Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 68

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 68
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SJÚKRAFLUTNINGAR Læknisfræðileg ábyrgð og stjórnun sjúkraflutninga Ágúst Oddson Brynjólfur Á. Mogensen Hjalti Már Björnsson Hrafnkell Óskarsson Mikil þróun hefur orðið í bráðalækningum utan sjúkrahúsa og sjúkraflutningum á síðustu árum og áratugum. Meiri þekking lækna og sjúkraflutn- ingamanna ásamt betri lyfjum og tækjum hefur aukið gæði þjónustunnar og lífslíkur sjúklinga. Samfélagið og þeir sent þjónustuna veita gera eðli- lega æ meiri kröfur til góðrar bráðaþjónustu utan spítala. Sérhæfð námskeið í bráðalækningum eru nú haldin fyrir lækna og kennsla í læknadeild er að breytast í samræmi við breytta tíma. Fjölmargir læknar hafa á síðustu árum lagt áherslu á að auka þekkingu sína í bráðalækningum utan sjúkrahúsa, sérhæfðri endurlífgun, meðferð mikið slasaðra og í hópslysafræðum. Til marks um breyttar áherslur er verið að korna á námi á Bretlandseyjum fyrir lækna í bráðalækningum utan sjúkrahúsa til við- bótar námi í bráðalækningunt. Menntun sjúkraflutningamanna hefur tekið miklum og jákvæðunt breytingum. Krislinn Guð- mundsson læknir stóð fyrir því, ásamt öðrum, að koma á reglulegum námskeiðum í sjúkraflutning- um í lok áttunda áratugarins. Um 95% þeirra sem starfa við sjúkraflutninga hafa lokið þriggja vikna grunnnámi, margir hafa lokið fimm vikna viðbót- arnámi í neyðarflutningum og fjöldi bráðatækna er kominn á annan tug. Sjúkraflutningaskólinn tók til starfa árið 2002 og er stefnt að því að hægt verði að hefja nám í bráðatækni á íslandi og að námið verði á háskólastigi. Við uppbyggingu menntunar sjúkraflutninga- manna hér á landi hefur verið fylgt bandarískum staðli. Námskeiö til réttinda sjúkraflutningamanna Ágúst er formaður Félags landsbyggðarlækna Brynjólfur er sviðsstjóri Slysa- og bráðasviðs Landspítaja Hjalti Már er fulltrúi Landspítala í fagráði Sjúkraflutningaskólans Hrafnkell er formaður Félags slysa- og bráðalækna samkvæmt staðlinum er stutt miðað við það sem gerist víða í Evrópu. I íslenskum lögum er hins vegar ekki gerð nein stigun á menntun sjúkraflutn- ingamanna sem er miður. Menntun sjúkraflutningsaðila og fyrirkomulag sjúkraflutninga er mjög mismunandi í nálægum löndurn. Þar sem við þekkjuin til er allsstaðar kveð- ið skýrt á um læknisfræðilega stjórnun og ábyrgð. í Bandaríkjunum og á Bretlandi geta bráðatæknar framkvæmt sérhæfð inngrip og gefið ákveðin lyf en undir nánu eftirliti ábyrgs læknis. Víða annars staðar starfa bráðtæknar, hjúkr- unarfræðingar og læknar saman í sjúkraflutningum en hvert sem kerfið er eru Iæknar, sjúkraflutninga- menn og hjúkrunarfræðingar alltaf undir nánu eft- irliti og starfa á ábyrgð læknis viðkomandi svæðis. I íslenskum lögum og reglugerðum er ekki kveðið skýrt á um ábyrgð í sjúkraflutningum eða læknisfræðilega stjórnun. Læknar telja að þeir beri ábyrgð á greiningu og allri meðferð sjúklings í sjúkraflutningum en margir sjúkraflutningamenn telja að þeir starfi á eigin ábyrgð og undir faglegu eftirliti landlæknis. Ágreiningur um ábyrgð og læknisfræðilega stjórnun er óviðunandi fyrir alla sem að sjúkraflutningum koma og sjúklingnum ekki til bóta. Hugsanlegur ágreiningur getur or- sakað hættuástand fyrir sjúklinginn. Við teljum eðlilegt og nauðsynlegt að setja reglugerð um bráðaþjónustu við sjúklinga utan sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva, þar með talda sjúkraflutninga, þar sent velferð sjúklingsins er höfð að leiðarljósi og skýrt er kveðið á um hlut- verk og ábyrgð hverrar stéltar. 464 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.