Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR / LÍ F FÆ R AG J A FI R
527 sjúklingar létust á gjörgæslu-
deild í Fossvogi 1992-2002
68 greindir látnir samkvæmt skilmerkjum
um heiladauða (13% látinna)
Orsök andláts við heiladauöa
Heilablæöing 43%
Höfuöáverki - umferóarslys 42% - fall 33% - annaö 25% 37%
Heilablóöfall 9%
Hjartastopp 9%
Hár innankúpu- þrýstingur 3%
Aðstandendur spurðir um leyfi til
líffæratöku í 50 tilvikum (74% látinna
samkvæmt skilmerkjum um heiladauða)
Leyfi veitt í 30 tilvikum (60% sem leyfis
var leitað hjá)
Meginorsök andláts á gjörgæslu 1992-2002
Hjarta 43%
Heili 16%
Sýking/bólga 15%
Slys 13%
Æóakerfi 7%
Lungu 5%
Meltingarfceri 2%
18 sem hugsanlega
hefðu getað orðið líffæra-
gjafar (3% látinna)
Ekki sótt um leyfi í 18
tilvikum (26% látinna
samkvæmt skilmerkjum
um heiladauða)
Ekki gefið leyfi í 20
tilvikum (40% sem leyfis
var leitað hjá)
Líffæri tekin hjá 26 (38% látinna 4 reyndust ekki hæfir
samkvæmt skilmerkjum um heiladauða) líffæragjafar
Mynd 1. Yfirlit yfir tii-
högurt við líffœragjafir á
gjörgœsludeild í Fossvogi
1992-2002.
færabilun síðar (2) er talið æskilegast að sem flest
líffæri komi frá látnum einstaklingum (3, 4). Vegna
skorts á líffærum hefur þó verið talið siðferðislega
réttlætanlegt að leita til lifandi líffæragjafa til að
bjarga lífi alvarlegra veikra sjúklinga, til að bæta
árangur líffæraígræðslunnar og til að stytta biðlista
eftir líffærum (5). Nær undantekningarlaust er um
að ræða einstaklinga sem eru tengdir sjúklingnum
ættar- eða vinaböndum.
Árið 1991 tóku gildi lög á íslandi um skilgrein-
ingu á heiladauða (6) og brottnám líffæra (7) sem
gerðu landsmönnum kleift að verða líffæragjafar
eftir andlát sitt, væru þeir skilgreindir látnir sam-
kvæmt skilgreiningu um heiladauða (6). Frarn að
þeim tíma höfðu íslendingar þegið nálíffæri frá
öðrum þjóðum án þess að leggja nokkuð til sjálfir.
Svo hægt sé að nema brott líffæri úr einstaklingi
sem skilgreindur hefur verið heiladáinn þarf að liggja
fyrir samþykki hans, en ef því er ekki til að dreifa þarf
að leita samþykkis nánasta aðstandanda (7) sent þarf
þá að gera sér í hugarlund afstöðu hins látna,
Heiladauði hefur verið skilgreindur sem óaft-
urkræf stöðvun á allri starfsemi heila og heilastofns.
Heiladauði er lokastig skemmda á heilavef sem
orsaka svo háan þrýsting inni í höfuðkúpu að blóð-
flæði til heilans og heilastofns hættir. Algengustu
orsakir fyrir þessu eru sjúkdómar í heilaæðum
(heilablæðing eða heilablóðfall), áverkar á höfði
vegna slysa og almennur súrefnisskortur í heila
vegna truflunar á öndun eða hjartslætti (8).
Þetta ástand, heiladauði, birtist fyrir um 40 árum
við þróun gjörgæslumeðferðar, þegar hægt var að
viðhalda öndun með stuðningi véla. Heiladauði
getur komið fram á nokkrum klukkustundum eða
dögum, allt eftir alvarleika upphaflegu skemmd-
anna og svörun við meðferð. Einstaklingur sem er
skilgreindur heiladáinn er látinn samkvæmt lækn-
isfræðilegum og lagalegum skilningi en öndun og
jafnvel blóðrás má viðhalda með vélum þannig að
önnur líffæri fá nægt súrefni (9).
Islendingar voru frá árinu 1972 þiggjandi aðilar
hjá norrænu ígræðslustofnuninni Scandiatransplant.
Með lagasetningunni 1991 gátu íslendingar farið
að leggja sitt af mörkum til samstarfsins með líf-
færagjöfum. Árið 1992 var gerður samningur við
Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg um ígræðslu
nálíffæra og brottnám ígræðslulíffæra. Fyrsta líf-
færatakan varð svo árið 1993. Frá 1997 hefur verið
slíkur samningur verið í gildi við Rigshospitalet í
Kaupmannahöfn (10).
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna til-
högun við líffæragjafir á gjörgæsludeild í Fossvogi
fyrsta áratuginn eftir að þessi starfsemi hófst (á
tímabilinu sem litið er til hefur gjörgæsludeildin
í Fossvogi tilheyrt Borgarspítalanum 1992-1994,
Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1995-2000 og Landspítala
eftir það). Einnig var markmiðið að athuga hversu
margir líffæragjafar hefðu verið á landinu öllu á
tímabilinu og þörf íslendinga fyrir líffæri.
Aðferðir
Að fengnu leyfi siðanefndar Landspítala og Per-
sónuverndar var farið yfir gögn allra sem létust á
gjörgæsludeild í Fossvogi á tímabilinu 1992-2002.
Leitað var eftir dánarorsök, fjölda þeirra sem
úrskurðaðir voru látnir samkvæmt skilmerkjum
um heiladauða, tilvikum þar sem farið var fram
á líffæragjöf og hversu margir urðu líffæragjafar.
Einnig var kannaður fjöldi þeirra sem hugsanlega
hefðu getað orðið líffæragjafar en urðu ekki.
Þá var upplýsinga aflað unt líffæragjafa á öðrum
deildum/sjúkrahúsum á landinu.
Leitað var til líffæraflutninganefndar heilbrigðis-
°g tryggingamálaráðuneytis um upplýsingar um hve
margir íslendingar höfðu verið á biðlistum eftir líf-
færum og hversu margir þáðu líffæri á tímabilinu.
Niðurstöður eru sýndar sem fjöldi, hlutfall af
fjölda og miðgildi ásamt fyrsta og þriðja fjórðungi
(25. og 75. hundraðsmarki).
418 Læknablaðið 2005/91