Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EVRÓPSKT SAMSTARF Verða samtök evrópskra lækna sameinuð? - Myndi auka áhrif smærri félaga, segir Sigurbjörn Sveinsson formaður LÍ í byrjun apríl var haldinn fundur í Brussel á vegum fastanefndar evrópskra lækna - CPME - þar sem rætt var um skipulagsmál evrópsku læknasamtakanna. Nú eru starfandi níu slík sam- tök en þær raddir hafa orðið æ háværari sem spyrja hvort þörf sé á öllum þessum samtökum og hvort rödd evrópskra lækna væri ekki styrkari ef hún hljómaði úr einum stað. Sigurbjörn Sveinsson formaður Læknafélags íslands sat fundinn og sagði í spjalli við Læknablaðið að þessi umræða væri á byrjunarstigi. „Mér heyrðist samt tónninn í fulltrúum landsfé- laganna vera sá að rétt væri að þau sameinuðust í einu stóru læknafélagi. Menn voru hins vegar ekki á einu máli um hvað ætti að taka við. Sumir töldu rétt að breyta CPME og veita því sterkara umboð til að tala máli evrópskra lækna en aðrir vildu stofna nýtt félag. Ég hallast að fyrrnefnda kostin- um því þeim síðarnefnda fylgir sú hætta að gömlu félögin lifi áfram einhvers konar draugatilveru og flækist fyrir nýju samtökunum," sagði Sigurbjörn. Mörg og misjöfn samtök Samtökin níu sem nú starfa eru afar misjöfn. Islenskir læknar eiga aðild að fjórum þeirra: LI starfar innan CPME, UEMO sem eru samtök heimilislækna og UEMS sem eru samtök annarra sérfræðinga. Pá starfar Félag ungra lækna innan PWG sem eru samtök evrópskra unglækna. Auk þessara fjögurra eru sérhæfðari samtök lækna sem sinna gæðamálum, siðamálum, fjármögnun heilbrigðisþjónustu og svo framvegis. Rökin fyrir því að sameina evrópska lækna í eitt félag voru þau helst að með því eignuðust þeir sterkari rödd, kostnaðurinn við þátttöku í evrópsku samstarfi minnkaði, fundum fækkaði og minna yrði um tvíverknað sem óhjákvæmilega er talsvert um í núverandi fyrirkomulagi. Ymsar spurningar vakna þó við slíka sameiningu, svo sem hver ætti að sinna hagsmunamálum einstakra hópa lækna og einnig hvert umboð slfkra samtaka yrði. „Með því að hafa eitt félag fylgir sú skylda að menn nái lýðræðislegri niðurstöðu um það sem þessi sterka rödd segir. Mér fannst á fundinum að fulltrúar landsfélaganna væru flestir fylgjandi einu öflugu félagi en fulltrúar þeirra samtaka sem nú starfa væru heldur letjandi. Það er í sjálfu sér skilj- anlegt en á endanum verður það á valdi landsfélag- anna að taka þessa ákvörðun,“ sagði Sigurbjörn. LÍ úr UEMO og UEMS? CPME ætlar að eiga frumkvæði að því að kanna hug læknafélaganna til sameiningar og verða send- ir út spurningalistar til félaganna í byrjun næsta árs. Sigurbjörn sagði að þetta væri ferli sem gæti tekið einhver misseri. Hann sat undir umræðum og mótaði í huga sér ákveðnar tillögur sem hann ætlar að leggja fyrir félagsmenn LÍ. „Ég tel að til greina komi að LÍ ákveði línur fyrir þetta samstarf á næsta aðalfundi. Þar gæti ég hugsað mér að yrði samþykkt að við héldum áfram að starfa innan CPME, auk Norræna læknaráðsins og Alþjóðafélags lækna, en að aðild að UEMO og UEMS Ijúki í lok ársins 2006. Ég er á því að sameining myndi styrkja stöðu smærri félaga eins og LI. Hingað til höfum við ekki getað sent nema einn eða tvo menn á hvern fund sem þýðir að þeir geta ekki tekið þátt í öllum umræðum sem oft fara fram á mörgum fundum samtímis. Með samein- ingu gætum við sent fleiri fulltrúa og verið virkari á fundunum. Það myndi auka áhrif okkar innan samtakanna. Tillaga mín hefur þann annmarka að UEMS hefur verið virkt í símenntunarmálum þar sem við eigum margt óunnið. Aðildin hefur þó ekki skilað okkur miklu á því sviði en að þessu þarf að huga þegar afstaða er tekin. Ég veit að þetta er ögrandi tillaga en hún er hvatning til þess að menn ræði kost og löst á evrópsku samstarfi og hvernig því verður best háttað,“ sagði Sigurbjörn Sveinsson formaður LI. Þröstur Haraldsson Læknablaðid 2005/91 455
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.