Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FORMANNAFUNDUR LÍ
Rýmri reglur í öðrum löndum
Agúst sagði að auglýsingabannið hefði upphaflega
verið sett í lög árið 1932 í þeim tilgangi að halda
uppi aga innan læknastéttarinnar. Þau rök væru
löngu orðin úrelt og ekki hægt að sjá að almanna-
hagur eða annað réttlætti lengur bannið. Nú væru
orðin til ýmis grá svæði þar sem mörkin milli aug-
lýsinga og upplýsingagjafar væru mjög óljós, til
dæmis á netinu. Þetta leiddi til þess að lögin væru
erfið og flókin í framkvæmd.
Agúst benti á að í nágrannalöndum okkar, þar
á meðal Norðurlöndunum, giltu víðast hvar mun
rýmri reglur um auglýsingar heilbrigðisstétta. Til
dæmis væri heimilislæknum leyft að auglýsa starfs-
emi sína í Svíþjóð, Noregi og Danmörku, þó ekki í
kvikmyndum. Til væru Evrópureglur sem kvæðu á
um að upplýsingar sem birtust á netinu yrðu að vera
réttar, sannanlegar og í samræmi við góða starfs-
hætti og þær siðareglur sem gilda í hverju landi.
Þingmaðurinn sagði að þótt auglýsingar yrðu
leyfðar myndu gilda um þær ákvæði samkeppni-
slaga og að sjálfsögðu siðareglna heilbrigðisstétta.
Þau ákvæði ættu að duga til að koma í veg fyrir
skrumkenndar og ósannanlegar auglýsingar, svo
sem að læknar segist þekkja einhverja töfralækn-
ingu sem öðrum séu ókunnar. Siðareglurnar komi
einnig í veg fyrir að læknar séu keyptir til að taka
þátt í auglýsingum annarra fyrirtækja á vörum
sínum eða þjónustu, svo sem lyfjaauglýsingum.
Er heilbrigdisþjónustan svona hættuleg?
Næsti frummælandi var Eiríkur Þorgeirsson augn-
læknir en hann hafði þá sögu að segja að hann hefði
fengið bréf frá landlækni vegna auglýsingastarfsemi
hlutafélags sem Eiríkur starfar hjá. Það mál leystisl
í góðu en það snerist um fyrirtæki fimm augnlækna
sem hafði opnað heimasíðu um þjónustu sína. Þar
var henni lýst ítarlega á 40 síðum, sagður á henni
kostur og löstur með tilvísunum í vísindagreinar
og heimasíður erlendra læknasamtaka, sjúklinga-
samtaka og fleiri hagsmunasamtaka. í framhaldi af
þessu ákvað fyrirtækið að senda út auglýsingakort
þar sem vakin var athygli á heimasíðunni. Þar taldi
embætti landlæknis að of langt væri gengið.
Eiríkur spurði hvort ekki gætti nokkurs tví-
skinnungs í auglýsingabanninu, ekki síst vegna
þess að það væri helst rökstutt með tilvísun í
almannahag. „Er íslensk heilbrigðisþjónusta þá
svona hættuleg?" spurði hann og bætti því við að
þó hann mætti ekki auglýsa hana hér á landi væri
ekkert sem bannaði honum að segja á henni kost
og löst í öðrum löndum þar sem aðrar reglur giltu.
Þetta vekti líka spurningar um það hvernig menn
ætluðu að stuðla að útflutningi íslenskrar heil-
brigðisþjónuslu ef ekki mætti segja frá henni.
Eiríkur velti vöngum um hlutverk ríkisvaldsins
á markaði fyrir heilbrigðisþjónustu og sagði eðli-
legt að það vildi geta stýrt því hvert almenningur
færi í leit að þjónustu sem ríkið greiddi fyrir. En
hvað um þá þjónustu heilbrigðisstétta sem fólk
greiðir fyrir sjálft? Er sjálfsagt mál að banna aug-
lýsingar um hana? Eða þegar einkarekin þjónusta
leitaði hófanna í samkeppni við opinbera þjónustu.
Þá er ríkið ekki háð samkeppnislögum og getur
beitt undirboðum og öðrum brögðum til að ýta
keppinautnum út af markaði. Það væri því nauð-
synlegt að skoða samkeppnislögin í tengslum við
afnám á auglýsingabanni.
Hann nefndi líka að auglýsingabannið snerti
jafnrétti milli kynslóða í læknastétl því yngri lækn-
ar þyrftu meira á því að halda að auglýsa þjónustu
sína en hinir eldri.
Galdralæknar Group?
Síðasti frummælandi var Sigurður Guðmundsson
landlæknir. Hann ræddi um tilgang auglýsinga-
banns og þær röksemdir sem gripið væri til gegn
því. Þær eru fyrst og fremst þær að ekki sé tekið
mið af samkeppnissjónarmiðum í nútímasamfé-
Læknablaðið 2005/91 453