Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 48
FRÆÐIGREINAR / BLÆÐING EFTIR FÆÐINGU
400-600 míkrógrömm gefið um
munn. Aðeins ætti að gefa mísópro-
stól um munn ef aðstæður eru þann-
ig að örugg gjöf og/eða viðunandi
geymsluaðstæður fyrir oxýtósín eða
ergómetrín í sprautuformi eru ekki til
staðar.
• Samdráttarörvandi lyf þarf að geyma
við réttar aðslæður:
• Ergómetrín: við 2-8 °C, fjarri ljósi
og má ekki frjósa.
• Mísóprostól: við herbergishita, í
lokuðum umbúðum.
• Oxýtósín: við 15-30 °C, má ekki
frjósa.
• Veita skal ráðgjöf um aukaverkanir
þessara lyfja.
Varúð! Ekki á að gefa konum nieð
meðgöngueitrun, fæðingarkrampa eða
háan blóðþrýsting ergómetrín eða Synto-
metrine® (inniheldur crgómetrín).
Hvernig á að beita stjórnuðu nafla-
strengstogi
• Klemmið naflastrenginn nálægt spöng
(þegar æðasláttur stöðvast í nafla-
streng heilbrigðs nýbura) og haldið í
hann með annarri hendi.
• Setjið hina hendina rétt ofan við líf-
bein konunnar og haldið leginu stöð-
ugu með því að beita mótþrýstingi upp
á við mcðan togað er í naflastrenginn.
• Haldið vægri spennu á naflastrengn-
um og bíðið eftir sterkum samdrætti í
leginu (eftir 2-3 mínútur).
• Þegar sterkur samdráttur finnst þarf
að hvetja móðurina til að rembast og
toga mjög gætilega í naflastrenginn,
niður á við svo fylgjan fæðist. Haldið
áfram að beita mótþrýstingi á legið.
• Ef fylgjan kemur ekki niður á meðan
á 30-40 sekúndna stjórnuðu nafla-
strengstogi stendur, á ekki að halda
áfram að toga í naflastrenginn heldur:
• haldið injúklega í naflastrenginn
og bíðið þar til legið dregst vel
saman aftur;
• endurtakið stjórnað naflastrengs-
tog með mótþrýstingi í næsta sam-
drætti.
Notið aldrei naflastrengstog án þess að
beita mótþrýstingi fyrir ofan lífbeinið á
vel samandrcgið leg (toga og ýta).
• Þegar fylgjan fæðist, haldið um fylgj-
una með báðum höndum og snúið
henni varlega þar til snýst upp á belg-
ina. Togið varlega til að ljúka fæðingu
fylgjunnar.
• Ef belgirnir rifna, skoðið efri hluta
legganganna og leghálsinn varlega
með dauðhreinsuðum/sótthreinsuð-
um hönskum og notið túffutangir til
að fjarlægja alla belghluta sem næst í.
• Skoðið fylgjuna vandlega til að vera
viss um að ekkert af henni vanti. Ef
hluta yfirborðsins vantar eða á henni
eru rifnir belgir með æðum, gerið ráð
fyrir að fylgjuleifar hafi orðið eftir og
grípið til viðeigandi ráðstafana til að
staðfesta að leghol sé tómt.
Hvernig beita á legnuddi
• Nuddið samstundis legbotninn þar til
legið er samandregið.
• Þreifið til að finna hvort samdráttur
sé í legi á 15 mínútna fresti og end-
urtakið legnudd eftir þörfum fyrstu
tvær klukkustundirnar eftir fæðingu.
• Gangið úr skugga unt að legið verði
ekki slakt (mjúkt) eftir að nuddinu er
hætt.
Vift alla ofangreinda meftferft þarf að
útskýra aðferðir og aögerðir fyrir kon-
unni og viðstöddum stuðningsaðila/tjöl-
skyldumeðlimum hennar, svo og veita
henni hvatningu og stuðning.
Heimildir
1. WHO, UNFPA, UNICEF. World Bank. Manag-
ing Complications in Pregnancy and Childbirth.
WHO/RHR/OO.7,2000.
2. Elbourne DR, Prendiville WJ, Carroli G, Wood
J, McDonald S. Prophylactic use of oxytocin in
the third stage of labour. In: Cochrane Library,
Issue 3,2003. Oxford. Update Software.
3. Prendiville WJ, Elboume D, McDonald S.
Active vs. expectant management in the third
stage of labour. In: Cochrane Library, Issue 3,
2003. Oxford. Update Software.
4. Joy SD, Sanchez-Ramos L, Kaunitz AM. Miso-
prostol use during the third stage of labor. Int J
Gynecol Obstet 2003; 82:143-52.
444 Læknablaðið 2005/91