Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2005, Síða 57

Læknablaðið - 15.05.2005, Síða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FORMANNAFUNDUR LÍ Rýmri reglur í öðrum löndum Agúst sagði að auglýsingabannið hefði upphaflega verið sett í lög árið 1932 í þeim tilgangi að halda uppi aga innan læknastéttarinnar. Þau rök væru löngu orðin úrelt og ekki hægt að sjá að almanna- hagur eða annað réttlætti lengur bannið. Nú væru orðin til ýmis grá svæði þar sem mörkin milli aug- lýsinga og upplýsingagjafar væru mjög óljós, til dæmis á netinu. Þetta leiddi til þess að lögin væru erfið og flókin í framkvæmd. Agúst benti á að í nágrannalöndum okkar, þar á meðal Norðurlöndunum, giltu víðast hvar mun rýmri reglur um auglýsingar heilbrigðisstétta. Til dæmis væri heimilislæknum leyft að auglýsa starfs- emi sína í Svíþjóð, Noregi og Danmörku, þó ekki í kvikmyndum. Til væru Evrópureglur sem kvæðu á um að upplýsingar sem birtust á netinu yrðu að vera réttar, sannanlegar og í samræmi við góða starfs- hætti og þær siðareglur sem gilda í hverju landi. Þingmaðurinn sagði að þótt auglýsingar yrðu leyfðar myndu gilda um þær ákvæði samkeppni- slaga og að sjálfsögðu siðareglna heilbrigðisstétta. Þau ákvæði ættu að duga til að koma í veg fyrir skrumkenndar og ósannanlegar auglýsingar, svo sem að læknar segist þekkja einhverja töfralækn- ingu sem öðrum séu ókunnar. Siðareglurnar komi einnig í veg fyrir að læknar séu keyptir til að taka þátt í auglýsingum annarra fyrirtækja á vörum sínum eða þjónustu, svo sem lyfjaauglýsingum. Er heilbrigdisþjónustan svona hættuleg? Næsti frummælandi var Eiríkur Þorgeirsson augn- læknir en hann hafði þá sögu að segja að hann hefði fengið bréf frá landlækni vegna auglýsingastarfsemi hlutafélags sem Eiríkur starfar hjá. Það mál leystisl í góðu en það snerist um fyrirtæki fimm augnlækna sem hafði opnað heimasíðu um þjónustu sína. Þar var henni lýst ítarlega á 40 síðum, sagður á henni kostur og löstur með tilvísunum í vísindagreinar og heimasíður erlendra læknasamtaka, sjúklinga- samtaka og fleiri hagsmunasamtaka. í framhaldi af þessu ákvað fyrirtækið að senda út auglýsingakort þar sem vakin var athygli á heimasíðunni. Þar taldi embætti landlæknis að of langt væri gengið. Eiríkur spurði hvort ekki gætti nokkurs tví- skinnungs í auglýsingabanninu, ekki síst vegna þess að það væri helst rökstutt með tilvísun í almannahag. „Er íslensk heilbrigðisþjónusta þá svona hættuleg?" spurði hann og bætti því við að þó hann mætti ekki auglýsa hana hér á landi væri ekkert sem bannaði honum að segja á henni kost og löst í öðrum löndum þar sem aðrar reglur giltu. Þetta vekti líka spurningar um það hvernig menn ætluðu að stuðla að útflutningi íslenskrar heil- brigðisþjónuslu ef ekki mætti segja frá henni. Eiríkur velti vöngum um hlutverk ríkisvaldsins á markaði fyrir heilbrigðisþjónustu og sagði eðli- legt að það vildi geta stýrt því hvert almenningur færi í leit að þjónustu sem ríkið greiddi fyrir. En hvað um þá þjónustu heilbrigðisstétta sem fólk greiðir fyrir sjálft? Er sjálfsagt mál að banna aug- lýsingar um hana? Eða þegar einkarekin þjónusta leitaði hófanna í samkeppni við opinbera þjónustu. Þá er ríkið ekki háð samkeppnislögum og getur beitt undirboðum og öðrum brögðum til að ýta keppinautnum út af markaði. Það væri því nauð- synlegt að skoða samkeppnislögin í tengslum við afnám á auglýsingabanni. Hann nefndi líka að auglýsingabannið snerti jafnrétti milli kynslóða í læknastétl því yngri lækn- ar þyrftu meira á því að halda að auglýsa þjónustu sína en hinir eldri. Galdralæknar Group? Síðasti frummælandi var Sigurður Guðmundsson landlæknir. Hann ræddi um tilgang auglýsinga- banns og þær röksemdir sem gripið væri til gegn því. Þær eru fyrst og fremst þær að ekki sé tekið mið af samkeppnissjónarmiðum í nútímasamfé- Læknablaðið 2005/91 453
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.