Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ / LE Y FISVEITI N G AR
hagsmuni í viðhaldsmenntun einstakra lækna. Það
er eðlilegt og eftirsóknarvert, að læknar séu upp-
lýstir um nýja þekkingu í sambandi við greiningu
og meðferð og að þeirri þekkingu sé komið á fram-
færi í eðlilegum tengslum við starfsvettvang þeirra.
Það er jafn eðlilegt að látið sé alveg af síbylju um
gamla þekkingu eða markaðsörvandi fyrirgreiðslu,
sem hefur enga skírskotun til hinnar mikilvægu
viðhaldsmenntunar læknisins.
Það er og mín skoðun, að í endurnýjuðum samn-
ingi við lyfjahóp Samtaka verslunarinnar eigi að
vera ákvæði um samráðsvettvang um framkvæmd
hans en á það hefur skort að mínu mati í þeim
samningi, sem nú er starfað eftir.
Veitíng lækna- og sérfræðileyfa endurskoðuð
Nú er að hefjast endurskoðun á reglugerð um
veitingu læknaleyfa og sérfræðileyfa en heilbrigðis-
ráðherra skipaði fyrir skömmu nefnd til þess starfs
að tilhlutan LÍ og læknadeildar Háskóla íslands.
Gildandi reglugerð er frá 1997 en byggð að veru-
legu leyti á leiðbeiningum sem Evrópusambandið
gaf út árið 1993. Síðan hafa orðið miklar breytingar,
ekki síst vegna stækkunar hins sameiginlega vinnu-
markaðar til austurs í kjölfar aðildar 10 nýrra ríkja í
Austur- og Mið-Evrópu að ESB.
Reglugerðin frá 1997 tekur fyrst og fremst mið af
því að íslenskir læknar sæki um leyfi til starfa hér á
landi. Nú er hins vegar svo komið að 40% umsókna
eru frá erlendum ríkisborgunum sem ekki hafa
hlotið sérfræðileyfi í landinu þar sem þeir öfluðu
sér framhaldsmenntunar. Flestir hafa þessi læknar
verið frá Norðurlöndum, einkum Noregi, en nýlega
hafa breskir læknar sótt hingað.
Ástæðan fyrir þessum umsóknum er sú að reglu-
gerðin veitir læknum möguleika á að fá viðurkennd
sérfræðiréttindi án þess að uppfylla skilyrði heima-
landsins. Til dæmis þurfa bæklunarlæknar í Noregi
að Ijúka hálfsárs námi í heila- og taugaskurðlækn-
ingum en færri komast í það nám en vilja. Hér á
landi er ekki gerð krafa um þetta nám og þetta hefur
greinilega kvisast út meðal norskra bæklunarlækna
sem sótt hafa um hér á landi. Sömu sögu er að segja
af breskum læknum sem sótt hafa um viðurkenn-
ingu hér á landi án þess að uppfylla breskar kröfur
um framhaldsnám eða hafa lokið sérfræðiprófi.
Á sama tíma hefur orðið æ erfiðara að sann-
reyna eðli náms í öðrum löndum, ekki síst þar sem
íslendingar þekkja lítið til. Þetta eykur hættuna á
að einhverjum verði veitt sérfræðileyfi án þess að
viðkomandi hafi til þess fullnægjandi menntun og
reynslu.
Nú er sú skipan á leyfisveitingum að þriggja
manna ráðherraskipuð nefnd fer yfir allar umsóknir
um sérfræðileyfi. Formaður hennar er Helgi Jóns-
son gigtarlæknir sem tilnefndur er af læknadeild
HÍ en Óskar Einarsson er tilnefndur af LÍ. Þriðji
nefndarmaðurinn er breytilegur og jafnan í forsvari
þeirrar sérgreinar sem umsóknin snertir. Nefndar-
menn hafa bent á þann vanda sem upp er kominn
og varað við því að íslensk sérfræðiviðurkenning
verði gengisfelld.
Sjö menn eiga sæti í nefndinni sem á að
endurskoða reglugerðina. Formaður er Sólveig
Guðmundsdóttir yfirlögfræðingur heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins, Sveinn Magnússon
skrifstofustjóri, Guðrún W. Jensdóttir og Margrét
Erlendsdóttir deildarstjórar í ráðuneytinu, Matthías
Halldórsson aðstoðarlandlæknir, Ólafur Baldursson
fyrir læknadeild HÍ og Óskar Einarsson tilnefndur
af LÍ.
Óskar Einarsson segir í spjalli við Læknablað-
ið að hann telji rétt að erlendir læknar þyrftu að
afla sér sérfræðiviðurkenningar í námslandinu og
framvísuðu því til staðfestingar hér á landi. Það
sem þvældi málið væri hins vegar hversu misjafnar
kröfur væru gerðar í Evrópu, bæði til sérfræðiviður-
kenningar og til kunnáttu lækna í máli þess lands
sem þeir hygðust starfa í. Hugmyndir væru þó á lofti
innan Evrópusamtaka sérfræðilækna (UEMS) um
samræmdar marklýsingar fyrir sérfræðinám og sam-
eiginleg sérfræðipróf, „European Board“ og gæti
það kerfi líkst hinu bandaríska sem þykir ágætt.
Óskar bætti því við að einnig þyrfti að endur-
skoða það kerfi sem haft er á eftirlili með fram-
haldsnámi lækna sem fram fer hér á landi. I reglu-
gerðinni frá 1997 er kveðið á um að þriggja lækna
nefnd leggi reglulega mat á gæði námsins og skili
um það skýrslum til læknadeildar og ráðherra. Þetta
hefur ekki komist til framkvæmda og því er nauð-
synlegt að endurskoða einnig þennan þátt reglu-
gerðarinnar.
Þröstur
Haraldsson
Læknablaðið 2005/91 449