Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 14
FRÆÐIGREINAR / OFVIRKNIRÖSKUN Fjölskyldu-, tvíbura- og ættleiðingarannsóknir hafa gefið vísbendingar um erfðafræöilega þætti. Pannig hafa systkini og foreldrar ofvirks einstak- lings um fimm sinnum meiri líkur á vera með ofvikniröskun miðað við einstaklinga sem ekki eiga náið skyldmenni með ofvirkniröskun (15). Tvíburarannsóknir þar sem athugaðar eru líkurnar á því að hinn tvíburinn sé með ofvirkniröskun ef annar þeirra er með röskunina, sýna þátt erfða í 55-100% tilvika samkvæmt matslistum foreldra og 50-70% samkvæmt upplýsingum frá kennara (16). Það kemur fyrir að einungis annar eineggja tví- bura sé með ofvirkniröskun (17) en hinn ekki sem bendir til fleiri orsakaþátta en erfða. Margt bendir til þess að fjölgena erfðir séu ráðandi. Eingena orsök er þó þekkt, til dæmis veldur erfðagalli í beta skjaldkirtilsviðtaka útlægu viðnámi (peri- pheral resistance) gegn skjaldkirtilshormónum og mjög hárri tíðni ofvirkniröskunar, eða 50-70% hjá þeim sem bera erfðagallann. Þetta er þó mjög sjaldgæf orsök ofvirkniröskunar (18). Talið er að hlutverk erfða sé hvað mest í þeim tilfellum þar sem einkenni ofvirkniröskunar haldast fram á ung- lingsaldur (14). Verið er að leita gena sem orsaka ofvirkniröskun og hafa meðal annars verið gerðar tengslagreiningar sem benda til tengsla heilkennis- ins við ýmsa staði í erfðamenginu, til dæmis 16p 13 og 15ql5 (19, 20). Gen sem tengjast ýmsum boð- efnakerfum hafa verið rannsökuð og eru nokkur þeirra tekin sérstaklega fyrir hér að neðan. Erfðir tengdar dópamíni Truflun á dópamínvirkni í heila, til dæmis í pre- frontal cortex, hefur verið tengd ofvirkniröskun (21) en dópamín hefur áhrif á hreyfivirkni. Lyfhrif metýlfenidats eru að minnsta kosti að hluta til að hindra endurupptöku dópamíns og valda þann- ig aukningu á dópamíni í taugamótum (22). Þó þetta bendi sterklega til þess að vandinn liggi í vanstarfsemi dópamínerga kerfisins eru einnig vísbendingar um ofstarfsemi þess í tengslum við ofvirkniröskun (23) og gæti truflunin verið mis- munandi eftir einstaklingum. Ýmis gen sem tengj- ast dópamíni hafa verið nefnd til sögunnar í þessu samhengi, meðal annars DRD4, DRD5 og DAT-1 sem hvert um sig hefur hlutfallslíkur á bilinu 1,13 til 1,45 (24). Þessar lágu tölur benda til að það þurfi samspil fleiri gena til að valda ofvirkniröskun (25). Þessi þrjú gen hafa mismunandi hlutverk, þannig skráir DRD4 genið fyrir einum af þeim viðtökum sem miðla áhrifum dópamíns í taugamótum (7). Visst form DRD4 gensins sem er með endurtekn- urn 7 basa röðum hefur fundist oftar hjá ofvirkum börnum en öðrum og benda niðurstöður til l'ylgni þessa forms við athyglisbrest sérstaklega (26, 27). DAT-1 genið skráir fyrir dópamín flutningssam- eind sem færir dópamín aftur inn í taugafrumuna. Ákveðin genasamsæta (allele) fyrir þessa sam- eind hefur sýnt fylgni við ofvirkniröskun (28). Við SPECT (Single Photon Emission Computed Tomography) rannsókn þar sem tenging dópamíns við DAT flutningssameindina var skoðuð kom í ljós að binding var mjög aukin hjá fullorðnum með ofvirkniröskun eða 70% hærri en hjá viðmiðunar- hóp sem bendir til aukinnar þéttni sameindarinnar (29). Metýlfenidat minnkar bindingu við sameind- ina sem veldur aukinni þéttni dópamíns í tauga- mótunum sem samrýmist áhrifum metýlfenidats á ofvirkniröskun (30). í nýlegri metaanalysu fundust ekki tengsl á milli viss forms DAT gensins (10-re- peat) og ofvirkniröskunar (31). Annað gen skráir fyrir catechol-O-methyltransferase (COMT) í heila en það ensím tekur þátt í niðurbroti á kate- kólamínum svo sem dópamíni og noradrenalíni og hefur fylgni við ofvirkniröskun (32). Erfðir tengdar noradrenalíni Noradrenalín virðist hafa þýðingu varðandi ofvirkni- einkenni og geta lyf með noradrenerga verkun haft áhrif á þau með því að hemja losun noradrenalíns í taugamót. í dýratilraunum hefur komið fram að noradrenalínbrautir tengjast hæfileikanum til að geta flokkað burt óæskileg áreiti (10) en sá hæfileiki er skertur hjá ofvirkum einstaklingum (33). Þá hefur sést samband milli noradrenalínskra gena og ofvirkniröskunar og þá sérstaklega ef jafnframt er unt námserfiðleika að ræða (10). Erfðir tengdar serótóníni Rannsóknir hafa almennt ekki stutt þá tilgátu að truflun í serótónínbúskap eigi stóran þátt varð- andi orsök ofvirkniröskunar. Samrýmist þelta takmarkaðri gagnsemi SSRI (Selective Serotonin Reuptake Inhibitors) lyfja við ofvirknieinkennum (34). Þó eru vissar vísbendingar úr dýratilraunum um þátt serótóníns í ofvirkniröskun (31) og einnig hafa nokkrir rannsakendur fundið fylgni milli of- virkniröskunar og gena sem tengjast serótóníni hjá mönnum (35, 36). Erfðir sem tengjast öðrunt boðefnum Lágur styrkur af mónóamín oxídasa (M AO) er tal- inn geta tengst ofvirkniröskun, en MAO genin eru á X litningi. Annað gen sem hefur sýnt marktæka fylgni við ofvirkniröskun skráir fyrir androgen viðtaka (AR gen). Þetta gen er einnig X litninga- tengt sem er áhugavert þar sem ofvirkniröskun er algengari hjá drengjum en stúlkum. Einnig hafa viss form GABA viðtaka sýnt fylgni við ofvirkni- röskun (10). Stökkbreyting í geni sem skráir fyrir próteininu SNAP-25 (synaptosomal-associated protein) hefur áhrif á losun boðefna í taugafrum- 410 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.