Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 35
„Hann er kominn. “ - „Hann erfarinn. “
í fomsöguimi. En nýsköpunin sem kemur í stað vísunnar er ansi klaufa-
leg. Er Gísli hefur farið með mönnum sínum að Þorgrími nef og einn
þeirra drepið hann, er khppt inn í sérsmíðað samtal Barkar og Þórdísar,
er skýra skal atburðarás:
Þórdís: Þarf frekar vitnanna við? Er nú ekki ljóst hver sá
seki er?
Börkur: Undarlegur vitnisburður þessi.
Þórdís: En ót\nræður. Sá seki kemur upp um sig með því að
drepa þann sem seiðinn efldi.
Börkur: Þannig virðist það vera.
Þórdís: Einmitt. Þannig virðist það vera.
Þórdís: Hvert ætlarðu?
Börkur: Ut á Eyri að saiha liði.
Þórdís: Er þess þörf tdl þess eins að stefna manninum?
Böreur: Annars nær stefnan ekki fram að ganga.
[-f
Með samtalinu raka seiður Þorgríms og víg hans að minna óþægilega á
samanburð fingrafara í leynilögreglusögu. Ekki bætir úr skák að í mynd-
inni er aldrei kveðinn dómur yfir Gísla. Þar með er áhorfendum gert að
trúa því að í samfélagi hennar þurfi ekld annan vitnisburð um sekt marrns
en að einhver á hans vegum hafi drepið skratta nokkum sem efldi seið
gegn óþekktum veganda. Þyki áhorfendum það „undarlegt“ er sleginn
vamagh með því að Berki þykir það líka - enda þótt Þórdís sé aðeins ör-
skotsstund að saxmfæra hann.
Akveðin hvörf verða í Útlaganum þegar ljóst er að Gísh muni sekur
ger. 'Valdir em úr fomsögunni lykilatburðir svo sem stefiiuför Barkar,
kaup hans að Eyjólfi gráa sem hausaveiðara, Hergilseyjardvöl Gísla svo
og lokabardagi hans, og þeim fylgt allgrannt. Umhverfi kann að vera
annað, stöku útfærsluatriði sömuleiðis og samtölum breytt eða við þau
bætt - meðal annars tdl að sýna persónur í nýju ljósi - en nýsköpunin er
ekld meiri en svo að á löngum köflum orkar myndin frekast sem frjáls-
leg lýsing fomsögunnar.
Ymislegt er auðvitað einfaldað og skorið niður, öðm breytt og dálitlu
bætt við. Draumum Gísla er fækkað lítdls háttar og vísur hans felldar
brott. Draumkonum fomsögurmar, hinni betri, sem heitdr Gísla eilífri
19 Ágúst Guðrmmdsson 1981.
33