Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILSUVERND BARNA með sértæk vandamál. Ákvörðunin var meðal annars studd með tilvísan í nýja stefnulýsingu MHB og almenna stefnumótun hennar um þróun slíkrar þjónustu. Á 50 ára afmæli barnadeildar Heilsuverndarstöðvarinnar 4. desember 2003 lýsti heilbrigðisráðherra yfir stuðningi sínum við þessa ákvörðun framkvæmdastjórnar og hefur hann ítrekað þessa niðurstöðu í umræðum á alþingi (16). Birtist þessi vilji enn fremur í sérstakri fjárveitingu á fjárlögum til landsbyggðarhlutverks MHB. Þegar vilji stjórnvalda lá fyrir var hafist handa við endurskipulagningu á innra starfi MHB. Höfð var í huga nauðsyn á vaxandi þátttöku annarra fag- stétta en lækna og hjúkrunarfræðinga í heilsuvernd barna. Þótti eðlilegt að leggja niður stjórnunarstöð- ur hjúkrunarforstjóra og yfirlæknis. í stað þess var ákveðið að koma á fót stöðu forstöðumanns sem bæri ábyrgð á öllu starfi MHB. Honum til liðsinnis auk staðgengils eru þrír sviðsstjórar á sviði ung- og smábarnaverndar, skólaheilsugæslu og þroska og hegðunar. Voru tvær nýjar stöður sviðstjóra aug- lýstar 2004. Nýju stöðurnar voru ekki merktar ákveðinni fagstétt heldur opnar fagfólki á sviði heilbrigðisvísinda og skyldum fögum. Til stuðnings nýju skipulagi hefur verið komið á fót einingu sem styður við almennt starf MHB með þjónustu ritara og annarra fagaðila, til dæmis á sviði upplýsinga- mála og tölfræði. Nýtt skipurit var kynnt á haust- ráðstefnu MHB 12. nóvember 2004 (mynd 1). Frá 1. janúar 2005 er MHB fullmönnuð í samræmi við þetta nýja skipurit. Nýrra stjórnenda bíður nú að koma í framkvæmd verkefnum stefnumótunar og stefnulýsingar. Skipurit MHB byggir á þeirri hugsun að efla 2. stigs þjónustu fyrir börn og fjölskyldur á sviði heilsu- verndar barna á grunni vel skilgreindra markmiða, ýmist með vinnu með sérstaka hópa barna eða við sérstök viðsfangsefni. Hvert verkefni er á ábyrgð verkefnisstjóra og það fóstrað á viðeigandi sviði MHB. Markmið endurskipulagningar er að byggja upp innri sveigjanleika í starfsemina: eitt verkefni getur verið fóstrað á einu sviði í ákveðinn tíma, til Mynd 1. Nýttskipurit dæmis í byrjun við þróun þess, en flust síðan yfir á Miðstöðvar heilsuverndar annað svið ef það þykir heppilegra fyrir framkvæmd barna. þess. Dæmi um slíkt er verkefnið Agi og ttppeldi, en það hefur í reynd verið fóstrað og þróað á þroska- og hegðunarsviði en framkvæmd þess er nú á ung- og smábarnasviði. Á 2. stigi þjónustu á sviði heilsuverndar barna er þverfagleg nálgun mikilvæg og nauðsynlegt að fleiri fagstéttir en hjúkrunarfræðingar og læknar komi að henni. Vandamál sem oft er verið að glíma við varða hreyfiþroska, vitsmunaþroska og hegðun og mikilvægt að snemmtæk íhlutun sé í boði (17). Þar með skapast betri forsendur fyrir börnin að ná sem mestum þroska - á sínum eigin forsendum. MHB leggur því metnað í að þróa þverfaglegt og samræmt verklag hjúkrunarfræðinga, lækna, sál- fræðinga, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og annarra fagaðila. Bakgrunnur starfsmanna MHB endurspeglar þessa faglegu breidd. Auk þessa þarf að koma til góð samvinna við ýmsa aðila sem koma að þjónustu við börnin, til dæmis heilsugæslu- stöðvar, Barnaspítala Hringsins og barnageðdeild Landspítala (BUGL), Greiningar- og ráðgjafastöð Stefnulýsing Miðstöðvar heilsuverndar barna - Stefna Miðstöð heilsuverndar barna stefnir að því að heilsuvernd barna á Islandi • sé byggð á vísindalegum grunni og bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma; • styðji foreldra, kennara og aðra í því markmiði að börn nái sem mestum líkamlegum, andlegum og félags- legum þroska; • byggist á vel skilgreindu ferli viðtala, skoðana og aðgerða sem stendur öllum börnum á landinu til boða óháð búsetu, félagsstöðu, efnahag, kynferði, kynþætti, trúarbrögðum eða þjóðerni; • finni vísbendingar um sjúkdóma og þroskafrávik hjá börnum eins snemma og mögulegt er og hafi vel skil- greint þjónustuferli í slíkum tilvikum; • sé sveigjanleg og taki tillit til mismunandi þarfa og aðstæðna barna og foreldra þeirra; • sinni forvörnum og heilsueflingu með því að vekja athygli barna, foreldra, kennara og annarra á áhrifaþáttum heilbrigðis í nánasta umhverfi fjölskyldunnar og víðar í samfélaginu; • hafi yfir að ráða og beiti þverfaglegum vinnubrögöum. Læknablaðið 2005/91 457
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.