Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2005, Page 38

Læknablaðið - 15.05.2005, Page 38
FRÆÐIGREINAR / GAGNAGRUNNUR samið við núverandi lífsýnabanka um rannsóknir á lífsýnum sem hefur verið aflað fyrir klínískar rannsóknir, að því gefnu að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd gæfu leyfi til þess. Þar segir í 7. grein: „Hafi lífsýnum verið safnað vegna þjónustu- rannsókna eða meðferðar má ganga út frá ætluðu samþykki sjúklings fyrir því að lífsýnið verði vistað í lífsýnasafni til notkunar skv. 9. gr., enda sé þess getið í almennum upplýsingum frá heilbrigðis- starfsmanni eða heilbrigðisstofnun“ (11). I sömu grein er kveðið á um réll einstaklinga til að tak- marka notkun eigin lífsýna við rannsóknir eða að draga þau út úr rannsóknum. Þessi mikilvægi réttur er hins vegar öldungis óvirkur nema þjóðin sé vel upplýst um stefnuna. íslendinga sárvantar slíka fræðslu. En þótt gagnagrunnasamstæðan hafi ekki orðið að veruleika, stundar Islensk erfðagreining marg- víslegar erfðarannsóknir og hefur í tengslum við þær byggt upp tiltölulega stóran gagnagrunn með erfðaupplýsingum. Samstarfslæknar fyrirtækisins og starfsfólk þeirra hafa dregið blóð úr tugþúsund- um íslendinga í tengslum við fjölmörg rannsókn- arverkefni á ættgengum sjúkdómum (52). Raunar eru gagnagrunnsrannsóknir fyrirtækisins ekki ýkja fjarri þeirri hugmynd sem lagt var upp nreð í tengslum við MHG. Ættfræðigrunnurinn er þegar til, fyrirtækið hefur safnað um 100.000 sýnunr í erfðaupplýsingagrunn og í tengslunr við það aflað upplýsinga um heilsufar, lífsstíl og sjúkra- sögu þátttakenda í erfðarannsóknum á tilteknum sjúkdómum. Skýringarmyndin er því eins í öllum meginatriðum: Mynd 2. Skýringarmynd Þátttakendur í þessuin rannsóknum og öðrum af gagnagrunnum sambærilegum hafa átt val um að skrifa undir íslenskrar erfðagreiningar. annað af tveimur eyðublöðum, „A“ Og „B“. Kostur A heimilar rannsakendum að nota sýnið fyrir eina tiltekna rannsókn sem er lýst, en síðan skal eyða sýninu. Þessi „afmarkaði“ kostur full- nægir í grundvallaratriðum þeim kröfurn sem gerðar eru til upplýsts sanrþykkis, en þessi sýni verða aðeins geymd í lífsýnabanka eins lengi og nauðsynlegt er fyrir tiltekna rannsókn. Kostur B heimilar rannsakendunr að nota sýnið í þá rann- sókn sem lýst hefur verið á samþykkisforminu og að nota það í viðbótarrannsóknum, að því tilskildu að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd leyfi það og með þeim skilyrðum sem þessir aðilar setja. Með því að skrifa undir á eyðublaði B samþykkja þátttakendur í erfðarannsóknum sömuleiðis að úr blóðsýni þeirra sé unnið DNA sem verður skráð og geymt í lífsýnabanka. Þessar erfðaupplýsingar má síðan nota í þær rannsóknir sem Persónuvernd og Vísindasiðanefnd leggja blessun sína yfir. Vísindasiðanefnd hefur setl sér viðmið „Um upplýst samþykki vegna þátttöku í erfðarannsókn og/eða rannsóknum sem byggir á notkun lífsýna". Þar segir um „samnýtingu á sýnum og upplýsing- unr vegna viðbótarrannsókna og breytinga" (53): Vísindasiðanefnd nretur í hverju tilviki hvort upplýsts samþykkis skal leitað að nýju. Nefndin tekur m.a. tillit til þess hvort unnið er með sýnin með eða án persónupplýsinga. Nefndin metur jafnframt hvort og þá með hvaða hætti þátttak- endur skuli upplýstir um viðbótarrannsóknir og breytingar. 1. Vísindasiðanefnd mun að öðru jöfnu aðeins heimila samnýtingu sýna og upplýsinga sem safnað hefur verið frá þátttakendum sem hafa undirritað víðtækara upplýst samþykki [B]. 2. Vísindasiðanefnd heimilarviðbótarrannsókn- ir og breytingar að öðru jöfnu án þess að rann- sakendur afli upplýsts samþykkis þátttak- enda að nýju, að því tilskyidu að: - framkvæmd upphaflegu rannsóknarinnar (þ.m.t. öflun upplýsts samþykkis) hafi verið með eðlilegum hætti og í samræmi við samþykkta rannsóknaráætlun og leyfi nefndarinnar. - fyrir viðbótinni / breytingunni liggi gild vísindaleg og/eða læknisfræðileg rök. - þátttaka í viðbótarrannsókninni eða breyt- ing á rannsókninni hafi ekki í för með sér áhættu fyrir þátttakendur. - Vísindasiðanefnd meti það svo að viðbót- in/breytingin hefði ekki haft áhrif á ákvörðun einstaklinga um þátttöku. 3. Ef viðbótin/breytingin er eðlilegt framhald af upphaflegu rannsókninni og/eða beinist að sömu eða skyldum rannsóknarspurningum og ótvírætt samþykki urn þátttöku í frekari rannsóknum liggur fyrir skal að öðru jöfnu ekki leitað eftir upplýstu samþykki að nýju. 4. í yfirlýsingu um „afmarkað samþykki" [A] er að öðru jöfnu ekki viðeigandi að hafa ákvæði þess efnis að rannsakendur megi nota sýni og upplýsingar frá þátttakanda til rannsókna á tengdum sjúkdómum, öðrum en þeim sem gerð er grein fyrir í rannsóknaráætlun, þar sem væntanlegum þátttakanda eru ekki veittar upp- lýsingar um eðli eða umfang slíkra rannsókna. Það er álitamál hvort hinn „víðtækari" kostur B standist jafnan þær kröfur sem gerðar eru til upp- lýsts samþykkis. Það fer eftir þeim upplýsingum 434 Læknabladid 2005/91

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.