Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2008, Side 32

Læknablaðið - 15.03.2008, Side 32
FRÆÐIGREINAR TVÖ SJÚKRATILFELLI Mynd 1. Mynd af berkjutré (stærri ör) í neðri hluta hægra brjósthols. Skuggaefni var sprautað í magaslöngu og barst pað síðan úr maganum og upp í aðskilinn lungnahluta ofan þindar (minni ör). meðfæddan galla sé að ræða. Er þá talið að orsök- ina sé að finna í truflun á fyrstu vikum meðgöngu þegar lungun eru að myndast úr forgimi (foregut) fóstursins (6-9). Mynd 2. Slagæðamyndataka sem sýnir umfang afbrigðilegu slagæðarinnar (ör). Hér er lýst tveimur einstökum tilfellum þar sem lungnahluti tengist meltingarvegi, annars vegar í nýbura og hins vegar í 18 ára unglingi, en þessi tilfelli renna að okkar mati stoðum undir að um meðfæddan galla sé að ræða. Þetta eru jafn- framt fyrstu íslensku tilfellin sem er lýst. Sjúkrati Ifelli Tilfelli A: Nýfædd stúlka, fyrirburi genginn 36 vikur og 2800 g að þyngd, greindist með garna- stíflu strax eftir fæðingu á vetrarmánuðum 2004. Fæðingin var erfið og þurfti að endurlífga barnið með hjartahnoði. Stúlkan var sett í öndunarvél og skuggaefni sprautað í gegnum magaslöngu. Sást þá veruleg þrenging á skeifugörn (duodenal atresia). Jafnframt mátti greina skuggaefni sem barst frá mótum maga og vélinda og þaðan upp fyrir þind í berkjutré hægra lungans (mynd 1). Næsta dag var gerð tenging á milli maga og smágirnis (gastro- jejenostomy) og næringarslöngu komið fyrir í smágimi (jejenostomy). í aðgerðinni sást stór og afbrigðileg slagæð sem stakkst í gegnum þindina hægra megin, rétt við þindaropið. Ákveðið var að aðhafast ekkert frekar að sinni, kviðnum var lokað og barnið rannsakað frekar. Á tölvusneiðmynd- um sást áðurnefnd slagæð greinilega og lá hún inn í aðskilinn lungnahluta í neðanverðu hægra lunga. Við slagæðamyndatöku reyndust upp- tök slagæðarinnar frá kviðarholshluta ósæðar og ofan þindar sást hvemig slagæðin greindist frekar í smærri greinar (mynd 2). Einnig sást að bláæðaflæði var í gegnum portæð. Stúlkunni var haldið í öndunarvél og var hún meðhöndluð við hjartabilun. Á hjartaómun sást eðlilegt hjarta með eðlilegan samdrátt. Loftbrjóst var meðhöndlað með brjóstholskera. Litningagallar greindust ekki við litningarannsókn. Fimm daga gömul var hún tekin til aðgerðar þar sem brjósthol og kviður voru opnuð. Þar sást 5,5 x 4,2 cm stór aðskilinn lungna- hluti í hægra fleiðruholi, þéttur átöku og þakinn eigin fleiðru. Ofan við lungnahlutann, í afmark- aðri fleiðru, sáust öll þrjú lungnablöð hægra lunga. Við aðgerðina kom einnig í ljós að lungna- hlutinn hægra megin tengdist öðrum minni (3,2 x 1,8 cm) í vinstra brjóstholi og lá hann framan við hryggjarboli og ósæð en aftan við vélinda. Á milli lungnahlutanna var slagæðin sem áður hafði sést við myndrannsóknir. Við hlið slagæðarinnar var berkja sem átti upptök á mótum maga og vélinda. Líkt og slagæðin greindist berkjan ofan þindar út í báða lungnahlutana. Lungnahlutarnir voru fjarlægðir og hnýtt fyrir bæði berkju og slagæð lungnahlutans nálægt upptökum. Gangur eftir aðgerð var erfiður, aðallega vegna vandamála sem tengdust garnastíflu og gulu. Henni voru gefin 208 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.