Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 64
UMRÆÐA & FRÉTTIR / INNFLYTJENDUR í HEILBRIGÐISKERFINU Innflytjendur í heilbrigðiskerfinu Hvað verður um börnin? - Rætt við Geir Gunnlaugsson og Ingibjörgu Baldursdóttur á Miðstöð heilsuverndar barna Þröstur Haraldsson Stöðugt fjölgar þeim sem flytja hingað til lands frá útlöndum og setjast hér að til lengri eða skemmri tíma. Samkvæmt tölum frá Hagstofu íslands bjuggu á landinu í árslok 2003 19.530 manns sem áttu sér annað fæðingarland en af þeim höfðu 10.180 erlent ríkisfang. Þetta samsvarar því að 6,7% landsmanna eru fæddir í öðru landi en 3,5% hafa annað ríkisfang en íslenskt. Af þessum fjölda voru börn undir 18 ára aldri með erlent ríkisfang alls 1651, þar af 483 undir fimm ára aldri. Börn sem flytjast til landsins frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins (eins og það var fyrir stækkun) þurfa að fara í skoðun á göngudeild smitsjúkdóma á Barnaspítala Hrings- ins. Það er skilyrði fyrir veitingu dvalar- og atvinnu- leyfa til innflytjenda. En hvað verður svo um þessi börn? Til þess að fá svar við því leitaði Læknablaðið til Miðstöðvar heilsuverndar barna í Heilsu- verndarstöðinni þar sem fyrir svörum urðu Geir Gunnlaugsson barnalæknir og forstöðumaður mið- stöðvarinnar og Ingibjörg Baldursdóttir hjúkrun- arfræðingur og verkefnisstjóri miðstöðvarinnar í málefnum innflytjenda. Mikið hringt úr skólunum Ingibjörg lýsti því ferli sem börn innflytjenda fara í gegnum núna. „Börn sem koma til landsins til lengri dvalar eiga öll að fara í skoðun á göngudeild Barnaspítala Hringsins. Tilgangurinn með henni er meðal ann- ars að skima fyrir ýmsum smitsjúkdómum, svo sem berklum og lifrarbólgu, og sjúkdómum af völdurn sníkjudýra í meltingarvegi. Það eru tekin blóð- og þvagsýni, röntgenmynd af lungum og berklapróf framkvæmt. Hingað til hafa niðurstöður þessara rannsókna verið sendar í formi læknabréfs til heilsugæslustöðvar og skóla í hverfinu þar sem barnið býr. Því miður hefur þó borið á því að slík læknabréf hafi ekki komist til skila og börnin hafi hreinlega „týnst“ í kerfinu. Við fáum til dæmis oft upphringingar frá skólahjúkrunarfræðingum sem spyrja eftir börnunum þar sem þau koma óbólu- sett í skólana og að engar upplýsingar liggi fyrir um niðurstöðu skimunar. Hugmynd okkar á Miðstöð heilsuverndar barna er að breyta þessu ferli. Eftir að þjónustu á göngudeild smitsjúkdóma er lokið eru öll lækna- bréf varðandi börn á þjónustusvæði Heilsugæslu Reykjavíkur og nágrennis send hingað. í framhaldi af því höfum við síðan samband við foreldrana og bjóðum þeim að koma með barn sitt til skoðunar. Markmið okkar með slíkri móttöku er að meta stöðu barnsins og fjölskyldunnar, kanna hvernig bólusetningum er háttað og koma málum barn- anna í ákveðinn farveg. Við viljum veita þessum börnum þá þjónustu sem þau eiga rétt á og ekki einungis heilbrigðisþjónustu heldur einnig liðsinna með félagslega aðstoð ef þörf er á og fylgjast með því hvernig þau pluma sig, hvernig þeim gengur í skóla og svo framvegis." Geir: „í flestum tilvikum er um að ræða fjöl- skyldur sem koma frá svæðum sem hafa öðruvísi heilbrigðisþjónustu en hér er starfrækt. Hér er ung- og smábarnavernd og skólaheilsugæsla í föstum skorðum en það er ekki gefið að allir for- eldrar viti af því að þessi þjónusta sé eðlilegur hluti af uppvexti allra barna. Þess vegna viljum við fá börnin og foreldra þeirra hingað til þess að geta frætt þau urn þá þjónustu sem er í boði, að hún sé ókeypis og fyrir alla. Ef við tökum dæmi af barni sem kemur hingað sjö mánaða gamalt þá á það rétt á hefðbundinni ung- og smábarnavernd og ætti að koma í átta mán- aða skoðun. Það er hins vegar ekkert víst að þau skilaboð komist alla leið. Það má líka spyrja hvort ekki sé rétt að bjóða fólki sem er nýkomið til lands- ins upp á heimavitjun þótt börnin séu ekki nýfædd. Við þurfum líka að spyija okkur þeirrar spurningar í hverrra þágu þjónustan er, erum við að fylgjast með fólki eða erum við að styðja það og gera inngöngu þess í samfélagið auðveldari en ella?“ Hreyfanlegur hópur Ingibjörg bætir því við að móttöku erlendra barna sé ágætlega sinnt í skólakerfinu, ekki síst í móttökudeildum sem starfræktar eru við þrjá grunnskóla í Reykjavík, Austurbæjar-, Háteigs- og Breiðholtsskóla. „Fræðslumiðstöð hefur til dæmis gefið út upplýsingabækling á mörgum tungumál- um fyrir foreldra sem er gott framtak. Hvað varð- ar heilsugæsluna þá hafa skólahjúkrunarfræðingar 460 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.