Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2008, Side 19

Læknablaðið - 15.03.2008, Side 19
Konur á höfuðborgarsvæðinu Karlar á höfuðborgarsvæðinu Konur á landsbyggðinni —* 1 Atvinnulausir * Nýskráðir öryrkjar Karlar á landsbyggðinni —■— Atvinnulausir —♦— Nýskrðöir öryrkjar unar atvinnulausra 2004 til 2006. Pearson íylgni fyrir allt tímabilið reiknast 0,36 fyrir karla og 0,12 fyrir konur. Þegar fylgni er reiknuð fyrir hvora atvinnuleysissveifluna fyrir sig reynist fylgni á tímabilinu 1992 til 1999 vera 0,72 fyrir karla og 0,80 fyrir konur, en á tímabilinu 2000 til 2006 vera 0,52 fyrir karla og 0,55 fyrir konur. Hins vegar er þokkaleg fylgni milli hlutfallsbreytinga ár frá ári á atvinnuleysi og nýskráningu örorku á tímabilinu öllu, eða 0,43 fyrir karla og 0,60 fyrir konur. Mynd 2 sýnir fjölda nýskráðra öryrkja og fjölda atvinnulausra á höfuðborgarsvæðinu og lands- byggðinni á árunum 2002 til 2006, þ.e. á þessu síðara tímabili aukins atvinnuleysis á rannsókn- artímabilinu. Þar sést að nýskráðum öryrkjum fjölgaði almennt í kjölfar aukins atvinnuleysis bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni og fækkaði síðan í kjölfar dvínandi atvinnuleysis. Samband er á milli sveiflanna á báðum breytum, með því sniði að atvinnuleysið jókst almennt árið á xmdan og fjölgun nýskráðra öryrkja kom í kjölfarið og stóð oft áfram í eitt ár eftir að úr at- vinnuleysinu dró. Tengsl hreyfinganna á þessum breytum halda sér að mestu þegar litið er á þessi tvö meginsvæði á Islandi, höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina í heild, fyrir bæði kynin. Mynd 3 sýnir að við nánari skoðun á því hvernig þessu var varið á einstökum svæðum á landsbyggðinni koma í ljós frávik frá megin- sambandinu á landinu í heild á þremur svæð- um landsbyggðarinnar. Sambandið heldur vel á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra og Austurlandi, fyrir konur jafnt sem karla. Á Suðumesjum, Norðurlandi vestra og Suðurlandi er helsta frávikið, en þar hélst fjöldi nýskráðra ör- yrkja áfram hár eftir að atvinnuleysi dvínaði, hjá báðum kynjum. Umræða Mikilvægt er að hafa í huga eðli sambandsins milli breytanna sem hér em til skoðunar, atvinnuleysis og örorku. Augljóst er að ekki verða allir atvinnu- lausir öryrkjar. Flestir þeirra sem em nýskráðir ör- yrkjar á hverjum tíma em það vegna veikinda eða fötlunar, vegna líkamlegra eða andlegra hamlana ýmiss konar, sem skerða starfsgetu með einum eða öðrum hætti. Sjúkdómsgreiningar öryrkja end- urspegla helstu orsakimar með skýmstum hæth (9). Samband fjölda nýskráðra öryrkja við breyti- legt atvinnuleysisstig sýnir einkum jaðaráhrif. Þau geta verið með þeim hætti að hærra atvinnuleys- isstig, með minna svigrúmi á vinnumarkaði, geti þrengt að stöðu þeirra á vinnumarkaði sem búa Mynd 2: Tengsl fjölda ný- skráðra öryrkja* ogJjölda atvinnulausra á íslandi frá 1992 til 2006 á höfuðborg- arsvæðinu** og utan þess. * Bæði örorkustigin (örorkulífeyrir og örorkustyrkur) samanlögð ** Reykjavík, Seltjamames, Kópavogur, Bessastaðahreppur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfcllsbær, Kjalarneshreppur og Kjósarhreppur LÆKNAblaðið 2008/94 1 95

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.