Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 26
FRÆÐIGREINAR / LÍFFÆR AG JAFI R
eru talin í besta ástandi og einnig líffæri frá látnum
einstaklingum þar sem blóðrás hefur stöðvast (5).
Einnig hefur verið lagt til að meðhöndla sjúklinga
á gjörgæslu með yfirvofandi hættu á heiladauða
þannig að viðkomandi geti hugsanlega gefið líffæri
ef slíkt ástand skapast (25,26).
Um þessi mál verður alltaf talsverður ágrein-
ingur enda blandast læknisfræðilegir, siðferðislegir,
menningarlegir, heimspekilegir og efnahagslegir
þættir í umræðuna. Líffæraígræðslur eru þó alls
staðar orðnar viðurkennd meðferð og gagnsemi
þeirra óumdeild. í heiminum öllum hafa líffæri
verið grædd í meira en milljón einstaklinga, sem
sumir hafa lifað í yfir 25 ár (27).
Hvað sem öðru líður er óhætt að fullyrða að best
væri að hver og einn fengi fræðslu um málefnið,
ræddi líffæragjöf innan fjölskyldunnar og tæki af-
stöðu sem aðstandendur þekktu til. Það er eina
leiðin til að minnka tilfinningalegt álag á aðstand-
endur þegar þær aðstæður skapast að líffæragjöf
kemur til álita.
Ályktun
Líffæragjafir og líffæraígræðslur hafa gegnum tíð-
ina leitt af sér læknisfræðilegar og heimspekilegar
vangaveltur sem rétt er tæpt á hér. Slík meðferð er
nú viðurkennd um heim allan og hefur reynst ár-
angursrík en skortur á líffærum takmarkar fjölda
þeirra sem geta notið hennar. Því er lögð áhersla
á að greina alla hugsanlega líffæragjafa og að sem
flestir séu samþykkir líffæragjöf.
Á tímabilinu 1992-2002 var mestur fjöldi líf-
færagjafa hér á landi á svæfinga- og gjörgæsludeild
í Fossvogi sem skýrist af staðsetningu skurðdeildar
heila- og taugasjúkdóma og að þar er stærsta
slysamóttaka landsins. Alls 87% líffæragjafa voru
sjúklingar með heilablæðingu, höfuðáverka eða
heilablóðfall. Þeir sem hugsanlega gætu hafa orð-
ið Iíffæragjafar en voru ekki greindir eru fáir og
fækkaði eftir því sem á leið tímabilið. Árlegur
fjöldi líffæragjafa var aðeins lægri en annars staðar
á Norðurlöndum. Líffæragjafir á íslandi virðast
samsvara þörfum landsmanna fyrir líffæri, en þó
voru helmingi fleiri árlega á biðlista eftir líffærum en
fengu. Hugsanlegt áhyggjuefni er að aðstandendur
virtusl oftar neita beiðnum um líffæragjafir eftir því
sem leið á tímabilið, sem bendir til þess að kynningu
og þjóðfélagsumræðu skorti. Æskilegast væri að
hver og einn tæki afstöðu til líffæragjafa og ræddi
hana við aðstandendur sína.
Heimildir
1. Langone AJ, Helderman JH. Disparity between solid-organ
supply and demand. N Engl J Med 2003; 349: 704-6.
2. Park G. Supply and demand of organs for donation. Intensive
Care Med 2004; 30:7-9.
3. World Health Organization. Draft guiding principles on
human organ transplantation 1991. www. who.int/ethics/topics/
humanjransplant/en/
4. World Health Organization. Human organ and tissue trans-
plantation 2003. www.who.int/ethics/topics/humanjransplant_
report/en/
5. Abouna GM. Ethical issues in organ transplantation. Med
Princ Pract 2003; 12: 54-69.
6. Lög um ákvörðun dauða, nr. 15/1991.
7. Lög um brottnám líffæra, nr. 16/1991.
8. Shemie SD, Doig C, Belitsky P. Advancing toward a modern
death: the path from severe brain injury to neurological
determination of death. CMAJ 2003; 168: 993-5.
9. Randell TT. Medical and legal considerations of brain death.
Acta Anaesthesiol Scand 2004; 48: 139-44.
10. Grunnet N, Asmundsson P, Bentdal O, Madsen M, Persson
NH, Salmela K, et al. Organ donation, allocation, and trans-
plantation in the Nordic countries: Scandiatransplant 1999.
Transplant Proc 2001; 33:2505-10.
11. Sheehy E, Conrad SL, Brigham LE, Luskin R, Weber P, Eakin
M, et al. Estimating the number of potential organ donors in
the United States. N Engl J Med 2003; 349: 667-74.
12. Gore SM, Hinds CJ, Rutherford AJ. Organ donation from
intensive care units in England. BMJ 1989; 299: 1193-7.
13. Miranda B, Vilardell J. Grinyo JM. Optimizing cadaveric
organ procurement: the catalan and Spanish experience. Am J
Transplant 2003; 3:1189-96.
14. West R, Burr G. Why families deny consent to organ donation.
Aust Crit Care 2002; 15:27-32.
15. Ehrle RN, Shafer TJ, Nelson KR. Referral, request, and con-
sent for organ donation: best practice-a blueprint for success.
Crit Care Nurse 1999; 19: 21-30.
16. Vefkönnun. Kjörkassinn. Fréttablaðið 2005; 5: 6.
17. DeJong W, Franz HG, Wolfe SM, Nathan H, Payne D, Reitsma
W, et al. Requesting organ donation: an interview study of
donor and nondonor families. Am J Crit Care 1998; 7: 13-23.
18. Cantarovich F. Education, a chance to modify organ shortage:
a different message to society. Transplant Proc 2002; 34: 2511-
2.
19. Blok GA, Morton J. Morley M. Kerckhoffs CC, Kootstra G,
van der Vleuten CP. Requesting Organ Donation: The Case
of Self-Efficacy - Effects of the European Donor Hospital
Education Programme (EDHEP). Adv Health Sci Educ
Theory Pract 2004; 9:261-82.
20. Matesanz R, Miranda B. A decade of continuous improvement
in cadaveric organ donation: the Spanish model. J Nephrol
2002; 15: 22-8.
21. www.scandiatransplant.org
22. Cantarovich F. Improvement in organ shortage through
education. Transplantation 2002; 73: 1844-6.
23. Gimbel RW, Strosberg MA, Lehrman SE, Gefenas E, Taft F.
Presumed consent and other predictors of cadaveric organ
donation in Europe. Prog Transplant 2003; 13:17-23.
24. Curtis AS. Congress considers incentives for organ procure-
ment. Kennedy Inst Ethics J 2003; 13: 51-2.
25. Olofsson K. Potential donor--ethically credible indication for
intensive care. Lákartidningen 2004; 101: 399-400.
26. Materstvedt LJ, Hegvik JA. Organ donation, elective venti-
lation and ethics. Tidsskr Nor Lægeforen 2004; 124: 2501-3.
27. Miranda B, Matesanz R. International issues in transplantation.
Setting the scene and flagging the most urgent and controversial
issues. Ann N Y Acad Sci 1998; 862: 129-43.
422 Læknablaðið 2005/91