Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILSUVERND BARNA Míðstöð heilsuverndar barna: ný stofnun á gömlum merg Geir Gunnlaugsson Fyrri grein af tveimur um heilsuvernd barna. Sú síðari birtist í júníblaði Læknablaðsins. Inngangur Um áratugaskeið hefur skipulögð heilsuvernd barna á íslandi náð frá fæðingu barns til loka grunnskóla. Markmið hennar er - og hefur verið - að fylgjast með heilsu barna svo þau megi dafna og þroskast á besta hugsanlegan hátt. Hefð og skipulagslegar ástæður hafa ráðið því að henni er skipt í ung- og smábarnavernd og skólaheilsugæslu (1,2). í ung- og smábarnavernd er boðið upp á heima- vitjanir við fæðingu barns (3) og langflestar fjöl- skyldur koma í kjölfarið í reglulegar skoðanir á heilsugæslustöð. Sveigjanleiki þjónustunnar er mik- ill og foreldrar geta haft samband við hjúkrunar- fræðing sinn að vild og komið í heimsókn eins oft og þurfa þykir (4). Þjónustan er ókeypis fyrir foreldra, aðgengileg öllum nýfæddum börnum á landinu og vel metin ef dæma má af mikilli og almennri þátt- töku foreldra. Pegar barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur tók til starfa 4. desember 1953 fór hefðbundin ung- og smábarnavernd í Reykjavík að mestu fram þar (5). Með tilkomu laga um heilsugæslustöðvar árið 1974 hefur hún í vaxandi mæli farið fram á heilsugæslustöðvum og dregið úr ung- og smábarna- vernd á barnadeildinni og lýkur haustið 2005 þegar ný heilsugæslustöð tekur til starfa í Voga- og Heimahverfi (6). Skólaheilsugæsla fer fram í grunn- skólum landsins og starfsfólk nærliggjandi heilsu- gæslustöðvar sinnir henni. Kjölfestan í heilsuvernd barna er starf hjúkrunarfræðinga sem eru studdir af læknum á grunni leiðbeininga (7, 8) og öðrum fag- aðilum eftir því sem við á. í upphafi heilsuverndar barna hér á landi voru helstu vandamálin skæðir smitsjúkdómar og van- næring í skugga hás ungbarnadauða. I Ijósi betri almennrar heilsu fær heilsuvernd barna nú nýjar áskoranir (9). Ungbarnadauðinn hér á landi, þrjú börn á hver 1000 lifandi fædd börn, er sá lægsti í heiminum og getur vart orðið lægri. Hættulegum smitsjúkdómum hefur nánast verið útrýmt. En íslensk börn standa frammi fyrir nýjum heilsu- tengdum vandamálum (10, 11), í stað vannæringar er offita vaxandi vandamál (12) og önnur verkefni bíða úrlausnar sem meðal annars snerta þroska og almenna líðan barna (13). Heilsuvernd barna vinnur auk þess í auknum mæli með nýja hópa barna með sérstaka sögu, til dæmis litla fyrirbura (fæðingarþyngd minni en 1000 g) og börn sem hafa fengið erfiða og lífshættulega sjúkdóma eins og krabbamein (14). Nýtt mynstur verkefna kallar á þverfagleg vinnu- brögð innan heilsugæslunnar á sviði heilsuverndar barna, meiri fagþekkingar og aukna sérhæfingu. Auk þessa eru foreldrar margir hverjir betur upp- lýstir en áður vegna góðs aðgengis að netinu. Hafa margir starfsmenn heilsugæslunnar fundið fyrir aukinni þörf á miðlægri þjónustu fyrir börn með sér- tæk vandamál og fjölskyldur þeirra, auk almennra leiðbeininga landlæknis. Miðstöð heilsuverndar barna Pann 28. október 2003 ákvað framkvæmdastjórn Heilsugæslu Reykjavíkur og nágrennis að þróa samfellda þjónustu heilsuverndar barna 0-17 ára (15). Ahersla var lögð á að grunnþjónustan færi fram á heilsugæslustöðvum og í skólum á þjónustusvæði þeirra samtímis því sem byggð yrði upp annars stigs miðlæg þjónusta á barna- deild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, kölluð Miðstöð heilsuverndar barna (MHB) frá árinu 2000. Markmið framkvæmdastjórnarinnar var að styrkja faglega þróun heilsuverndar barna á þjón- ustusvæði sínu en auk þess á landsvísu. Einnig var vakin athygli á að innan heilsugæslunnar væri þörf á að þróa þjónustuúrræði fyrir börn og fjölskyldur Höfundur er barnalæknir og forstöðumaður á Miðstöð heilsuverndar barna. Stefnulýsing Miðstöðvar heilsuverndar barna - Hlutverk Hlutverk Miöstöövar heilsuverndar barna er að vera miðstöö heilsuverndarstarfs á landsvísu fyrir börn og ung- menni yngri en 18 ára: • vera faglegur bakhjarl viö heilsugæsluna um heilsuvernd barna; • veita ráögjöf og fræðslu; • vinna í náinni samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og heilsugæslu landsins aö stefnumótun og þróun heilsuvernd- ar barna á landsvísu; • sinna hefðbundinni og sérhæföri ung- og smábarnavernd og skólaheilsugæslu; • sinna greiningu þegar grunur vaknar um þroskafrávik. 456 Læknablaðið 2005/91 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.