Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2008, Síða 3

Læknablaðið - 15.03.2008, Síða 3
Félag heimilislækna 30 ára Félag íslenskra heimilislækna fagnaði 30 ára afmæli sínu 2. febrúar í húsakynnum Læknafélags Islands í Hlíðasmára. Fjöldi manns sótti hófið og naut glæsilegra veitinga og kynningar á nýrri marklýsingu fyrir sérnám í heimilislækningum. Einnig upplýsti formaðurinn Elínborg Bárðardóttir að félagið hygðist á næstu þremur árum verja allt að 50 milljónum króna til rann- sókna í heimilislækningum. Á myndinni má sjá kempurnar Pál Sigurðsson fyrrverandi ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðu- neytinu, Örn Bjarnason lækni og fyrrverandi ritstjóra Læknablaðsins og Stefán B. Matthíasson heimilislækni á Seltjamamesi. LISTAMAÐUR MÁNAÐARI NS í gegnum tíðina hafa viss fyrirbæri dúkkað itrekað upp sem tákngerving i menningarsögunni þegar fólk hefur hugleitt mannlegt eðli. Hestar koma við sögu í fjölmörgu samhengi, dæmisögum, goðsögum og dulspeki og sennilega eru ekki mörg viðfangsefni eins hlaðin ólíkum tengingum í jafnmargar áttir. Gunnhildur Hauksdóttir (f. 1972) sækir i þennan óþrjótandi brunn á sýningu sinni í Listasafni Reykjavíkur nú í mars sem í aðdragandanum hefur borið vinnutitilinn „Tamdar skepnur”. Á tveimur svífandi tjöldum sýnir hún myndbönd af hestum sem hún hefur tekið upp við ýmsar aðstæður, úti í náttúrunni, staka og i hóp, við tamningar eða að leika listir sínar í hringleikahúsi. Hún myndar ýmis hrossakyn eins og til að mynda hinn Ijósa Andalúsiuhest sem bregður fyrir á forsíðu Læknablaðsins að þessu sinni. Gunnhildur leggur áherslu á hversu kvik skepnan er, á stöðugu iði, stökki og leik. Þannig er dýrið rokið hálfa leið út úr rammanum á kyrrmyndinni sem hér um ræðir og er til marks um að hún hefur ekki full tök á því að fanga viðfangsefnið. Eins og hún reynir að ná hestunum í mynd sýnir hún í myndböndunum margháttaða viðleitni manna til þess að beisla eðli þeirra. Með því að sýna bæði náttúrulega og iærða hegðun virkjar hún allar þær hugsanlegu tengingar við hesta sem kunna að búa meðal áhorfenda og býður þeim að varpa á verkið og upplifun sína af því. Þá er það ekki síst opið fyrir þeirri túlkun að dýrin séu fulltrúar manna og að í þeim megi merkja frumþarfir og -eiginleika sem liggja báðum tegundum til grundvallar. Samtímis er áhorfendum frjálst að útiloka alla leit að merkingu í verkinu og dást að þessum fallegu skepnum. I grænleitri lýsingunni á Andalúsíuhestinum verður veran draumkennd, villt og óráðin en í flóðljósum hringleikahússins er sjónum beint að nákvæmustu smáatriðum og öguðu sambandi manns og dýrs. Gunnhildur hefur í gegnum tíðina leitast við að skilgreina og þaulskoða frumkenndir og tilfinningar, til að mynda móðureðli, réttlætiskennd eða ást. Um leið leitar hún fanga í fornri náttúrutrú og vísar til þess að samband manns og náttúru sé grundvallarþáttur í mannlegri tilvist. Hestarnir verða þannig myndbirting þeirrar tilhneigingar mannsins að beisla náttúruna en í verkinu ýjar hún að því að það sé síður en svo hlaupið að því. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL www. laeknabladid. is Aðsetur Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Símar 564 4104-564 4106 (fax) Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ábm, og ritstjóri Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Margrét Árnadóttir Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Brynja Bjarkadóttir brynja@lis.is Blaðamaður/Ljósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@iis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 6.840,- m. vsk. Lausasala 700,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Prentun, bókband og pökkun Gutenberg ehf. Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2007/93 179
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.