Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 68
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SJÚKRAFLUTNINGAR
Læknisfræðileg ábyrgð og stjórnun
sjúkraflutninga
Ágúst Oddson
Brynjólfur Á.
Mogensen
Hjalti Már
Björnsson
Hrafnkell
Óskarsson
Mikil þróun hefur orðið í bráðalækningum utan
sjúkrahúsa og sjúkraflutningum á síðustu árum
og áratugum. Meiri þekking lækna og sjúkraflutn-
ingamanna ásamt betri lyfjum og tækjum hefur
aukið gæði þjónustunnar og lífslíkur sjúklinga.
Samfélagið og þeir sent þjónustuna veita gera eðli-
lega æ meiri kröfur til góðrar bráðaþjónustu utan
spítala.
Sérhæfð námskeið í bráðalækningum eru nú
haldin fyrir lækna og kennsla í læknadeild er að
breytast í samræmi við breytta tíma. Fjölmargir
læknar hafa á síðustu árum lagt áherslu á að auka
þekkingu sína í bráðalækningum utan sjúkrahúsa,
sérhæfðri endurlífgun, meðferð mikið slasaðra og
í hópslysafræðum. Til marks um breyttar áherslur
er verið að korna á námi á Bretlandseyjum fyrir
lækna í bráðalækningum utan sjúkrahúsa til við-
bótar námi í bráðalækningunt.
Menntun sjúkraflutningamanna hefur tekið
miklum og jákvæðunt breytingum. Krislinn Guð-
mundsson læknir stóð fyrir því, ásamt öðrum, að
koma á reglulegum námskeiðum í sjúkraflutning-
um í lok áttunda áratugarins. Um 95% þeirra sem
starfa við sjúkraflutninga hafa lokið þriggja vikna
grunnnámi, margir hafa lokið fimm vikna viðbót-
arnámi í neyðarflutningum og fjöldi bráðatækna er
kominn á annan tug. Sjúkraflutningaskólinn tók til
starfa árið 2002 og er stefnt að því að hægt verði að
hefja nám í bráðatækni á íslandi og að námið verði
á háskólastigi.
Við uppbyggingu menntunar sjúkraflutninga-
manna hér á landi hefur verið fylgt bandarískum
staðli. Námskeiö til réttinda sjúkraflutningamanna
Ágúst er formaður Félags landsbyggðarlækna
Brynjólfur er sviðsstjóri Slysa- og bráðasviðs Landspítaja
Hjalti Már er fulltrúi Landspítala í fagráði Sjúkraflutningaskólans
Hrafnkell er formaður Félags slysa- og bráðalækna
samkvæmt staðlinum er stutt miðað við það sem
gerist víða í Evrópu. I íslenskum lögum er hins
vegar ekki gerð nein stigun á menntun sjúkraflutn-
ingamanna sem er miður.
Menntun sjúkraflutningsaðila og fyrirkomulag
sjúkraflutninga er mjög mismunandi í nálægum
löndurn. Þar sem við þekkjuin til er allsstaðar kveð-
ið skýrt á um læknisfræðilega stjórnun og ábyrgð.
í Bandaríkjunum og á Bretlandi geta bráðatæknar
framkvæmt sérhæfð inngrip og gefið ákveðin lyf en
undir nánu eftirliti ábyrgs læknis.
Víða annars staðar starfa bráðtæknar, hjúkr-
unarfræðingar og læknar saman í sjúkraflutningum
en hvert sem kerfið er eru Iæknar, sjúkraflutninga-
menn og hjúkrunarfræðingar alltaf undir nánu eft-
irliti og starfa á ábyrgð læknis viðkomandi svæðis.
I íslenskum lögum og reglugerðum er ekki
kveðið skýrt á um ábyrgð í sjúkraflutningum eða
læknisfræðilega stjórnun. Læknar telja að þeir
beri ábyrgð á greiningu og allri meðferð sjúklings
í sjúkraflutningum en margir sjúkraflutningamenn
telja að þeir starfi á eigin ábyrgð og undir faglegu
eftirliti landlæknis. Ágreiningur um ábyrgð og
læknisfræðilega stjórnun er óviðunandi fyrir alla
sem að sjúkraflutningum koma og sjúklingnum
ekki til bóta. Hugsanlegur ágreiningur getur or-
sakað hættuástand fyrir sjúklinginn.
Við teljum eðlilegt og nauðsynlegt að setja
reglugerð um bráðaþjónustu við sjúklinga utan
sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva, þar með talda
sjúkraflutninga, þar sent velferð sjúklingsins er
höfð að leiðarljósi og skýrt er kveðið á um hlut-
verk og ábyrgð hverrar stéltar.
464 Læknablaðið 2005/91