Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2005, Síða 63

Læknablaðið - 15.05.2005, Síða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILSUVERND BARNA Stefnulýsing Miðstöðvar heilsuverndar barna - Forsendur árangurs Miöstöö heilsuverndar barna vill • sinna rannsóknum til að dýpka skilning og þekkingu sem miðar að því að auka gæði heilsuverndarstarfs fyrir börn á íslandi; • hafa og efla tengsl við heilsugæslustöðvar, skóla, aðrar stofnanir og félagasamtök sem sinna málefnum barna og fjölskyldna þeirra; • hafa frjó samskipti við sérfræðinga, greiningar- og meðferðarstofnanir, barnadeildir sjúkrahúsa og háskóla á (slandi; • taka virkan þátt í fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks, kennara og annarra sem sinna börnum; • sinna kennslu nema í heilbrigðisfögum til að auka skilning, þekkingu og áhuga þeirra á grundvallaratriðum lýðheilsufræði barna og þjóðfélagslega þýðingu slíks starfs; og • taka þátt í erlendu samstarfi og efla tengsl við stofnanir og félög sem vinna að velferð og heilsuvernd barna í alþjóðlegu samhengi. ríkisins, félagsþjónustu og skólakerfið, allt frá leik- skólum til framhaldsskóla. Um er að ræða tiltölu- lega fámennan hóp barna með sértæk vandamál og það er því ekki hagkvæmt fyrir fjölskyldurnar, heilsugæsluna eða samfélagið að dreifa fjölþættri og sérhæfðri þjónustu við þau á of margar hendur. Með miðlægri 2. stigs þjónustu á MHB skapast því skil- yrði fyrir heilsugæsluna til að þróa sérhæfða þjón- ustu fyrir börn með sérþarfir á sviði heilsuverndar barna sem gagnast ekki aðeins börnum á þjónustu- svæði Heilsugæslu Reykjavíkur og nágrennis heldur börnum á öllu landinu. Auk sérstakra markhópa barna byggist starf MHB einnig á vinnu með ákveðin viðfangsefni. Þar er um að ræða að þróa ákveðna þætti eins og ráð- gjöf við starfsfólk á heilsugæslustöðvum og skólum, þróun og útgáfa fræðsluefnis og uppbygging nám- skeiða fyrir starfsfólk heilsuverndar barna á lands- vísu. í því sambandi má geta þess að MHB hefur staðið fyrir haustráðstefnum síðan 1998 og aðsókn farið vaxandi. Umfjöllunarefnin hafa spannað svið ung- og smábarnaverndar og nú einnig skólaheilsu- gæslu (18), til dæmis skimun, foreldrafræðslu og samstarf við leikskóla svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur verið boðið upp á vinnusmiðjur í tengslum við haustráðstefnurnar (18), til dæmis um fyrirlögn EFI-málþroskaprófs (19) og EPDS-þunglyndis- kvarða fyrir mæður eftir fæðingu (20). Einnig þarf stöðug endurskoðun að fara fram á leiðbeiningum til starfsfólks um framkvæmd heilsuverndar barna og starfsfólk MHB tekur virkan þátt í slíku starfi í samvinnu við landlæknisembættið, heilbrigðis- ráðuneytið, Lýðheilsustöð og starfsfólk heilsugæsl- unnar. Hér er til dæmis um að ræða nýja útgáfu á leiðbeiningum landlæknis um framkvæmd ung- og smábarnaverndar sem áætlað er að komi út á þessu ári, handbók í skólahjúkrun, uppbygging rafrænnar skráningar fyrir ung- og smábarnavernd og skóla- heilsugæslu og útgáfu fræðsluefnis. Rannsóknir eru einnig nauðsynlegar til að styðja við þróun heilsu- verndar barna og starfsfólk MHB hefur lagt sig fram um að efla þær. Heimildir 1. Sigurjónsson J. Heilsuverndarstarfsemi og skipulag heilbrigð- ismála. Læknablaðið 1939; 25:17-25. [Endurbirt: Læknablaðið 2005; 91: 31-5]. 2. Jónsson V. Heilsuvernd á íslandi. Heilbrigt líf. Tímarit Rauða kross íslands 1944; 4:115-45. 3. Gunnlaugsson G, Örlygsdóttir B, Finnbogadóttir H. Home visits to newborns in Iceland: experiences and attitudes of parents and community health nurses. Eur J Public Health 2003; 13(4 Suppl): 95. 4. Vignisdóttir G. Ung- og smábarnavernd: greind vandamál á fyrstu átján mánuðunum og viðhorf foreldra. [Óbirt 4. árs rann- sóknarverkefni]. Reykjavík: Læknadeild Háskóla íslands; 2004. 5. Sigurðsson S. Um Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Heilbrigt líf. Tímarit Rauða kross íslands 1957; 13: 45-56. 6. Líndal B. Miðstöð heilsuverndar barna 50 ára. Leiðarljós. Fréttabréf Heilsugæslunnar 2003:4: 3. 7. Pálsson GI, Sigurðsson JÁ, Guðbjörnsdóttir H. Ungbarna- vernd. Leiðbeiningar um heilsugæslu barna. Reykjavík: Land- læknisembættið; 1996. 8. Ólafsdóttir G, Sævarsdóttir H, Lárusdóttir H, Sigtryggsdóttir J, Júlíusdóttir KJ, Héðinsdóttir M, et al. Handbók í skólahjúkrun. Reykjavík: Heilsugæslan; 2004. 9. Hall D, Elliman D. Health for all children. 4th ed. Oxford: Oxford University Press, 2003. 10. Þorláksson E. Lýðheilsa barna: áhættu- og verndandi þættir, stefnumótun og þjónusta [Óbirt 3. árs rannsóknarverkefni]. Reykjavík: Læknadeild Háskóla íslands; 2004. 11. Tómasdóttir M. Lýðheilsa barna: félags- og efnahagslegir áhrifaþættir, heilbrigði og vellíðan [Óbirt 3. árs rannsóknar- verkefni]. Reykjavík: Læknadeild Háskóla íslands; 2004. 12. Ólafsson M, Ólafsson K, Magnússon KM. Pyngd skólabarna og tengsl hennar við líðan og námsárangur. Læknablaðið 2003; 89: 767-75. 13. Gunnlaugsson G, Sæmundsen E. Að finna frávik í þroska og hegðun fimm ára barna. In: Ungir íslendingar í Ijósi vísindanna. Reykjavík: Umboðsmaður barna og Háskólaútgáfan. Bíður birtingar, 2005. 14. Kristinsson VH, Kristinsson J, Jónmundsson GJ, Jónsson ÓJ, Þórsson ÁV, Haraldsson Á. Síðkomnar og langvinnar aukaverk- anir eftir hvítblæðismeðferð í æsku. Læknablaðið 2002; 88:13-8. 15. Anonymous. Samþykkt stefna MHB um heilsuvernd barna. Leiðarljós. Fréttabréf Heilsugæslunnar 2003: 4: 7. 16. Heilsugæsla í framhaldsskólum. Umræða á 130. löggjafarþingi Alþingis íslands 2003-04, 239. mál. www.althingi.is/dba-bin/ferili pl?ltg-130&mnr=239 17. Sigurðsson T. Snemmtæk íhlutun: markmið og leiðir. Glæður 2001; 11: 39-44. 18. Gunnlaugsson G. Barnið vex ... en brókin? Leiðarljós. Frétta- bréf Heilsugæslunnar 2005: 6: 6. 19. Þórðarson E, Guðmundsson FR, Símonardóttir I. EFI. Málþroskaskimun fyrir 3i/2 árs börn. Reykjavík: Landlæknis- embættið 1999. 20. Thome M. Geðheilsuvernd mæðra eftir fæðingu. Greining á vanlíðan með Edinborgar-þunglyndiskvarðanum og viðtölum. Reykjavík: Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði, 1999. Læknablaðið 2005/91 459
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.