Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILSUVERND BARNA
Stefnulýsing Miðstöðvar heilsuverndar barna - Forsendur árangurs
Miöstöö heilsuverndar barna vill
• sinna rannsóknum til að dýpka skilning og þekkingu sem miðar að því að auka gæði heilsuverndarstarfs fyrir
börn á íslandi;
• hafa og efla tengsl við heilsugæslustöðvar, skóla, aðrar stofnanir og félagasamtök sem sinna málefnum
barna og fjölskyldna þeirra;
• hafa frjó samskipti við sérfræðinga, greiningar- og meðferðarstofnanir, barnadeildir sjúkrahúsa og háskóla á
(slandi;
• taka virkan þátt í fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks, kennara og annarra sem sinna börnum;
• sinna kennslu nema í heilbrigðisfögum til að auka skilning, þekkingu og áhuga þeirra á grundvallaratriðum
lýðheilsufræði barna og þjóðfélagslega þýðingu slíks starfs; og
• taka þátt í erlendu samstarfi og efla tengsl við stofnanir og félög sem vinna að velferð og heilsuvernd barna
í alþjóðlegu samhengi.
ríkisins, félagsþjónustu og skólakerfið, allt frá leik-
skólum til framhaldsskóla. Um er að ræða tiltölu-
lega fámennan hóp barna með sértæk vandamál
og það er því ekki hagkvæmt fyrir fjölskyldurnar,
heilsugæsluna eða samfélagið að dreifa fjölþættri og
sérhæfðri þjónustu við þau á of margar hendur. Með
miðlægri 2. stigs þjónustu á MHB skapast því skil-
yrði fyrir heilsugæsluna til að þróa sérhæfða þjón-
ustu fyrir börn með sérþarfir á sviði heilsuverndar
barna sem gagnast ekki aðeins börnum á þjónustu-
svæði Heilsugæslu Reykjavíkur og nágrennis heldur
börnum á öllu landinu.
Auk sérstakra markhópa barna byggist starf
MHB einnig á vinnu með ákveðin viðfangsefni. Þar
er um að ræða að þróa ákveðna þætti eins og ráð-
gjöf við starfsfólk á heilsugæslustöðvum og skólum,
þróun og útgáfa fræðsluefnis og uppbygging nám-
skeiða fyrir starfsfólk heilsuverndar barna á lands-
vísu. í því sambandi má geta þess að MHB hefur
staðið fyrir haustráðstefnum síðan 1998 og aðsókn
farið vaxandi. Umfjöllunarefnin hafa spannað svið
ung- og smábarnaverndar og nú einnig skólaheilsu-
gæslu (18), til dæmis skimun, foreldrafræðslu og
samstarf við leikskóla svo eitthvað sé nefnt. Þá
hefur verið boðið upp á vinnusmiðjur í tengslum
við haustráðstefnurnar (18), til dæmis um fyrirlögn
EFI-málþroskaprófs (19) og EPDS-þunglyndis-
kvarða fyrir mæður eftir fæðingu (20). Einnig þarf
stöðug endurskoðun að fara fram á leiðbeiningum
til starfsfólks um framkvæmd heilsuverndar barna
og starfsfólk MHB tekur virkan þátt í slíku starfi
í samvinnu við landlæknisembættið, heilbrigðis-
ráðuneytið, Lýðheilsustöð og starfsfólk heilsugæsl-
unnar. Hér er til dæmis um að ræða nýja útgáfu á
leiðbeiningum landlæknis um framkvæmd ung- og
smábarnaverndar sem áætlað er að komi út á þessu
ári, handbók í skólahjúkrun, uppbygging rafrænnar
skráningar fyrir ung- og smábarnavernd og skóla-
heilsugæslu og útgáfu fræðsluefnis. Rannsóknir eru
einnig nauðsynlegar til að styðja við þróun heilsu-
verndar barna og starfsfólk MHB hefur lagt sig
fram um að efla þær.
Heimildir
1. Sigurjónsson J. Heilsuverndarstarfsemi og skipulag heilbrigð-
ismála. Læknablaðið 1939; 25:17-25. [Endurbirt: Læknablaðið
2005; 91: 31-5].
2. Jónsson V. Heilsuvernd á íslandi. Heilbrigt líf. Tímarit Rauða
kross íslands 1944; 4:115-45.
3. Gunnlaugsson G, Örlygsdóttir B, Finnbogadóttir H. Home
visits to newborns in Iceland: experiences and attitudes of
parents and community health nurses. Eur J Public Health
2003; 13(4 Suppl): 95.
4. Vignisdóttir G. Ung- og smábarnavernd: greind vandamál á
fyrstu átján mánuðunum og viðhorf foreldra. [Óbirt 4. árs rann-
sóknarverkefni]. Reykjavík: Læknadeild Háskóla íslands; 2004.
5. Sigurðsson S. Um Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Heilbrigt
líf. Tímarit Rauða kross íslands 1957; 13: 45-56.
6. Líndal B. Miðstöð heilsuverndar barna 50 ára. Leiðarljós.
Fréttabréf Heilsugæslunnar 2003:4: 3.
7. Pálsson GI, Sigurðsson JÁ, Guðbjörnsdóttir H. Ungbarna-
vernd. Leiðbeiningar um heilsugæslu barna. Reykjavík: Land-
læknisembættið; 1996.
8. Ólafsdóttir G, Sævarsdóttir H, Lárusdóttir H, Sigtryggsdóttir J,
Júlíusdóttir KJ, Héðinsdóttir M, et al. Handbók í skólahjúkrun.
Reykjavík: Heilsugæslan; 2004.
9. Hall D, Elliman D. Health for all children. 4th ed. Oxford:
Oxford University Press, 2003.
10. Þorláksson E. Lýðheilsa barna: áhættu- og verndandi þættir,
stefnumótun og þjónusta [Óbirt 3. árs rannsóknarverkefni].
Reykjavík: Læknadeild Háskóla íslands; 2004.
11. Tómasdóttir M. Lýðheilsa barna: félags- og efnahagslegir
áhrifaþættir, heilbrigði og vellíðan [Óbirt 3. árs rannsóknar-
verkefni]. Reykjavík: Læknadeild Háskóla íslands; 2004.
12. Ólafsson M, Ólafsson K, Magnússon KM. Pyngd skólabarna
og tengsl hennar við líðan og námsárangur. Læknablaðið 2003;
89: 767-75.
13. Gunnlaugsson G, Sæmundsen E. Að finna frávik í þroska og
hegðun fimm ára barna. In: Ungir íslendingar í Ijósi vísindanna.
Reykjavík: Umboðsmaður barna og Háskólaútgáfan. Bíður
birtingar, 2005.
14. Kristinsson VH, Kristinsson J, Jónmundsson GJ, Jónsson ÓJ,
Þórsson ÁV, Haraldsson Á. Síðkomnar og langvinnar aukaverk-
anir eftir hvítblæðismeðferð í æsku. Læknablaðið 2002; 88:13-8.
15. Anonymous. Samþykkt stefna MHB um heilsuvernd barna.
Leiðarljós. Fréttabréf Heilsugæslunnar 2003: 4: 7.
16. Heilsugæsla í framhaldsskólum. Umræða á 130. löggjafarþingi
Alþingis íslands 2003-04, 239. mál. www.althingi.is/dba-bin/ferili
pl?ltg-130&mnr=239
17. Sigurðsson T. Snemmtæk íhlutun: markmið og leiðir. Glæður
2001; 11: 39-44.
18. Gunnlaugsson G. Barnið vex ... en brókin? Leiðarljós. Frétta-
bréf Heilsugæslunnar 2005: 6: 6.
19. Þórðarson E, Guðmundsson FR, Símonardóttir I. EFI.
Málþroskaskimun fyrir 3i/2 árs börn. Reykjavík: Landlæknis-
embættið 1999.
20. Thome M. Geðheilsuvernd mæðra eftir fæðingu. Greining á
vanlíðan með Edinborgar-þunglyndiskvarðanum og viðtölum.
Reykjavík: Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði, 1999.
Læknablaðið 2005/91 459