Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 31

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 31
„Hann er kominn. “ - „Hann erfarinn. “ milli systkinanna og/eða varpar ljósi á atburði á Islandi. Ytra vegur Gísli að eggjan föður síns meintan ástmann Þórdísar, Bárð (Kolskegg) með þeim afleiðingum að bróðerni hans og Þorkels verður aldrei samt.14 Þar fellir hann einnig tvo menn aðra er girnast systur hans.15 En einmitt þessi víg hafa verið tekin sem vitnisburður um girnd hans til Þórdísar, ekki síst í ljósi þess að hann „tekur á brjósti henni“16 áður en hann veg- ur Þorgrím goða - og hún heldur að höndin sé Þorgríms svo að þau hjón hefja ástaleik.1' Sé Noregsfrásögnin höfð að engu er ljóst að ýmislegt fer forgörðum í sjálffi undirstöðu atburðarásarirmar. Við því er brugðist í myndinni á fleiri vegu en einn. I fyrsta hluta hennar, þar sem stefiian er mörkuð, er töluvert um frekari niðurskurð efnis og einfaldanir en einnig nokkuð um nýja úrvinnslu og viðbætur. Falli sonar Þorgríms goða og vígunum í kjölfar þess er sleppt, svo og utanferðum Haukdæla. A hinn bóginn er vopnsmíð Þorgrímanna tveggja og Þorkels fléttuð með tíðum klipping- um saman við komu Vésteins í Haukadal - á hvaða ferð hann er kemur ekki fram - og tilraun Gísla til að hindra hana. Aðferðin er nærtæk þar eð tvennum sögum fer fram í fornsögunni. Jafhframt er frásögnin þétt og valán spenna sem leitast er við að auka með nýjum atriðum þar sem Asgerður og Þórdís annars vegar en Þorgrímur og Þorkell hins vegar skiptast á athugasemdum um komumann. Niðurröðun atburða breytist þá einnig. Uppgjöri Þorkels og Asgerðar, sem ræðst af tveggja kvenna tali hennar og Auðar, er til dæmis skipað niður eftir komu Vésteins að Hóli. I fomsögunni verður það hins vegar löngu fýrr. Þar á það sér líka andstæðu/hliðstæðu í samræðum Auðar og Gísla. En sem víðar nýtir myndin sér aðeins helming andstæðu/hliðstæðu sögunnar en gerir nokk- uð úr honum. Rækt er lögð við að sýna hvernig Asgerður notar ýmist Gísli hins vegar næstelsti sonur og ætti samkvæmt því að hlíta forsjá Þorkels. Þór- dís er ffumburður foreldra sinna en hún er kona og því harla réttlítil. Hún er til dæmis aldrei spurð áhts þegar aðdáendur hennar eru drepnir eða biðlum hennar vís- að frá; faðir hennar og bróðir/bræður taka ákvarðanir um hennar mál. 14 Astmaðurinn nefnist Bárður í styttri gerð Gísla sögu, sjá Gísla saga Súrssonar 1999 bls. 4—5 en Kolskeggur í hinni lengri, sjá Membrana Regia Deperdita 1960 bls. 8-11. ls Tekið skal ffam að annar þeirra er brenndur inni og Gísli er með í aðförinni en veg- ur hann ekki einn með vopni. 16 Gísla saga Súrssonar 1999 bls. 29. Efrirleiðis verður vimað í þessa útgáfu með blað- síðutali einu saman í meginmáli. 11 Sjá Hermann Pálsson 1974 bls. 19. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.