Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 38
FRÆÐIGREINAR / GAGNAGRUNNUR samið við núverandi lífsýnabanka um rannsóknir á lífsýnum sem hefur verið aflað fyrir klínískar rannsóknir, að því gefnu að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd gæfu leyfi til þess. Þar segir í 7. grein: „Hafi lífsýnum verið safnað vegna þjónustu- rannsókna eða meðferðar má ganga út frá ætluðu samþykki sjúklings fyrir því að lífsýnið verði vistað í lífsýnasafni til notkunar skv. 9. gr., enda sé þess getið í almennum upplýsingum frá heilbrigðis- starfsmanni eða heilbrigðisstofnun“ (11). I sömu grein er kveðið á um réll einstaklinga til að tak- marka notkun eigin lífsýna við rannsóknir eða að draga þau út úr rannsóknum. Þessi mikilvægi réttur er hins vegar öldungis óvirkur nema þjóðin sé vel upplýst um stefnuna. íslendinga sárvantar slíka fræðslu. En þótt gagnagrunnasamstæðan hafi ekki orðið að veruleika, stundar Islensk erfðagreining marg- víslegar erfðarannsóknir og hefur í tengslum við þær byggt upp tiltölulega stóran gagnagrunn með erfðaupplýsingum. Samstarfslæknar fyrirtækisins og starfsfólk þeirra hafa dregið blóð úr tugþúsund- um íslendinga í tengslum við fjölmörg rannsókn- arverkefni á ættgengum sjúkdómum (52). Raunar eru gagnagrunnsrannsóknir fyrirtækisins ekki ýkja fjarri þeirri hugmynd sem lagt var upp nreð í tengslum við MHG. Ættfræðigrunnurinn er þegar til, fyrirtækið hefur safnað um 100.000 sýnunr í erfðaupplýsingagrunn og í tengslunr við það aflað upplýsinga um heilsufar, lífsstíl og sjúkra- sögu þátttakenda í erfðarannsóknum á tilteknum sjúkdómum. Skýringarmyndin er því eins í öllum meginatriðum: Mynd 2. Skýringarmynd Þátttakendur í þessuin rannsóknum og öðrum af gagnagrunnum sambærilegum hafa átt val um að skrifa undir íslenskrar erfðagreiningar. annað af tveimur eyðublöðum, „A“ Og „B“. Kostur A heimilar rannsakendum að nota sýnið fyrir eina tiltekna rannsókn sem er lýst, en síðan skal eyða sýninu. Þessi „afmarkaði“ kostur full- nægir í grundvallaratriðum þeim kröfurn sem gerðar eru til upplýsts sanrþykkis, en þessi sýni verða aðeins geymd í lífsýnabanka eins lengi og nauðsynlegt er fyrir tiltekna rannsókn. Kostur B heimilar rannsakendunr að nota sýnið í þá rann- sókn sem lýst hefur verið á samþykkisforminu og að nota það í viðbótarrannsóknum, að því tilskildu að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd leyfi það og með þeim skilyrðum sem þessir aðilar setja. Með því að skrifa undir á eyðublaði B samþykkja þátttakendur í erfðarannsóknum sömuleiðis að úr blóðsýni þeirra sé unnið DNA sem verður skráð og geymt í lífsýnabanka. Þessar erfðaupplýsingar má síðan nota í þær rannsóknir sem Persónuvernd og Vísindasiðanefnd leggja blessun sína yfir. Vísindasiðanefnd hefur setl sér viðmið „Um upplýst samþykki vegna þátttöku í erfðarannsókn og/eða rannsóknum sem byggir á notkun lífsýna". Þar segir um „samnýtingu á sýnum og upplýsing- unr vegna viðbótarrannsókna og breytinga" (53): Vísindasiðanefnd nretur í hverju tilviki hvort upplýsts samþykkis skal leitað að nýju. Nefndin tekur m.a. tillit til þess hvort unnið er með sýnin með eða án persónupplýsinga. Nefndin metur jafnframt hvort og þá með hvaða hætti þátttak- endur skuli upplýstir um viðbótarrannsóknir og breytingar. 1. Vísindasiðanefnd mun að öðru jöfnu aðeins heimila samnýtingu sýna og upplýsinga sem safnað hefur verið frá þátttakendum sem hafa undirritað víðtækara upplýst samþykki [B]. 2. Vísindasiðanefnd heimilarviðbótarrannsókn- ir og breytingar að öðru jöfnu án þess að rann- sakendur afli upplýsts samþykkis þátttak- enda að nýju, að því tilskyidu að: - framkvæmd upphaflegu rannsóknarinnar (þ.m.t. öflun upplýsts samþykkis) hafi verið með eðlilegum hætti og í samræmi við samþykkta rannsóknaráætlun og leyfi nefndarinnar. - fyrir viðbótinni / breytingunni liggi gild vísindaleg og/eða læknisfræðileg rök. - þátttaka í viðbótarrannsókninni eða breyt- ing á rannsókninni hafi ekki í för með sér áhættu fyrir þátttakendur. - Vísindasiðanefnd meti það svo að viðbót- in/breytingin hefði ekki haft áhrif á ákvörðun einstaklinga um þátttöku. 3. Ef viðbótin/breytingin er eðlilegt framhald af upphaflegu rannsókninni og/eða beinist að sömu eða skyldum rannsóknarspurningum og ótvírætt samþykki urn þátttöku í frekari rannsóknum liggur fyrir skal að öðru jöfnu ekki leitað eftir upplýstu samþykki að nýju. 4. í yfirlýsingu um „afmarkað samþykki" [A] er að öðru jöfnu ekki viðeigandi að hafa ákvæði þess efnis að rannsakendur megi nota sýni og upplýsingar frá þátttakanda til rannsókna á tengdum sjúkdómum, öðrum en þeim sem gerð er grein fyrir í rannsóknaráætlun, þar sem væntanlegum þátttakanda eru ekki veittar upp- lýsingar um eðli eða umfang slíkra rannsókna. Það er álitamál hvort hinn „víðtækari" kostur B standist jafnan þær kröfur sem gerðar eru til upp- lýsts samþykkis. Það fer eftir þeim upplýsingum 434 Læknabladid 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.