Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Ferð með fyrirheití Sigurbjörn Sveinsson Höfundur er formaður stjórnar LÍ. I pistlunum Af sjónarlióli stjórnar birta stjórnarmenn LÍ sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Umræðan um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja held- ur áfram. Ef læknar vekja ekki máls á samskiplum þessum sjálfir verða aðrir til. Læknaráð Landspítala hélt almennan læknaráðsfund fyrir nokkrum vikum um símenntun lækna og þar spunnust verulegar umræður um þátt lyfjafyrirtækja í henni. ítarleg umfjöllun Morgunblaðsins nýlega endurspeglar al- mennan áhuga á þessum málum og ætti sá áhugi að vera læknum ánægjuefni. Ég tel, að áhuginn beinist einmitt að góðri viðhaldsmenntun lækna og heil- brigðu umhverfi hennar. í þann jarðveg eiga læknar að sá í viðræðum við vinnuveitendur um fyrirkomu- lag endurmenntunar og þátt þeirra í henni. Stjórn LÍ kaus að ræða þessi mál áfram á for- mannafundi félagsins 15. apríl síðastliðinn enda rennur samningur LÍ og lyfjahóps Samtaka versl- unarinnar út um næstu áramót. Læknar þurfa því að gera það upp við sig hvort sá samningur verður endurnýjaður og ef svo verður, hvort endurnýja eigi hann óbreyltan eða gera á honum breytingar og þá hverjar. Mér var falið að hefja þessa umræðu frá mínum sjónarhóli enda málið á vinnslustigi í stjórn LÍ og stefna ómótuð. Vinnuhópur innan stjórnarinnar undir forystu Birnu Jónsdóttur hefur málið þar til meðferðar. Ég vil nota tækifærið hér til að gera í örfáum orðum grein fyrir því, sem ég lagði fram á umræddum formannafundi. Ég tel, að stjórn LÍ eigi að leggja til endur- nýjun ofangreinds samnings. Vissulega kemur til álita, að læknar gefi út sérstakar leiðbeiningar eða siðareglur hvað þessu viðvíkur og væri það að sínu leyti vegsauki fyrir læknastéttina. Það, sem mælir hins vegar með samningsleiðinni, er að með því er þeim aðilum, sem eru aðalþátttakendur í þessu fræðslu- og kynningarstarfi með læknum, gefinn kostur á að hafa áhrif á fyrirkomulag þess og þar með einnig taka ábyrgð á framkvæmd þess. Tel ég þau rök vega þyngra þegar litið er til þessara tveggja leiða. Ég tel, að stjórn LÍ eigi að gæta meðalhófs í til- lögum sínum án þess þó, að tillögur hennar megi túlka sem skoðana- eða aðgerðarleysi og enn síður undanlátssemi við kröfur um anarkí þegar til úr- lausnar þessa kemur. Þar með mun stjórnin hvorki geta gengið erinda minna eða þeirra skoðana, sem ég setli fram í leiðara hér í blaðinu fyrir rúmu ári, né þess minnihluta lækna að mínu mati, sem telur engra breytinga þörf. Læknar gera sér vel grein fyrir, að þeir eru ekki eyland í samfélaginu og til þeirra eru gerðar ríkar kröfur bæði faglega og siðferðilega. Á stundum má líta svo á að gerðar séu ríkari kröfur til þeirra en annarra og hef ég sagt að það ok sé indælt og að læknar megi vera stoltir af að gangast undir það. Lög og siðareglur veita læknum almenna leið- sögn um þessa hluti. Læknar þekkja sinn Codex ethicus. Ef lög endurspegla álit þjóðfélagsins þá er í þeim að finna bæði ákvæði um lækna sem opin- bera starfsmenn í hvaða stöðu sem þeir eru og um skyldur opinberra starfsmanna við almenning innan og utan vinnutíma. íslenskir læknar eru heldur ekki eyland í al- þjóðlegu samhengi. Þeir hljóta að bera sig saman við starfssystkin sín í nálægum löndum, þar sem þeir hafa hlotið menntun sína. Þar er umræðan um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja á fleygiferð. Norska læknafélagið hefur gert samning við lyfj- aiðnaðinn sem gengur lengra en tillögur hafa verið gerðar um hér á landi. Breska læknafélagið hefur siðareglur, evrópska læknafélagið, CPME, og sam- tök lyfjaiðnaðarins í Evrópu, EFPIA, hafa komið sér saman um yfirlýsingu, sem fjallar um þetta efni. Margir þekkja einnig umræðuna í Bandaríkjunum, heit skoðanaskipti, meðal annars skrif NEJM og bók Marciu Angell, fyrrum aðalritstjóra þess út- breidda tímarits. Það er ljóst að öll þessi fyrirhöfn lækna hefur ákveðinn tilgang. Hann er sá fyrst og síðast að treysta trúnaðarsamband læknis og sjúklings og trúnaðarsamband læknis og samfélags. Hann er einnig að viðurkenna, að hagsmunaárekstrar geti átt sér stað í samskiptum lækna og lyfjafyrirtækja og að þessi samskipti séu ástæðulaus nema í þágu sjúklinganna. Með þessu lýsa læknar yfir vilja sínum til ábyrgðar, sem byggist á sameiginlegum siðferðilegum viðmiðum þeirra og lyfjaiðnaðarins. Til að ná þessum markmiðum gera læknar sam- komulag við hagsmunaaðila um sameiginlega sýn, sem tryggir gegnsæi í þessum samskiptum og sjálf- stæði hvorra tveggja. Krafa er gerð til lækna að þeir afli sér við- unandi viðhaldsmenntunar, bæði með lögum og óbeint með ákvæðum kjarasamnings. Ég tel, að sú menntun eigi að vera á ábyrgð læknanna sjálfra og þeirra, sem þeir semja við. Það ætti að vera grund- vallarstefna LÍ, að læknar njóti jafnræðis við að ná þessum markmiðum og geti því ekki kallað þriðja aðila til ábyrgðar, hvað þá ef sá aðili á misjafna 448 Læknaiílaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.