Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FORMANNAFUNDUR LÍ
Þrýstingurinn hefur áhrif
Að framsögu formannsins lokinni urðu nokkrar
umræður. Þar kom í ljós að sumum fundarmanna
þótti sú umræða sem fram hefur farið í fjölmiðl-
um og á alþingi hafa verið fremur einlit. Eins og
gengur voru menn ekki sammála í öllum atriðum
og þótti sumum gildandi samningur nógu góður
meðan aðrir vildu skerpa á ákvæðum hans. Þeir
sem töldu samninginn nægjanlegan bentu á að
lög landsins og Codex Ethicus tækju við þar sem
honum sleppti. Óráðlegt væri að setja svo strangar
reglur að menn færu ekki eftir þeim. Betra væri
að treysta læknum til að gæta heiðurs stéttarinnar
sjálfir. Læknar hefðu vissulega þörf fyrir samskipti
við lyfjafyrirtækin en þau hefðu miklu meiri þörf
fyrir samkeppni við lækna.
Á hinn bóginn var bent á að norrænir læknar
færu enn eftir reglunum þótt þær hefðu verið
hertar. Fram kom að á Norðurlöndum væru
menn komnir í vandræði með sum læknaþing því
það vantaði peninga til að halda þau. í Svíþjóð
er í gangi dómsmál gegn nokkrum læknum fyrir
meinta mútuþægni og sænskir læknar gættu þess
mjög vel að halda sig fjarri öllu því sem lyktar af
lyfjaiðnaðinum.
Landlæknir blandaði sér í þessa umræðu og
varaði við því að menn gerðu lyfjafyrirtækin að
einhverju skrímsli. Menn yrðu þó að vera á varð-
bergi því rannsóknir sýndu að samskipti lækna og
lyfjafyrirtækja hefðu áhrif á lyfjaávísanir lækna.
Það væri hollt að setja sig í spor sjúklings sem velti
því fyrir sér hvers vegna læknirinn væru einmitt
að gefa honum tiltekið lyf og hvort þrýstingur frá
lyfjafyrirtæki hefði komið þar við sögu. Hann sagði
að boltinn væri á vallarhelmingi lækna, meira að
segja rétt upp við marklínuna. Á hinn bóginn taldi
hann ekki rétt að grípa til refsinga en læknar þyrftu
að vera vakandi í umræðunni um þessi samskipti.
Eins og margoft hefur verið sagt þá er ekkert til
sem heitir ókeypis málsverður.
Hver er munurinn á auglýsingu og upplýsingu?
Umræður á formannafundi um hvort rétt sé að afnema bann á auglýsingum heilbrigðisstétta
Sigríður Dóra Magnús-
dóttir heilsugœslulœknir
á Seltjarnarnesi, Ólafur
Hergill Oddsson heimil-
islœknir á Akureyri og
Óskar Einarsson formað■
ttr LR.
Að loknum umræðum um samskipti lækna og lyfja-
fyrirtækja var tekið til við að ræða hvort læknar
og aðrar heilbrigðisstéttir og jafnvel heilbrigðis-
stofnanir eigi að fá leyfi til að auglýsa starfsemi
sína og þjónustu. Tilefni umræðunnar var tillaga
til þingsályktunar sem þingmaðurinn Ágúst Ólafur
Ágústsson hefur lagt fram á alþingi og var hann
mættur til að úlskýra mál sitt.
Ágúst rakti þær reglur sem gilda um auglýsing-
ar heilbrigðisstétta en þær eru afar þröngar hér á
landi. Meginreglan væri sú að læknir mætti ein-
ungis auglýsa með efnislegum og látlausum hætti
þrívegis ef hann hefur störf eða ef breyting verður
á starfsemi hans eða viðtalstíma. Þetta er tilgreint
í læknalögum en í lögum og reglum um aðrar heil-
brigðisstéttir er oft vísað til þessa ákvæðis í lækna-
lögum. Auk þess væru í siðareglum ýmissa stétta
ákvæði sem takmarka svigrúm viðkomandi stéttar
til auglýsinga.
Þetta taldi hann vera í ósamræmi við þróun
þjóðfélagsins þar sem auglýsingar og önnur upp-
lýsingagjöf léki æ stærra hlutverk í leit fólks að
þjónustu. Tilkoma netsins hefði líka breytt miklu
enda væru margir heilbrigðisstarfsmenn og stofn-
anir nú komnir með heimasíður þar sem þeir veittu
upplýsingar um það sem þar er í boði.
„Með auglýsingabanninu er hins vegar komið
í veg fyrir að heilbrigðisstéttir og -stofnanir geti
kynnt þjónustu sína almenningi með fullnægjandi
hætti. Svo virðist sem sjúklingar verði að treysta á
umtal eða ímynd þegar þeir velja sér heilbrigðis-
þjónustu," sagði þingmaðurinn. Hann nefndi dæmi
af tannlæknum, lýtalæknum, augnlæknum og fleirí
stéttum sem bjóða þjónustu sína í samkeppnisum-
hverfi en gætu ekki auglýsl hana.
452 Læknahlaðið 2005/91