Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2008, Side 31

Læknablaðið - 15.03.2008, Side 31
FRÆÐIGREINAR TVÖ SJÚKRATILFELLI Sæmundur J. Oddsson1 læknanemi á 6. ári Tómas Guðbjartsson12 brjóstholsskurðlæknir Lykilorð: aðskilinn lungnahluti, einkenni, öndunarörðugleikar, greining, mismunagreining, orsök, meðfæddir gallar á meltingarvegi, meðferð, sjúkratilfelli. ’Læknadeild HÍ, -^hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, læknadeild HÍ. tomasgud@landspitali. is Aðskilinn lungnahluti (pulmonary sequestration) með tengsl við meltingarveg Tvö sjúkratilfelli sem rökstyðja að um meðfæddan galla sé að ræða Ágrip Inngangur: Aðskilinn lungnahluti vísar til sjúk- dóms þar sem hluti lungna er án tengsla við bæði berkjur og lungnablóðrás. Lungnahlutinn er auk þess nærður af kerfisslagæð. Tilurð aðskilins lungnahluta hefur verið umdeild en þau tvö tilfelli sem hér er lýst gætu stutt þá kenningu að um með- fædda orsök sé að ræða frekar en áunna. Þetta eru jafnframt fyrstu tilfellin sem lýst er hér á landi. Sjúkratilfelli: Fyrra tilfellið er fyrirburi sem skömmu eftir fæðingu greindist með stíflu í melt- ingarvegi. Við skuggaefnisrannsókn kom í ljós þrenging á skeifugöm (atresia) og sást hvemig skuggaefni barst frá maga-vélindamótum og þaðan í hægra brjósthol. í skurðaðgerð sást 5,5 x 4,2 cm stór aðskilinn lungnahluti undir hægra lunganu sem tengdist öðmm minni í vinstra brjóstholi. Lrmgnahlutamir voru þaktir eigin fleiðru og nærðir af sameiginlegri slagæð sem átti upptök í kviðarholi. Lungnahlutinn var fjarlægður og þremur árum frá aðgerð er sjúklingurinn við góða heilsu. Síðara tilfellið er 18 ára piltur með rúmlega árs sögu um endurtekna lungnabólgu. A tölvusneið- mynd greindist fyrirferð í miðju hægra lunga sem við skurðaðgerð reyndist aðskilinn lungnahluti neðst í efra lungnablaði. Lungnahlutinn var þak- inn eigin fleiðm og inn í hann gekk berkja sem tengdist 5x4 cm stórri vökvafylltri blöðm. Efra lungnablaðið var fjarlægt ásamt lungnahlutanum og blöðrunni. Vefjagerð blöðrunnar samrýmdist útliti vélindaveggs. Sjúklingurinn er við ágæta líðan, tveimur árum frá aðgerð. Ályktun: Aðskilinn lungnahluti getur tengst melt- ingarvegi með beinum eða óbeinum hætti, jafnvel strax við fæðingu. Þessi tengsl renna stoðum undir þá kenningu að um meðfæddan galla sé að ræða frekar en áunninn, og koma ekki alveg á óvart þar sem lungu og efri meltingarfæri eru bæði upp- runnin frá forgimi á fósturskeiði. ^HiENGLISH SUMMARWH Oddsson SJ, Guðbjartsson T Pulmonary sequestration in lceland - two case reports Pulmonary sequestration (PS) is a rare disease where non-functioning lung tissue is separated from the normal bronchopulmonary tree and vasularized by an aberrant systemic artery. The origin of PS is not fully understood. Here we describe two unique cases of PS that support the hypothesis that PS is a congenital malformation rather than an aquired one. These are also the first lcelandic cases of PS reported. Key words: pulmonary sequestration, symptoms, respiratory distress, diagnosis, differential diagnosis, etiology, congenitai foregut anomaiies, treatment, case report. Correspondence: Tómas Guðbjartsson, tomasgud@landspitali.is Inngangur Aðskilinn lungnahluti er sjaldgæfur sjúkdóm- ur í lungum þar sem lungnavefur er án tengsla við bæði lungnaberkjur og lungnablóðrás (1). Lungnahlutinn er nærður af kerfisslagæð og getur því ekki tekið þátt í loftskiptum (1, 2). Einkenni geta verið fjölbreytt og eru oftast rakin til öndunarörðugleika, endurtekinna lungnasýkinga og/eða hjartabilunar (3). Skipta má aðskildum lungnahlutum í tvennt og byggir skiptingin á því hvort lungnahlutinn er umlukinn eigin fleiðm (extralobar) eða ekki (intralobar) (4). Orsök að- skilins lungnahluta er ekki að fullu þekkt. Ýmsar kenningar hafa litið dagsins ljós og ein gerir ráð fyrir því að um afleiðingar endurtekinna lungna- sýkinga sé að ræða og lungnavefurinn geti þannig hólfað sig af (5). Önnur kenning og sú sem talin er líklegust, ekki síst hin síðari ár, gengur út á að um LÆKNAblaðið 2008/94 207

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.