Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR / LÍ FFÆ R AG J AFI R fyrir að taka ákvörðun þar sem þeir þurfa að gera sér í hugarlund afstöðu hins látna (17). I þessu sambandi má benda á að kannanir er- lendis benda til að ættingjar sem hafa samþykkt líffæragjöf séu sáttari við ákvörðun sína en þeir sem hafna henni (17, 20). Hér á landi var talsverð umræða um líffæragjafir og líffæraígræðslur þegar lög um þau voru tekin í gildi 1991. Eftir það hefur hún öðru hverju verið tekin upp í fjölmiðlum auk þess sem fræðslubæk- lingum um líffæragjöf hefur tvívegis verið dreift til almennings. Markviss fræðsla mætti þó væntanlega vera meiri. Ef aðstandendur hafna tíðar líffæragjöf- um kann það að stafa af skorti á fræðslu og þjóðfé- lagsumræðu. Samanbiirðiir við Norðurlönci í samanburði milli landa er vaninn að bera saman fjölda líffæragjafa á hverja milljón íbúa í landinu á ári. íslenskir líffæragjafar (3 (1,5) á ári) hefðu þann- ig verið um það bil 11 á ári hverju eða aðeins færri en annars staðar á Norðurlöndum þar sem þeir eru milli 13 og 19 (mynd 4) (21). Hvað sem því líður virðast líffæragjafir á íslandi (11 (4,15)) samsvara þörfum landsmanna fyrir líf- færi. Þó eru helmingi fleiri árlega á biðlista (7 (5,9)) eftir nálíffærum en fá (3 (2,5)) og endurspeglar það væntanlega skort á líffærum til ígræðslu hjá samstarfsaðilum okkar ytra. Það er þó erfitt að fullyrða mikið um þetta þar sem fjöldi á biðlistum eftir líffæraígræðslu og fjöldi líffæragjafa eru ekki fyllilega sambærilegir. Biðlistar eftir líffærum hafa að minnsta kosti lítið lengst undanfarin ár. Frá upphafi samstarfs við Scandiatransplant 1972 og til 2002 voru framkvæmdar 73 líffæraígræðslur í Islendinga gegnum samtökin en frá 1992-2002 hafa Islendingar gefið 109 líffæri. Þeir virðast því hafa jafnað reikninginn (stundum eru fleiri en eitt líf- færi grætt í sama einstaklinginn þannig að tölurnar endurspegla ekki fyllilega fjölda líffæraþega). Þess má einnig geta að á tímabilinu 1992-2002 voru 37 nýru frá lifandi gjöfum grædd í íslenska þega en 19 nánýru. Er þetta óvenjuhátt hlutfall lifandi líffæragjafa. Biðlistar eftir líffærum væru að sjálf- sögðu mun lengri ef ekki kæmi til þessi gjafmildi íslendinga. Þeir geta því verið sáttir við frammi- stöðu sína í þessum efnum. Hugsanlegar leiðir til að fjölga líffœragjöfum Þrátt fyrir sífellt lengri biðlista eftir líffæraígræðsl- um hefur fjöldi líffæragjafa nánast staðið í stað seinustu ár (mynd 3) (15). Þetta ástand hefur leitt til umræðu um hvernig fjölga megi líffæragjöfum. Hin hefðbundna leið með almennri kynningu og fræðslu ásamt opinberum skrám yfir viljuga líf- færagjafa hefur ekki þótt skila nægilegum árangri (15). Bent hefur verið á að gera mætti belur og að markvissari fræðsla sé nauðsynleg (22). Þessi leið hefur ekki verið farin hér enn, en sjálfsagt er að stefna að markvissri fræðslu, til dæmis meðal ungs fólks sem er að taka bílpróf, og setja saman opin- berar skrár yfir viljuga líffæragjafa, til dæmis hjá embætti landlæknis. í mörgum löndum Evrópu hefur verið fært í lög að allir einstaklingar þjóðfélagsins séu sam- þykkir líffæragjöf nema þeir hafi beinlínis lýst yfir andstöðu sinni áður. Þar sem slík lög hafa verið sett hefur þó áfram verið hefð að taka fullt tillit til afstöðu ættingja. Með lagasetningunni er hins vegar lögð áhersla á að þjóðfélagið telur líffæragjöf sjálfsagða og eðlilega. Þannig er vísað til samfélags- legrar ábyrgðar, líffæraígræðsla og líffæragjöf sé sjálfsögð meðferð sem þjóðfélagið býður upp á og einstaklingar og fjölskyldur samfélagsins taka þátt í, þiggja af og gefa til, ef slíkar aðstæður skapast. Lagasetningin gæti þannig auðveldað ættingjum að taka ákvörðun um líffæragjöf þegar afstaða einstak- lings er ekki kunn. Þessi lagabreyting eða afstaða er talin hafa borið árangur í löndum sem hafa tekið hana upp. Þar á meðal má nefna Finnland, Noreg og Svíþjóð (5,23). Aðrir þættir sem hafa verið nefndir til að fjölga líffæragjöfum er fjárhagslegur ávinningur þeirra sem eru tilbúnir að skrá sig sem viljuga líffæragjafa, svo sem lægri iðgjöld líftrygginga eða skattalækk- anir (24). Einnig hefur verið ræddur fjárhagslegur stuðningur við fjölskyldur í sambandi við útför eftir andlát líffæragjafa (5). Ljóst er að þótt að allir hugsanlegir líffæragjafar í sumum löndum gæfu líffæri myndi það ekki duga til (11). Því eru sums staðar notuð líffæri sem ekki Mynd 4. Fjöldi látinna líf- færagjafa á hverja milljón íbúa á ári í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð á árunum 1992- 2002 (littp.V/www.scandia- transplant.org). Fjöldi líffœragjafa (miðgildi (25., 75. hundraðsmark) á hverja milljón íbúa á tíma- bilinu í hverju landi fyrir sig er sýndur fyrir ofan súlurnar. Árlegur fjöldi líffœragjafa er aðeins lœgri á íslandi en annars staðar á Norðurlöndum, það er 11 (4,18 jeinstaklingar á hverja milljón íbúa á tímabilinu 1992-2002. Upplýsingar fengnar frá Scanditransplant og birtar með þeirra vitund. Læknablaðið 2005/91 421
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.