Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNABLAÐIÐ
Karl Andersen (lil vinstri) og Hannes Petersen áfundinum í Reykholti.
Jóhannes Björnsson
í afmœlishófi blaðsins
í nóvember 2004.
Védís Skarphéðinsdóttir, Vilhjálmur Rafnsson og Brynja Bjarkadóttir.
stærsti gagnagrunnurinn í líf- og lækn-
isfræði, svo miklu munar. NLM gaf út
prentútgáfu, Index Medicus, sem margir
kannast við, frá 1879 til ársloka 2004. Frá
og nteð síðustu áramótum er aðgengið
eingöngu rafrænt.
fíver er staðan varðandi innihald vís-
indagreina? Sé grein inni á Medline er þá
tryggt að hún sé innihaldslega „rétt“?
Medline tekur enga ábyrgð á trúverð-
ugleika innihalds vísindagreina í gagna-
grunninum. Við kynntumst því engu að
síður í umsóknarferlinu að NLM reynir
til hins ítrasta að tryggja vísindaleg
gæði þeirra fræðirita sem hleypt er inn
í gagnagrunninn. Það var gert með því
að krefjast nákvæmra greinargerða um
inntak birtra greina, allt ritstjórnarferlið,
þar með talin ritrýni, menntun og vísinda-
bakgrunn ritstjórnar og svo framvegis.
Ekkert af þessu getur þó tryggt rétt og
heiðarleg vinnubrögð rannsakenda, eins
og fræg dæmi frá þekktum vísindaritum
sanna.
Hvað telur þú að Itaft vegið þyngst við
inngönguna í Medline núna?
Ég held að sú vinna sem við lögðurn
í umsóknarferlið hafi skipt mestu máli.
Við gáfum eins ítarlegar og nákvæmar
upplýsingar um inntak vísindagreina í
Læknablaðinu og við gátum, sömuleiðis
um allt ritrýni- og ritstjórnarferlið. Það
sem helst stóð í NLM var smæð mál-
svæðis íslenskunnar. Ég held að þarna
hafi tvennt hjálpað til, annars vegar sú
staðreynd að ágrip innsendra greina eru
undantekningarlítið ítarleg og skrifuð á
góðri ensku og eins hilt, að við fengum
til liðs við okkur íslenska vísindamenn
í Vesturálfu, sem allir starfa við þekktar
háskólastofnanir, til þess að leggja fram
ítarlegar greinargerðir um Læknablaðið.
Mér er kunnugt unr að NLM átti síðan
í bréfaskriftum við þá með tilteknar
spurningar um blaðið, þannig að oft var
um smáatriði að ræða.
Sérðu í hendi þér breytingar á blað-
inu í kjölfar Medline-inngöngu? Hverjtt
breytir þetta fyrir lesendur, höfunda, rit-
rýna, LÍ?
Mér finnst ekki ólíklegt að viðhorf
lesenda Læknablaðsins breytist þegar
ljóst er að við höfum smogið í gegnum
þetta nálarauga. Fram til þessa hefur
inntak greina nánast ekkert borist út
fyrir íslenskt málsamfélag. Það mun
nú breytast þótt vafalaust fari hægt. Ég
held líka að þessi áfangi verði hvatn-
ing fyrir íslenska vísindamenn að birta
oftar en áður frumsamdar greinar í
Læknablaðinu. Jafnframt aukast gæða-
og nákvæmnikröfur til höfunda og ekki
síst ritrýna og ritstjórnar. Framvegis
verðum við líklega að fá að minnsta kosti
tvo ritrýna urn hverja frumsanrda grein.
Ég held að við getum öll verið stolt af
þessum áfanga, sérstaklega þegar þess er
gætt hversu lítið málsamfélagið er.
1. Rafnsson V. Læknablaðið í Medline. Læknablaðið
2005; 91:403.
Læknablaðjð 2005/91 467