Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 31
„Hann er kominn. “ - „Hann erfarinn. “
milli systkinanna og/eða varpar ljósi á atburði á Islandi. Ytra vegur Gísli
að eggjan föður síns meintan ástmann Þórdísar, Bárð (Kolskegg) með
þeim afleiðingum að bróðerni hans og Þorkels verður aldrei samt.14 Þar
fellir hann einnig tvo menn aðra er girnast systur hans.15 En einmitt
þessi víg hafa verið tekin sem vitnisburður um girnd hans til Þórdísar,
ekki síst í ljósi þess að hann „tekur á brjósti henni“16 áður en hann veg-
ur Þorgrím goða - og hún heldur að höndin sé Þorgríms svo að þau hjón
hefja ástaleik.1'
Sé Noregsfrásögnin höfð að engu er ljóst að ýmislegt fer forgörðum í
sjálffi undirstöðu atburðarásarirmar. Við því er brugðist í myndinni á
fleiri vegu en einn. I fyrsta hluta hennar, þar sem stefiian er mörkuð, er
töluvert um frekari niðurskurð efnis og einfaldanir en einnig nokkuð um
nýja úrvinnslu og viðbætur. Falli sonar Þorgríms goða og vígunum í
kjölfar þess er sleppt, svo og utanferðum Haukdæla. A hinn bóginn er
vopnsmíð Þorgrímanna tveggja og Þorkels fléttuð með tíðum klipping-
um saman við komu Vésteins í Haukadal - á hvaða ferð hann er kemur
ekki fram - og tilraun Gísla til að hindra hana. Aðferðin er nærtæk þar
eð tvennum sögum fer fram í fornsögunni. Jafhframt er frásögnin þétt
og valán spenna sem leitast er við að auka með nýjum atriðum þar sem
Asgerður og Þórdís annars vegar en Þorgrímur og Þorkell hins vegar
skiptast á athugasemdum um komumann. Niðurröðun atburða breytist
þá einnig. Uppgjöri Þorkels og Asgerðar, sem ræðst af tveggja kvenna
tali hennar og Auðar, er til dæmis skipað niður eftir komu Vésteins að
Hóli. I fomsögunni verður það hins vegar löngu fýrr. Þar á það sér líka
andstæðu/hliðstæðu í samræðum Auðar og Gísla. En sem víðar nýtir
myndin sér aðeins helming andstæðu/hliðstæðu sögunnar en gerir nokk-
uð úr honum. Rækt er lögð við að sýna hvernig Asgerður notar ýmist
Gísli hins vegar næstelsti sonur og ætti samkvæmt því að hlíta forsjá Þorkels. Þór-
dís er ffumburður foreldra sinna en hún er kona og því harla réttlítil. Hún er til
dæmis aldrei spurð áhts þegar aðdáendur hennar eru drepnir eða biðlum hennar vís-
að frá; faðir hennar og bróðir/bræður taka ákvarðanir um hennar mál.
14 Astmaðurinn nefnist Bárður í styttri gerð Gísla sögu, sjá Gísla saga Súrssonar 1999
bls. 4—5 en Kolskeggur í hinni lengri, sjá Membrana Regia Deperdita 1960 bls. 8-11.
ls Tekið skal ffam að annar þeirra er brenndur inni og Gísli er með í aðförinni en veg-
ur hann ekki einn með vopni.
16 Gísla saga Súrssonar 1999 bls. 29. Efrirleiðis verður vimað í þessa útgáfu með blað-
síðutali einu saman í meginmáli.
11 Sjá Hermann Pálsson 1974 bls. 19.
29