Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 66
UMRÆÐA & FRÉTTIR / INNFLYTJENDUR í HEILBRIGÐISKERFINU
heilbrigðismál á ýmsum tungumálum. Slíkt efni
er til á netinu en það kostar sitt að koma því í að-
gengilegt horf. „Við höfum verið í sambandi við
Fjömenningarsetrið á Vestfjörðum um að taka
saman fræðsluefni og við höfum einnig vísað fólki
á Alþjóðahúsið þar sem ýmsar upplýsingar eru til,“
segir Ingibjörg.
í lokin segir Geir að þótt innflytjendur séu ekki
sérlega stór hópur hér á landi þá eigi honum eftir
að fjölga á komandi árum. „Við megum líka eiga
von á því að hingað komi börn sem eru ein á flótta.
Petta vandamál kljást menn við á Norðurlöndum
og angar af þeim málum hafa sést hér á landi. Þessi
börn eiga rétt á heilsuvernd og læknisþjónustu á
eigin forsendum. Þarna vakna spurningar um rétt-
indi barna, hver eigi að borga fyrir þjónustu við
börn sem veikjast og eru ekki komin inn í kerfið og
fleiri atriði af siðferðilegum toga. Undir þetta verð-
um við að búa okkur. Hvernig viljum við standa
vörð um réttindi þessara barna?“
A þessari spurningu lauk spjalli okkar við Geir
Gunnlaugsson barnalækni og Ingibjörgu Baldurs-
dóttur hjúkrunarfræðing í Miðstöð heilsuverndar
barna.
Innflytjendur og heilbrigðisþjónustan
Ekki svo frábrugðið annarri iæknisþjónustu
- Jón B.G. Jónsson var læknir á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem innflytjendur eru
stór hluti íbúanna
Þröstur
Haraldsson
Eitt er að taka á móti innflytjendum þegar þeir
koma til landsins en annað að veita þeim þjónustu
þar sem þeir setjast að. Jón B.G. Jónsson heim-
ilislæknir sem nú gegnir starfi yfirlæknis á heilsu-
gæslusviði Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur
reynslu af samskiptum við innflytjendur. Hann
lauk sérfræðinámi árið 1993 og fór fljótlega til
starfa á Patreksfirði þar sem hann var yfirlæknir
til ársins 2004.
„Aður en ég fór vestur hafði verið þar tölu-
verður hópur af fólki frá Portúgal, Ástralíu og
Nýja-Sjálandi en eftir að ég kom fór Pólverjum
fjölgandi. Það hefur orðið mikil sprenging í fjölda
Pólverja á sunnanverðum fjörðunum og má segja
að þeir haldi sjávarútveginum gangandi. Þetta á
við um Patreksfjörð og þó sérstaklega Tálknafjörð
þar sem Pólverjar eru fimmtungur íbúafjöldans.“
Jón segir að Pólverjarnir hafi ekki mikinn
áhuga á að seta sig inn í íslenskt samfélag. „Þeir
bregðast við með svipuðum hætti og Islendingar
gera í útlöndum, halda hópinn og blanda fyrst og
fremst geði við landa sína. Maður hefur líka á til-
finningunni að langflestir þeirra ætli ekki að dvelja
hér lengi. Þótt einhverjir geri sig líklega til að setj-
ast hér að til langframa þá líta flestir á dvöl sína hér
sem tímabundið ástand. Þeir senda peninga heim
til sín og eru sparsamir, enda standa þeir oft í húsa-
kaupum í heimalandinu. Þeir sækja því ekki mikið
í skemmtanalífið.“
Misjafnt menntunarstig
- Leita innflytjendur rnikið til heilbrigðiskerf-
isins?
„Já, og það kom mér dálítið á óvart. Eg held að
heilbrigðisþjónustan sé ekki jafngóð í heimalönd-
um þeirra en hér eru þeir mjög kræfir á þjónustu.
Þeir mættu hvenær sólarhringsins sem er án þess
að hringja á undan sér. Pólverjar voru mjög fljótir
að aðlagast kerfinu og kunnu margir hverjir betur
á það en íslendingar eftir skamman tíma. En þetta
var upp til hópa mjög ljúft fólk.“
- Hvernig gengu samskiptin við fólk sem talaði
tungumál sem þú kunnir ekki?
„Þau gengu misjafnlega. Menntunarstig fólksins
var misjafnt og það skipti máli fyrir samskiptin. En
það voru alltaf einhverjir sem höfðu dvalið lengur
hér á landi og gátu túlkað. Einnig gátum við hringt
í fólk sem kunni íslensku og pólsku en bjó á ísafirði
eða Bolungarvík og gat túlkað í gegnunt síma. Þá
var skotið á símafundi.
Þorpin eru ekki stór og fólk var fljótt að kynn-
ast. Eftir smátíma vissi maður allt um fólkið. Það
leitaði til manns með ýmis vandamál og lét tungu-
málaerfiðleika ekki hefta samskiptin. Ef einhverjir
lokuðu sig af var jafnvel komið með þá til mín eða
ég beðinn að fara í vitjun til þeirra. Sumir áttu í
andlegum erfiðleikum þegar þeir voru komnir
þarna út að endimörkum hins byggilega heims,
fjarri vinurn, ættingjum og kaþólsku kirkjunni
462 Læknablaðið 2005/91