnir samkvæmt heiladauðaskilmerkjum á gjörgæsludeild í Fossvogi voru aðallega mikið slasaðir einstakling- ar sem létusl skömmu eftir komu á gjörgæslu. Þeir eru þó fáir og fækkar eftir því sem líður á tímabilið sem bendir til að reynsla starfsfólks hafi aukist með tímanum. Hlutfall þeirra sem greindir voru heila- dánir af sjúklingum sem létust á gjörgæslu er svipað og í öðrum könnunum (12). Neitun aðstandenda Aðstandendur höfnuðu þátttöku í líffæragjöf í 40% tilvika þar sem leyfis var leitað og virtist sú afstaða verða tíðari þegar á leið tímabilið (mynd 2). Á heimsvísu má búast við höfnun í 20-60% tilvika eftir löndum (13). í Bandaríkjunum hefur hlutfall höfnunar verið 46% (11) en á Spáni þar sem sér- stakt átak hefur verið gert til að fjölga líffæragjöfum einungis 23% (13). Bent hefur verið á að yfirleitt gætir ósamræmis milli almennrar afstöðu í samfélaginu, þar sem mik- ill meirihluti er jafnan fylgjandi líffæragjöfum, 80- 90%, en einungis fæst samþykki hjá 40-50% þegar leitað er eftir því (14,15). Svipað mynstur virðist hér á landi þar sem í óformlegri vefkönnun Fréttablaðsins í febrúar síð- astliðnum sögðust 78% þátttakenda vera hlynntir því að líffæri þeirra nýttust öðrum að þeim látnum (16) en 40% aðstandenda höfnuðu þátttöku í líffæra- gjöf eins og fyrr segir. Ekki koma frarn í sjúkraskrám skýringar á því af hverju aðstandendur höfnuðu líffæragjöf enda hefur heilbrigðisstarfsfólk engin leyfi að spyrjast fyrir um slíkt. I erlendum rannsóknum (14) hefur verið bent á nokkra þætti sem kunna að hafa áhrif á afstöðu ættingja: 1. Skilningur á því að hvað er að vera „heiladá- inn“ er ekki til staðar. Annaðhvort eru út- skýringar heilbrigðisstarfsfólks ekki nægilega skýrar eða aðstandendur skilja þær ekki til fulls vegna tilfinningalegs uppnáms við skyndi- legt fráfall náins ættingja. Venjuleg skilmerki fyrir dauða eru enda ekki til staðar þegar öndun og blóðrás er viðhaldið með vélum (17). 2. Trú og menningarlegur bakgrunnur eru talin geta haft áhrif á afstöðu ættingja. Þess má þó geta að öll stærstu trúfélög heims líta líffæra- gjöf og líffæraígræðslur jákvæðum augum og líffæraígræðslur eru stundaðar um heim allan. Einnig er talið að menntun og fræðsla um líf- færaígræðslur hafi mikilvæg áhrif á afstöðu hvers og eins og samfélagsins í heild (5,13,17, 18). 3. Hvenær leitað er leyfis. Lögð er áhersla á að fara ekki fram á líffæragjöf samtímis því sem fregnir um andlát eru fluttar fjölskyld- unni, heldur láta tíma líða á milli (17). Hins vegar velta aðstandendur stundum sjálfir upp spurningum um líffæragjöf, jafnvel áður en andlát hefur verið formlega tilkynnt, og þá er venja að svara af fullri hreinskilni. 4. Framkoma þess sem leitar leyfis. Það hefur sýnt sig að ættingjar samþykkja frekar líf- færagjöf ef sá sem ber upp spurninguna hefur reynslu af slíkum samtölum. Aðstæður eru alltaf erfiðar við sviplegt fráfall, bæði fyrir ættingja og starfsfólk. Spurning um líffæragjöf eykur enn álagið á alla aðila. Mikilvægt er að sá sem leiðir slíkt samtal hafi verið þjálfaður til þess (19). 5. Vilji hins látna. Ef afstaða hins látna til líffæra- gjafa hefur verið þekkt fylgja ættingjar henni nánast undantekningarlaust. Því miður er hún yfirleitt ekki kunn sem gerir ættingjum erfitt 420 Læknablaðið 2005/91 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.