Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 72

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 72
UMRÆÐA & FRETTIR / HUGÐAREFNI Blindur er bóklaus maður Ætlunin er aö fá lækna til að rita um hugðarefni sín í næstu tölublöðum Læknablaðsins. Hrafnkell ríður á vaðið. Læknar eru hvattir til að feta í hans fótspor og senda blaðinu pistil. Hrafnkell Helgason Höfundur er lungnalæknir og vann um árabil á Vífilsstöðum. Mér hefir alltaf þótt gaman að lesa. Líklega hefi ég nýlega verið orðinn læs, er ég fékk Bombí Bitt eftir Frithiof Nilson Piraten í þýðingu Helga Hjörvar í jólagjöf. Á þessum árum var sá góði siður enn við lýði að Ijós var látið loga alla jólanóttina. Ég lauk við bókina um nóttina. Ekki þótti þetta kristilegt athæfi, en var látið kyrrl liggja. Á námsárum mínum var nauðsynlegt að kunna einhver skil á Laxness og Hemingway. Því miður þóttu mér þeir félagar og ýmsir aðrir mun skemmti- legri en námsbækurnar. Þetta olli mér nokkrum erfiðleikum síðar. Mér fannst ég vera að svíkjast um ef ég las annað en námsbækur. Enn verra reynd- ist þetta eftir að ég lenti í þeim hremmingum að kenna læknanemum. Engum kennara fellur það í geð að standa á gati fyrir framan nemendur sína. Vissulega kom það fyrir mig, en olli ekki teljandi sálarkvölum. Nú er mér Ijóst að ég var heppinn ella hefði ég forpokast miklu fyrr. Kennsla veitir aðhald. En ég hét mér því að þegar kæmi að slarfslokum skyldi ég lesa og lesa mikið og þá helst þær heimsbókmenntir er mér væru lítt kunnar. Undanfarin ár hefi ég dundað mér við þetta og mun halda því áfram, af nógu er að taka. Ég byrjaði reyndar á Cervantes, síðan komu Shakespeare, Fjodor Dostojevski, Leo Tolstoj, Thomas Mann, Steinbeck og margir fleiri. Ég mundi ráðleggja öllum sem fara að sjá leikrit að lesa þau fyrst heima hjá sér. Að lesa Hinrik IV og sjá hann síðan á sviði er upplifun. Ekki þarf að kynna þýðingar Helga Hálfdanarsonar á leikritum Shakespeares. Einar Bragi hefir og þýtt og gefið út leikrit Strindbergs og Ibsens. Það er merkilegt að enn í dag hafa menn gaman af að lesa skáldverk frá Rússlandi er gerast á 19. öld. Ekki ætla ég mér þá dul að gera upp á milli þessara ágætu höfunda, en ofarlega set ég East of Eden eftir Steinbeck og Buddenbrooks eftir Thomas Mann. En nú er sá ónefndur er harðastur var undir tönn, en það er auðvitað James Joyce og bók hans Ódysseifur. Hún verkar á nútímamenn eins og Fjallið Eina segir Halldór Laxness. Hann telur hana einnig gnæfa yfir umhverfið eins og fjallið Keili. Ef menn þykjast vera að grauta eitt- hvað í bókmenntum verður ekki hjá því komist að glíma við Joyce. Það er vissulega mikið afrek hjá Sigurði A. Magnússyni að snara þessu verki á íslensku. Ekki er ég dómbær ágæti þýðingar hans. Ég ætla mér við tækifæri að pæla í gegnum Ulysses Hrafhkell á heimili sínu í Garðabœ og fyrir framan hann er auðvitað Sturlunga. á frummálinu og hafa þýðingu SAM við hendina. Mig minnir að lýsingin á Molly Bloom sé um 50 síður og líklega aðeins eitt greinarmerki á þessum síðum. Bókin gerist á einum degi í Dublin svo að verkefnið er áhugavert. Yngri íslenska höfunda hefi ég nokkuð lesið. Ég tel þá nafna Einar Kárason og Einar Má Guðmundsson bera hæst. Þeir nálgast stundum snilli Laxness. Sturlungu hefi ég haft í seilingar- fjarlægð í meira en 30 ár. Hún hefir þann kost yfir ílestar bækur að hana má lesa aftur og aftur. Alltaf rekast menn á eitthvað er þeir hafa ekki veitt athygli áður. Líklega mætti helst jafna henni við Biblíuna. Alltaf hefi ég haft hana handbæra á öllum lengri ferðum. Nú er ég svo heppinn að fá að vera í félagsskap fólks er fer einu sinni á ári á Slurlungaslóðir. Stjórnendur hópsins undirbúa ferðina af mikilli kostgæfni. Ekki aðeins kanna þeir leiðina og leita að hófförum frá 13. öld, heldur hafa þeir einnig tal af bændum. Bændur búa oft yfir ótrúlegri þekkingu um atvik og staðhætti úr Sturlungu. Ekki var Skúli bóndi á Svignaskarði í neinum vandræðum með að sýna okkur klettinn, sem Svarthöfði hratt fram af hestinum og fór sjálf- ur á eftir. Við keyrðum upp með Gljúfurá og Skúli 468 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.