Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2008, Page 65

Læknablaðið - 15.03.2008, Page 65
UMRÆÐUR O G FRETTIR ÆVISÖGUR LÆKNA Minningarorð um Brian S. Worthington Mynd birt með leyfi RSNA í Bandaríkjunum. Þann 9. desember sl. lést á heimili sínu nálægt Nottingham í Bretlandi íslandsvinur og heið- ursfélagi í Félagi íslenskra röntgenlækna (FIR), Brian Worthington, fyrrum yfirlæknir og prófess- or við röntgendeild Queens Medical Center og University of Nottingham í Bretlandi, á sjötugasta aldursári. Brian var hress og skemmtilegur maður, vel gefinn, athugull og með leiftrandi augnaráð. Hann var íslandsvinur og hafði mikinn áhuga á landi og þjóð, sögu þess og menningu. Hans fyrsta ferð til íslands var í apríl 1980 og var hann þá búinn að bjóða okkur í FIR að flytja erindi um fyrstu rannsóknir þeirra í Nottingham með seg- ulómun. Eftir það kom hann hingað til lands á hverju ári og oft tvisvar. Hann var með ísland á heilanum eins og hann sagði gjarnan sjálfur. Hann var oftast með erindi í farangrinum og flutti mörg þeirra hjá FIR en einnig fyrir lækna á spítölunum næstu árin. Hann var gerður að heiðursfélaga í Félag íslenskra heimilislækna Vísindasjóður Félags íslenskra heimilislækna Vísindasjóður Félags íslenskra heimilislækna úthlutar styrkjum til vís- indarannsókna tvisvar á ári. Umsóknir fyrir vorúthlutun 2008 þurfa að berast sjóðnum fyrir 20. apríl næstkomandi og ber að skila rafrænt til magga@lis.is á þartilgerðum eyðublöðum ásamt rannsóknar- og fjárhagsáætlunum, eða framgangsskýrslu ef um endurumsókn sama verkefnis er að ræða. Lög vísindasjóðs og eyðublöð er að finna á heimasíðu FÍH. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Ágúst Sigurðsson, johsig@hi.is Stjórn Vísindasjóðs FÍH Félagi íslenskra röntgenlækna 1986. Hann var heiðursgestur og fyrirlesari á hátíð félagsins 1995 þegar haldið var upp á 100 ára afmæli rönt- gengeislans. I ferðum sínum á sumrin ferðaðist hann allt í kringum landið og kynntist landi og þjóð mjög vel. Hann hélt alltaf góðu sambandi við þá röntg- enlækna sem hann kynntist í upphafi og kom gjaman í heimsókn. Stundum var hann einn í ferð- um sínum til Islands en eiginkona hans Margaret var líka oft með. Hann lærði íslensku, sótti um skeið tíma hjá Guðmundi Kristmundssyni í Nottingham og stundaði sjálfsnám. Hann las íslensku, skildi töluvert talað mál og var ófeim- inn að taka menn tali hér á landi. Hann var fjöl- menntaður maður með nám að baki í ekki einasta læknisfræði heldur einnig eðlisfræði, stærðfræði og fornleifafræði. Tal hans einkenndist af víðsýni, mikilli þekkingu og reynslu, áhuga á því sem aðrir vom að gera og einlægni. Hann setti sér háa staðla í starfi og tók því ekki þegjandi ef út af var brugðið hjá öðrum. Virtasta framlag hans til læknavísindanna var í tengslum við uppfinningu segulómunar. Brian var virkur þátttakandi í þróun segulómunar sem hófst ekki síst við Nottingham-háskóla þar sem mikið af grunnrannsóknunum fór fram í læknisfræðilegri eðlisfræði á milli 1974 og 1979. Brian kom til skjal- anna þegar klínískar rannsóknir hófust fyrir alvöm í apríl 1980. Hann var einn af höfundum fyrstu klínísku greinar sem birt var um segulómun sem sýndi meinsemd í höfði. Þar var megin kostum segulómunar sem myndgreiningartækni í fyrsta skipti lýst. Á næstu tveimur árum birtust samtals átta greinar í American Journal of Neuroradiology sem lögðu grundvöll að því hvernig hægt var að nota þá segulómun og greiningu og koma með því í veg fyrir inngrip sem til þessa höfðu verið nauðsynleg, svo sem vegna æxla í heiladingli, vegna lítilla taugaæxla £ miðeyra, vegna æðagúla og æðavanskapnaða innan höfuðsins ásamt því að sýnt var fram á notagildi aðferðarinnar í sambandi við meinsemdir í augntóttum. Þessu fylgdu rann- sóknir á segulómun í hjarta- og beinasjúkdómum, þar sem rannsóknahópurinn í Nottingham hafði forystu. Þá sýndi Nottingham-hópurinn fyrst fram á notagildi segulómunar í sambandi við sjúkdóma LÆKNAblaðið 2008/94 241

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.