Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR / OFVIRKNIRÖSKUN
um. Fundist hefur stökkbreyting í þessu geni hjá
fólki með ofvirkniröskun (37).
Heildarniðurstaðan í þessari upptalningu er
sú að þó erfðir tengdar dópamíni hafi mest verið
rannsakaðar koma mörg boðefni við sögu. Genin
sem rannsökuð hafa verið hafa sýnt auknar líkur á
ofvirkniröskun með hlutfallslíkum (odds ratio) á
bilinu 1,2-1,5 (24). Þessar lágu hlutfallslíkur benda
til þess að mörg gen þurfi að koma saman til að
valda röskuninni.
Reykingar á meðgöngu. Reykingar móður á
meðgöngu virðast vera áhættuþáttur fyrir ofvirkni-
röskun. Til dæmis hafa niðurstöður rannsókna
sýnt að um 2,1-2,7 sinnum meiri líkur eru á því að
barn móður sem reykir á meðgöngu greinist með
ofvirkniröskun en ef móðirin reykir ekki á með-
göngunni (38, 39). Aukningin er marktæk og hún
helst, þó leiðrétt sé fyrir félagslegum þáttum (soc-
ioeconomic status), greindarfari foreldra og of-
virkniröskun foreldra (40). Niðurstaðan í nýlegri
yfirlitsgrein var að reykingar móður á meðgöngu
auka líkur á að barnið greinist með ofvirknirösk-
un. Sumar rannsóknir sýndu auknar líkur eftir því
sem reykingarnar voru meiri (41).
Áfengisnotkun á meðgöngu. Áfengisnotkun á
meðgöngu skilgreind sem dagleg drykkja eða
túradrykkja hefur sýnt 2,5 falda hækkun á tíðni
ofvirkniröskunar hjá barni (39). Einnig hefur
áfengisnotkun á meðgöngu verið marktækt tengd
einbeitingarerfiðleikum og minnistruflunum barns-
ins í réttu hlutfalli við innbyrt magn áfengis á með-
göngunni (42). í þessu sambandi má nefna að allt
að 73% einstaklinga sem eru með alkóhól heilkenni
fósturs uppfylla greininguna athyglisbrest með
ofvirkni (44). Rannsóknir hafa þó ekki sýnt með
óyggjandi hætti að áfengisneysla sé orsakaþáttur
fyrir ofvirkniröskun. Ein afturvirk rannsókn (43)
sýndi að þau tengsl sem komu fram milli ofvirkni-
röskunar og áfengisneyslu á meðgöngu (og reyndar
reykinga) hurfu þegar leiðrétt var fyrir öðrum þátt-
urn svo sem alkóhólisma í fjölskyldu.
Lág fæðingarþyngd og lengd meðgöngu. Vegna
framfara á sviði fæðinga- og barnalækninga halda
fleiri og smærri fyrirburar lífi en áður, en fyrirburar
eru í áhættuhópi varðandi ofvirkniröskun. Börn
fædd fyrir 37. viku meðgöngu eru 2,6 sinnum líklegri
til að greinast með ofvirkniröskun en önnur börn
(45). Varðandi fæðingarþyngd eru börn með of-
virkniröskun um þrisvar sinnum líklegri til að hafa
fæðst undir 2500 grömmum en önnur börn (46). Það
virðist sem líkurnar séu meiri ef barnið vegur rninna
en 1500 grömm (47) og þannig voru börn með mjög
lága fæðingarþyngd um fjórum sinnum líklegri til að
greinast með ofvirkniröskun en önnur börn (48). í
einni rannsókn þar sem skoðuð voru 87 börn með
fæðingarþyngd undir 1000 grömmum voru 24%
með ofvirkniröskun. Af þessum léttburum voru
áhættuþættir í fæðingu ekki tíðari hjá þeim börnum
sem voru greind með ofvirkniröskun fyrir utan að
sá hópur hafði aukna tíðni af blæðingu í heilaholi
(intraventricular blæðingu) (49).
Fæðingaráverki. Ein tilgátan um tengsl fæðing-
aráverka og ofvirkniröskunar er að barnið verði
fyrir súrefnisskorti sem síðan valdi truflunum á
starfsemi dópamínkerfa í heila (21). Þannig hafa
sést tengsl við ofvirkniröskun ef barnið hefur þurft
öndunarhjálp með belg strax eftir fæðingu og einn-
ig ef einnar mínútu Apgar er 6 eða lægri eða ef
fimm mínútna Apgar er 8 eða lægri (50). Mæður
barna með ofvirkniröskun lýstu álagseinkennum
hjá fóstri (fetal distress) í 17% fæðinga en mæður
annara barna lýstu því sama í 8% fæðinga. Löng
fæðing, 13 klukkustundir eða meira, var einnig
áhættuþáttur í sömu rannsókn (51). Ekki hafa allar
rannsóknir sýnt tengsl ofvirkniröskunar og fæðing-
aráverka (21).
Aðrir þættir
Aldur móður Sumar rannsóknir sýna aukningu
í tíðni ofvirkniröskunar eftir því sem móðir er
yngri við fæðingu barns (51). Tilvísanir á meðferð-
arstofnanir vegna ofvirkni eru algengari í þeim
tilfellum sem móðir hefur verið undir 25 ára við
fæðingu barnsins (50). Obirtar íslenskar niður-
stöður sýna auknar líkur á að ungar mæður eignist
ofvirk börn (51).
Erfðasjúkdómar og fleira Ofvirkniröskun er al-
gengari hjá fólki með ýmsa erfðasjúkdóma eins og
Velofacial heilkenni og fragile-X heilkenni (53).
Þessi heilkenni eru þó það sjaldgæf að ekki er talið
réttlætanlegt að skimað sé fyrir þeim hjá börnum
með ofvirkniröskun (53). Phenylketonurea og enc-
ephalopathia hafa verið nefnd sem orsakaþættir
(54).
Fíkniefnanotkun á meðgöngu Auknar líkur eru á
ofvirkniröskun hjá börnum mæðra sem eru virkir
heróínfíklar á meðgöngu (55). Þau börn sem höfðu
alist upp hjá mæðrum sínum voru með aukna tíðni
ofvirkniröskunar miðað við þau börn sem voru ætt-
leidd og bendir þetta til umhverfisáhrifa. Margar
mæðranna reyktu einnig tóbak og höfðu sjálfar
ofvirknieinkenni sem gætu skekkt þessa niður-
stöðu. Þá hefur ofvirkniröskun einnig verið tengd
kókaínneyslu mæðra á meðgöngu, sérstaklega
þegar mótþróaþrjóskuröskun eða hegðunarröskun
greinast sem fylgiraskanir ofvirkninnar (56).
Læknablaðið 2005/91 411