Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 46
FRÆÐIGREINAR / BLÆÐING EFTIR FÆÐINGU og bakgrunnsþjónusta eru til staðar, eins og er hér á landi. Dæmi um þetta er notkun ergómetríns sem veldur spennusamdrætti (tónískum samdrætti) í legi og er heppilegra lyf til að draga úr blæðingum eftir fæðingu en oxýtósín, sem veldur kippuspennu (sam- dráttum með slökun á milli). Ergómetrín veldur hins vegar frekar aukaverkunum, svo sem ógleði við gjöf í æð og hækkun á blóðþrýstingi, einkum ef blóðþrýstingur var hár fyrir. Þá var talið óheppilegt að gefa ergómetrín ef fleirburaþungun væri ógreind. Það gerist tæpast á íslandi með góðri og almennri ómskoðun. Ergómetrín er því í heildina ekki eins heppilegt lyf í þróunarríkjum, en hér á landi getur notkun þess haft kosti umfram oxýtósín. Notkun ergómetríns er byggð á sígildum rann- sóknum breska læknisins Chassar Moir og er það samdráttarlyf sem mælt var með í „klassískum“ kennslubókum sem höfðu mikil áhrif á þróun fæð- ingafræði á Vesturlöndum, svo sem hinum þekktu kennslubókum Donalds (2), Bairds (3) og Myles (4). Þar var mælt með gjöf ergómetríns sem fyrsta lyfs þegar höfuð eða fremri öxl er komin fram úr sköpum eða strax eftir fæðingu barnsins, í vöðva eða í æð. Oxýtósín gefið með sama hætti mátti nota í staðinn, og mælt var með að það væri eina sam- dráttarhvetjandi lyfið ef konan hefði blóðþrýst- ingshækkun (>140/90 mmHg). Rannsóknir upp úr miðri síðustu öld (2), sem endurteknar hafa verið á síðustu árum í stórum slembivalsrannsóknum (5) hafa ljóslega sýnt að venjubundin virk nieðferð þriðja stigs fæðingar með fastri gjöf samdráttarlyfja er betri en að bíða átekta og gefa aðeins lyf ef þörf sýnist vera á því, bæði hvað varðar blóðtap, asablæðingu eftir fæð- ingn og önnur alvarleg vandamál á þriðja stigi eða í sængurlegu (lengt þriðja stig, blóðleysi). Hér er um niðurstöður gagnreyndar læknisfræði (evidence- based medicine) að ræða sem ekki er unnt að horfa framhjá (5) og hafa ekki breyst frá birtingu yfirlýs- ingarinnar. Virk meðferð er því fyrirbyggjandi og á að vera föst venja við allar eðlilegar fæðingar, það er að segja gjöf ergómetríns eða oxytósíns (blöndu lyfjanna má einnig nota). Virkri meðferð tilheyrir einnig að klippa sncmnia á naflastrenginn og beita stýrðu togi á strenginn (controlled cord traction) til að ná fylgjunni sem fyrst út. 1 þeim rannsóknum sem nýjastar eru og hafa byggst á gagnreyndri læknisfræði (5) reyndist lít- ill munur á oxytósíni og ergómetríni og ekki var ávinningur af blöndu lyfjanna. Fyrirbyggjandi gjöf lyfjanna minnkaði hins vegar blóðtap marktækt við fæðinguna og þörf á aukalegu oxytósíni til að stöðva blæðingu minnkaði einnig. Gjöf ergómetr- íns leiddi aðeins oftar til að sækja þurfti fylgju og blóðþrýstingshækkun var algengari, en eldri rann- sóknir hafa þó ekki bent til þess að fylgjan „fest- ist“ frekar inn í legholinu (2). Gjöf ergómetríns með oxýtósíni (sem er hraðvirkara en ergómetrín) minnkaði hættu á asablæðingu (5). Prostaglandín, svo sem mísópróstól töflur, drógu einnig úr blóð- Sameiginleg yfirlýsing Alþjóðasamtaka ljósmæðra (ICM) og Alþjóðasamtaka kvensjúkdóma- og fæðingarlækna (FIGO) 2003 Meðferð þriðja stigs fæðingar til að koma í veg fyrir blæðingu eftir burð ICM (International Confederation of Midwives) og FIGO (Federation Internationale de Gynecologie et Obste- trique) eru lykilaðilar í alheimsátaki um aukið öry ggi í fæðingum sem nefnist „Safe Motherhood“. Tilgangur þess er að draga úr mæðradauða og veikindum mæðra hvarvetna í heiminum. Stefnuyfirlýsing samtakanna um þetta verkefni felur í sér sameiginlegar skuldbindingar til að stuðla að heilbrigði, mannréttindum og velferð allra kvenna, sérstaklega þeirra sem eru í mestri hættu á að deyja eða veikjast vegna barnsburðar. FIGO og ICM styðja inngrip sem sannast hefur að eru áhrifarík og sem með réttri notkun og upplýstu samþykki geta dregið úr dánartíðni mæðra og ininnkað veikindi fæðandi kvenna í heiminum. Alvarleg blæðing á meðgöngu eða eftir fæðingu er ein megin ástæða mæðradauða í heiminum, einkum við eða fljótlega eftir fæðinguna. Meira en helmingur alls mæðra- dauða verður innan 24 klukkustunda frá fæðingu, yfirleitt vegna mikillar blæðingar. Hver og ein þunguð kona getur lent í lífs- hættu vegna mikils blóðmissis við fæðingu. Konum sem þjást af blóðleysi er sérstak- lega hætt, þar sent þær þola jafnvel ekki vægan blóðmissi. Fylgjast þarf náið með öllum konum fyrstu klukkustundimar eftir fæðingu og ef nauðsynlegt er veita meðferð til að koma þeim í líkamlegt jafnvægi. Eftir að hafa farið yfir þau gögn sem fyrir liggja um meðferð þriðja stigs fæð- ingar, eru FIGO og ICM sammála um að sannað sé að virk meðferð á þriðja stigi fæðingar dragi úr tilvikum afbrigðilegra blæðinga eftir burð (postpartum hemorr- hage), magni blóðmissis og fjölda þeirra sem þurfa á blóðgjöf að halda. Því ætti að bjóða konuni virka með- ferð á þriðja stigi fæðingar þar sem það dregur úr hættu á blæðingu eftir burð vegna samdráttarleysis í legi. 442 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.